18.9.2008 | 14:21
Ísland- Pólland. Pólland here I come.
Matarkarfan hefur svo sannarlega hækkað undanfarna mánuði.
Frá því um miðjan apríl, þegar verð körfunnar var fyrst mælt, hefur
vörukarfa ASÍ hækkað um 7%-16% í flestum matvöruverslunarkeðjum. Mest er hækkunin tæp 17% í Kaskó og rúm 13% í Bónus en minnst hefur verð körfunnar hækkað í Hagkaupum um ríflega 5% frá því í apríl.
Þetta er mikil hækkun sérstaklega fyrir láglaunamanninn.
Mér verður hugsað til foreldra minna sem búa á Hellu og er það alveg svakalega dýr verslun sem enginn tímir að versla í og hún er kannski notuð í neyð..... en þá er ekkert til þar. Foreldrar mínir þurfa að keyra á Selfoss til að komast í Bónus. Á milli Hellu og Selfoss eru held ég 38 km. og er það þónokkur spotti þar sem bensínið er jú ekki gefið.
Ég vona svo sannarlega að þessi kreppa fari að ganga yfir. Ég spái því að næsta vor verði hún nánast gengið yfir.... ath ég er reyndar ekki góður spámaður hehehehe
Út í allt annað..... í gær bókaði ég ferð til Kraká hjá Heimsferðum. Ég og börnin mín tvö ætlum að skreppa til Kraká í 4 daga í nóvember. Ég hlakka alveg svakalega mikið til. Eftir helgi ætla ég að skella mér niðrí bæ og kaupa mér einhverjar bækur um Pólland sem segja mér hvað við getum skoðað þar.
Margir eru sjálfsagt hissa á því að við skulum fara til Póllands...... en af hverju ?? Hér á landi er allt fullt af pólverjum, af hverju ekki kynna sér þeirra heimaland ???
Ég segi ykkur frá því einhver tímann í næstu viku hvað er hægt að sjá spennandi og merkilegt þarna.
Nóg í bili.... er að hamast við að gera hómið mitt fínt, það gengur dúndurvel eftir að ég stillti Gullbylgjuna í botn.
rætí píbol.....
Matarkarfan hækkar um 5-7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
Athugasemdir
Alltaf gaman að heyra þegar landin talar um langt sé að fara þegar á að keyra meira en 10Km. Þar sem ég er búsettur Í Englandi þá er það ekki vegalengdin sem skiptir máli heldur umferðarþunginn.
Enn þessi póllands ferð þín er allgjör snild, ekkert nema gott heyrt af Kraká... vona bara að krónan þín endist eitthvað.
KK
Emil
Emil (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:37
Það er gott hljóðið (ekki það að ég heyri ) í þér
Mér finnst frábært að heyra að þú skulir ætla að kinna þér landið sem að þú ert að fara að ferðast til, mér finnst það sýna virðingu við landið. Mig hlakkar til að heyra ferðasögur.
Sporðdrekinn, 18.9.2008 kl. 19:39
OK KONA
Guðný Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:15
Flott hjá þér að fara til Póllands. Ég bið að heilsa þangað. Hef einu sinn keyrt í gegn þar.Kom til Gdansk frá Svíþjóð með ferju og keyrði yfir til Eistlands og svo aftur til baka. Meiri háttar ferð.
Heyrðu það eru nokkrar pólskar að blogga hérna, kannski eru þær frá Kraká eða nágrenni. Ein bloggvinkona mína, heitir Renata.
Annars bara hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.