14.9.2008 | 22:17
My new job is killing me......
Þið trúið því ekki hver fegin ég er að helgin er búin. Þetta var MJÖG erfið helgi. Fyrsta vinnuhelgin mín í Bónus. Ég fann það, að það er ekki fyrir baksjúklinga að vinna á kassa. Mér var svooo illt í bakinu á laugardagskvöldið eftir að ég kom heim.... vá, ég hélt hreinlega að ég myndi ekki hafa það. Dagurinn í dag var aðeins betri, kannski er þetta bara viðbrigði fyrir skrokkinn á mér svona vinna. Ég er a.m.k. fegin því að helgin er búin.
Kormákur var í sveitinni hjá systur sinni um helgina og kom heim um hálf tíu í kvöld. Þau fóru í réttir á laugardaginn og líka í bíó, þau skelltu sér á grísina 3 í Selfoss bíói.
Ég hef nú eitthvað lítið að segja annars, er bara alveg uppgefin eftir helgina og er bara að spá í að skríða í rúmið.
Ég varð reyndar alveg brjáluð út í þetta strætókerfi í morgun, en ég nenni ekki að segja frá því núna af sökum þreytu, segji ykkur það á morgun ef að ég man.
Hafið það gott elskurnar, vonandi áttuð þið góða helgi
Kv. Linda litla auma og þreytta.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Farðu vel með bakið þitt ljúfan - átt víst bara eitt slíkt - mæli með heitum potti og líka heitu gufubaði. Þú ert rosa dugleg, kem kannski að versla hjá þér næst þegar þú verður að vinna ;) knús - ps. rosa gaman að hitta þig þó stutt væri um daginn
Berglind Elva (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:25
Færibandavinnan á kössunum í Bónus er ekki góð fyrir fólk sem er slæmt í baki.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:59
Já þetta er nú ekki besta starf fyrir bakið, vona að þér líði betur á morgun.
Sporðdrekinn, 15.9.2008 kl. 02:15
Hlýjar og virkilega góðar nuddkveðjur til þín! Vonandi lagastu eitthvað fljótlega.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:25
Tjéddlingin mín sendi þér eitt gott faðmlag og koss á bágtið.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:47
Líði þér vel. Var sjálf að vinna alla helgina og ætlaði að reyna líka í dag en ákvað að jafna mig frekar. Að drepast í höndunum og skrokknum. Svo það lítur út fyrir að það verði tvær kellingar í fríi í fellinu í dag.
Birna M, 15.9.2008 kl. 15:34
mjög líklega viðbrigði fyrir líkamann bara. FArðu samt vel með þig. :)
Aprílrós, 15.9.2008 kl. 20:32
Nei, Sigurður Helgi, Bónus er ekki á Hellu. Ég var að byrja í bónus í Hraunbænum.
Linda litla, 16.9.2008 kl. 15:02
Takk sömuleiðis.
Linda litla, 16.9.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.