Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur að enda.

Jæja, þá er komið fimmtudagskvöld á mínu heimili. Þegar við Kormákur komum heim úr judoinu þá settum við popp í skál og vatn í könnu og fundum spil og svo hlömmuðum við okkur niður við eldhúsborðið og fórum að spila, það var mikið gaman og mikið hlegið. Elska svona stundir sem við eigum saman. Nú judoið gekk vel hjá Kormáki og tók ég einhvern slatta af myndum á æfingunni.

judo 093

Þarna að aðeins tekið á því á æfingunni áðan, það er svo gaman að fylgjast með á æfingu.

judo 124

Þetta er málið...... eins og Kormákur orðaði það "kósý kvöld".

judo 137

Svona var mesti tíminn af spilakvöldinu okkar, Kormákur alveg í kasti. Hann hlær svooo innilega þegar að hann byrjar og með rosalega smitandi hlátur.

judo 023

Litla ömmumúsin að pósa fyrir þá gömlu.

judo 033

Namminamm, svo fékk maður að gæða sér aðeins á vanilluskyrinu hennar ömmu.

Jæja...föstudagur á morgun og Kormákur fer til pabba síns, það þýðir að ég fer austur til pabba og mömmu.

Ég er búin að gera tvær tilraunir til að lesa fyrir enskuna, en það er ekki að virka. Athyglisbresturinn og einbeitingaskorturinn er alveg að fara með mig, ég er smá fegin að ég hafi ákveðið að taka bara eitt fag (fyrir utan íþróttir). Ég er alveg búin að sjá það að eitt fag er mikið meira en nóg fyrir minn veika haus. En ég ætla að reyna áfram, ég gefst sko ekki upp. María og fjölsk. verða hérna í heima hjá mér um helgina og ætla svo hún og Hjörleifur litli að vera eitthvað áfram fram í næstu viku og ég verð að fá hana til að hjálpa mér við þetta.

Segi þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar.

Kv. Linda litla með trega hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Æi, ég er nú hálffegin að það séu fleiri hausar tregir. Minn er það stundum líka.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 18.9.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Linda litla

Já, það er gott að vita að maður er ekki einnn með tregan haus hahahaha

Betri eru tveir tregir hausar en einn...... (smá home made speki.)

Linda litla, 18.9.2008 kl. 21:42

3 identicon

póland

here

i

come.

líka

ég

Korri cool (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 21:54

4 Smámynd: Linda litla

Kormákur slökktu á fartölvunni og komdu þér í rúmið. Klukkan er að verða 10.

Linda litla, 18.9.2008 kl. 21:56

5 identicon

þessi "tregða" hjá ykkur... er þetta nokkuð hægðar tregða??

Maja frumburður (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Ég tók 2 fög það er alveg klikkað, knús í hús

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel í námi og vinnu Linda mín . ;)

Aprílrós, 18.9.2008 kl. 22:45

8 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Trega hvað,hausin minn er nú stundum ansi tregur,velkomin í hópin Linda mín

Guðný Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:08

9 Smámynd: Brynja skordal

Ah svo næs svona kósí spilakvöld flottar myndir æðisleg myndin af kormáki að hlæja liggur við að ég heyri í honum svo innileg mynd og litli ömmustrákur Fallegur vissi ekki að dúllan þín væri með síðu flottur hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 19.9.2008 kl. 00:46

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegar myndir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.9.2008 kl. 01:14

11 Smámynd: Sporðdrekinn

En gaman að þið eigið svona kvöld saman, yndisleg myndin af honum að hlæja

Ég skil þig því miður vel með lærdóminn. Það er bara að gefast ekki upp, ég er viss um að allt einu tekur heilinn kipp og man þá hvernig á að læra.

Sporðdrekinn, 19.9.2008 kl. 03:35

12 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir kvittin stelpur.

Linda litla, 19.9.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband