Leita í fréttum mbl.is

Kaffihús í Breiðholti.... skotarnir og skólinn.

Það eru greinilega fleiri en ég sem finnst vanta kaffihús í Breiðholti. Vildi að ég hefði hugmynd um hvernig maður kemur því á framfæri, því að ég er viss um að ef að það yrði opnað kaffihús hérna þá yrði alveg örugglega eitthvað að gera þar.

Það var mikill þvælingur á mér í gær, fór héðan út á milli 9 og hálf 10 og lá leið mín fyrst í Kbbanka á Hlemmi (bankann minn) og vorum við , ég og þjónustufulltrúinn minn að fara yfir og gera nýja áætlun í heimilislínunni. Ég verð nú að segja það að það gengur betur að vera í heimilislínunni heldur en ekki.

María og Hjörleifur komu í fyrradag og fóru svo heimí gær.

September 2008 009

Sjá þetta krútt, þarna er hann að sýna ömmu sinni tönnslurnar sínar og er sko mikið montinn með þær.

September 2008 005

Þessi mynd finnar mér líka svo krúttleg af honum.

Jæja, á þvælingnum í gær vorum við að hlusta á útvarpið og var mikið talað um skotana á Bylgjunni, enda allt krökkt að þeim í miðbænum.

September 2008 020

Skotar eru náttla fótboltaáhugamenn dauðans, það er nokkuð ljóst. Ekki veit ég hvað við sáum mikið af þeim í miðbænum í gær, það er gaman að sjá hvað þeir eru margir í pilsum. Held að þetta sé meiriháttar þjóð, hresst og skemmtilegt fólk. Fyndið að sjá líka, fyrir utan hvern einasta pöbb sem við keyrðum fram hjá stóð maður/menn í skotapilsum fyrir utan að reykja. En þar sem að skotarnir eru dyggir aðdáendur fótboltans, þá komu þeir til að horfa á landsleikinn Skotland-Ísland, sem að við reyndar töpuðum með einu marki, eða 2-1 eins og sjálfsagt allir vita.

Í gær, rétt fyrir klukkan 14:00 þá var svona fyrir utan Laugadalsvöllin...... og 4 0g 1/2 tími í landsleik.

September 2008 025Þeir ætluðu sko ekki að missa af leiknum, þeir ætluðu að tryggja sér miða og mættu því mjöööööög tímalega.

Það er gaman að fylgjast með þessu. María sagði að henni langaði að kíkja á Dubliner og komast að því hvað leyndist undir pilsinu hjá þeim....... er það annars ekki nokkuð ljóst, hvað er undir pilsinu hjá þeim ?? Þetta eru jú karlmenn og hvað dettur ykkur í hug að leynist undir pilsinu hjá þeim ??

 

 

Á þvælingi okkar í gær, lá líka leið í office1 að versla skólabækur JÁ !!! ég sagði versla skólabækur, mér fannst það hálf asnalegt. Komin vel á fertugs aldur orðin amma og allt og ég var að versla mér skólabækur. Það er ekki gefins að versla þær, núna skil ég skólakrakkana sem að þurfa að kaupa bækur fyrir fullan skóla. Ég keypti bara fyrir eitt fag og þæað kostaði mig á sjöunda þúsund og samt var bara ein ný bók í því. Nú svo er ég náttla líka búin að borga skólagjöldin....... þetta þýðir að ég er orðin blönk og mánuðurinn ekki hálfnaður. Ég talaði við félagsþjónustuna í lok ágúst um að hvort að þeir vildu hjálpa mér, og hvort að þeir vildu greiða fyrir mig skólagjöldin.... NEI.... þú ferð í fjarnám og við hjálpum ekki með það, en ef að þú ferð í skóla þá greiðum við þau fyrir þig. Mér finnst þetta skítt, en svona er þetta.

Jæja, segjum þetta bara gott í bili.

Hafið það gott þangað til næst.

Kv. Linda litla skólastelpa.

p.s. ég veit að ég er orðin blogglöt, gerði mér grein fyrir því þegar ég talaði við mömmu í símann í gær og hún sagði "þú hefur ekkert bloggað í dag". Kannski reyni ég að taka mig á .... kannski ekki, sjáum til.... gúdd bæ frends....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei! Í hvaða skóla ertu komin?  Knús á þig kaffihúsastelpan mín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílík dúlla þessi litli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 12:22

3 Smámynd: Linda litla

Arna: Ég er komin í fjarnám í FÁ.

Jenný: Hann er algjört krútt.

Linda litla, 11.9.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: halkatla

Rosasætar myndir

Og það er gaman að vita af þessum áhugaverðu skotum á landinu, ég hélt með þeim því auðvitað heldur maður með aðalfótboltaþjóðinni

halkatla, 11.9.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Humm já jæja hef ósköp lítið um þetta að segja en auðvitað er Hjörleifur krútt hvað annað??

Guðný Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 16:56

6 identicon

ég sagðist ekki vilja vita hvað væri undir pilsunum... ég held að það vita allir... mig langaði að spyrja þá af hverju þau eru ekki eins pilsin... helt að þau ættu að vera rauð með grænum og hvítum röndum...

 geturu sent mér myndirnar af Mána...? þær eru ekkert smá krúttlegar...!

Maja frumburður (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 21:53

8 Smámynd: Ragnheiður

Skotarnir eru flottir...en þú ert líka flott að vera að drífa þig í nám. Djö líst mér vel á þig skvís !

Ragnheiður , 11.9.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Didda

Sætur litli guttinn.....hum hvernig væri ef þú bara opnaðir kaffihús í Breiðholtinu

Didda, 11.9.2008 kl. 23:17

10 Smámynd: Aprílrós

Tek undir með Frúnni ;)

Aprílrós, 11.9.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Mikið rosalega er drengurinn mikið krútt!

Ég segi nú eins og Frúin, því opnar þú ekki kaffihús í breiðholtinu?

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 23:40

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skotarnir eru ótrúlega góðir og skemmtilegir viðskiptavinir, ég vinn á Laugavegi 72 og barinn heitir Barónspöbb. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2008 kl. 01:26

13 Smámynd: Hulla Dan

Tad er aldrei of seint ad fara í skóla er tad nokkud?
Hrikalega sætur strákur

Hulla Dan, 12.9.2008 kl. 01:47

14 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Drengurinn er algjör dúlla, og til hamingju með að vera komin í fjarnám. kNús í hús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 06:55

15 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Sæl Linda mín smá kveðja en ég er líklega í bloggfríi fram í nóvember. En er ekki kaffihús í Gerðubergi, bara opið of stutt, ef fólk færi að fjölmenna þangað hefði það kannski opið lengur. Þú færir létt með að smala saman fólki mín kæra.

Kveðja og knús Tara

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.9.2008 kl. 19:05

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrikalega flottir bæði Skotar og þá ekki síður litli Máni!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 22:22

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband