20.7.2008 | 11:57
Ég sá gíraffa !!!!!
Ísbirnir ísbirnir ísbirnir ísbirnir....... fólk sér ekkert orðið annað nema ísbirni. Er fólk svona hrætt, eða hvað er málið ? Heldur fólk sem er á þvælingi inn á fjöllum að hvítt sé ísbjörn ? Eitthvað hlýtur þetta að kosta, landhelgisgæslan og lögreglan gerir ekkert annað en að leita af ísbjörnum út um allt land. Heldur fólk að það sé eins með mýsnar og ísbirnina, ef að þú sérð eina mús þá eru þær 100, þá ef að þú sérð einn ísbjörn þá er hann út um allt að kanna landið ??? Er orðin frekar þreytt á þessum ísbjarna fréttum. Hvernig væri að fólk myndi tilkynna að það hafi séð gíraffa á Þverárfjalli eða á Hornströndum ??
Jæja, annars er helgin sem af er henni búin að vera fín. Ég ætla að vera myndarleg á heimilinu í dag og taka svolítið til og svo meiri þvott. En ég er einmitt búin að vera að þvo síðan ég kom heim. Við fórum í IKEA í gær ég María, Hjörleifur, Kormákur og Skjöldur. En þar fjárfesti ég í heilsukodda sem kostaði vel á fimmta þúsund, mig hefur langað lengi í þennan kodda og lét það eftir mér í gær í að kaupa hann til að fullkomna hjá mér nóttina. Núna sef ég með æðislegan heilsukodda, stóra pulsu undir hnésbótunum og með súrefnistækið..... getur ekki verið betra.
Jæja.... best að hendast í að gera eitthvað gagn hérna. Þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar.
Kv. Linda litla hamingjusama í helgarfríi.
Ísbirnir á Hornströndum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Hafðu góðan daga Linda mín.
Kveðja Guðrún INg
Aprílrós, 20.7.2008 kl. 12:16
þetta er hinn myndarlegasti gíraffi
halkatla, 20.7.2008 kl. 12:36
Ég hélt kannski að þú hefðir farið á Stokkseyri, þegar ég sá fyrirsögnina. Vertu dugleg að hvíla þig
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:16
Gamann að þú skyldir sjá gíraffa Linda mín
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 18:01
Já já .
Gunnar Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 21:00
HAHAHAHA vá hvað ég er sammála þér!! svo alltof mikið með þessa ísbirni fram og aftur.. ég var farin að dreyma martraðir um þá
en jámm hafðu það gott og gangi ykkur Kormáki vel í hollustunni;*
Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:08
Og hvar sást þú þennan giraffa humm niður í bæ??? það er svosem margt skrýtið í henni Reykjavík
Ég sá fullt af villidýrum á laugardagskvöldið upp á Brekkum
Guðný Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:31
Það er fullt af skrítnum hlutum á Íslandi
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:04
Gíraffar ??? Man ekki betur en þið Iða Brá hafið einhver samskipti átt við gíraffana á Þinganesi hér á árum áður, hmm ....
Takk annars fyrir stelpuna. B.kv. Sigurbjörg
Sys (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:19
Linda litla, 20.7.2008 kl. 22:59
Mikið vildi ég að það færu að sjást gíraffar hérna, hin vænstu og skemmtilegustu dýr :)
alva (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:51
Ég keyrði ísbjarnarheiðina í kvöld og horfði vel í kringum mig. Sá bara nokkrar rollur. Var fegin því En börnunum mínum fannst það mjög spennandi þegar ég sagði þeim að þarna hefði annar björninn fundist um daginn.
Anna Guðný , 21.7.2008 kl. 00:49
Það er gúrka, en ég sá villisvín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.