Leita í fréttum mbl.is

My new job is killing me......

Þið trúið því ekki hver fegin ég er að helgin er búin. Þetta var MJÖG erfið helgi. Fyrsta vinnuhelgin mín í Bónus. Ég fann það, að það er ekki fyrir baksjúklinga að vinna á kassa. Mér var svooo illt í bakinu á laugardagskvöldið eftir að ég kom heim.... vá, ég hélt hreinlega að ég myndi ekki hafa það. Dagurinn í dag var aðeins betri, kannski er þetta bara viðbrigði fyrir skrokkinn á mér svona vinna. Ég er a.m.k. fegin því að helgin er búin.

Kormákur var í sveitinni hjá systur sinni um helgina og kom heim um hálf tíu í kvöld. Þau fóru í réttir á laugardaginn og líka í bíó, þau skelltu sér á grísina 3 í Selfoss bíói.

Ég hef nú eitthvað lítið að segja annars, er bara alveg uppgefin eftir helgina og er bara að spá í að skríða í rúmið.

Ég varð reyndar alveg brjáluð út í þetta strætókerfi í morgun, en ég nenni ekki að segja frá því núna af sökum þreytu, segji ykkur það á morgun ef að ég man.

Hafið það gott elskurnar, vonandi áttuð þið góða helgi

Kv. Linda litla auma og þreytta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu vel með bakið þitt ljúfan - átt víst bara eitt slíkt - mæli með heitum potti og líka heitu gufubaði.  Þú ert rosa dugleg, kem kannski að versla hjá þér næst þegar þú verður að vinna ;) knús - ps. rosa gaman að hitta þig þó stutt væri um daginn

Berglind Elva (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Færibandavinnan á kössunum í Bónus er ekki góð fyrir fólk sem er slæmt í baki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Já þetta er nú ekki besta starf fyrir bakið, vona að þér líði betur á morgun.

Sporðdrekinn, 15.9.2008 kl. 02:15

4 identicon

Hlýjar og virkilega góðar nuddkveðjur til þín! Vonandi lagastu eitthvað fljótlega.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:25

5 identicon

Tjéddlingin mín  sendi þér eitt gott faðmlag og koss á bágtið. 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Birna M

Líði þér vel. Var sjálf að vinna alla helgina og ætlaði að reyna líka í dag en ákvað að jafna mig frekar. Að drepast í höndunum og skrokknum. Svo það lítur út fyrir að það verði tvær kellingar í fríi í fellinu í dag. 

Birna M, 15.9.2008 kl. 15:34

7 Smámynd: Aprílrós

mjög líklega viðbrigði fyrir líkamann bara. FArðu samt vel með þig. :)

Aprílrós, 15.9.2008 kl. 20:32

8 Smámynd: Linda litla

Nei, Sigurður Helgi, Bónus er ekki á Hellu. Ég var að byrja í bónus í Hraunbænum.

Linda litla, 16.9.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Linda litla

Takk sömuleiðis.

Linda litla, 16.9.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband