Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er hægt að vera svona vondur ??

Ég hef verið að hugsa um fórnarlömb ofbeldis undanfarna daga, eðlilega þar sem er búið að vera frétt um 3 börn sem hafa þurft að þola ofbeldi á heimilinu.

Mikið ofsalega held ég að börnin séu illa farin, bæði eftir að þurfa að þola ofbeldi og einnig fyrir að geta ekki hafa sagt frá þessu þar sem að þeim er greinilega hótað eða eru of hrædd við gerandann til þess að segja eitthvað.

Alltaf þegar að börn eiga í hlut, verð ég alveg brjáluð. Hvernig er hægt að gera saklausum börnum slíkt ??

Enginn á skilið að vera beittur líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

Þessi þrjú börn sem eru í fréttunum núna, hafa gegnið í gegnum ýmislegt greinilega og hefur komið fram m.a. að eitt barnið sé með stungusár og er haldið að það hafi verið notað sem skotskífa......... hvað er að fólki ??

Hvernig er hægt að gera börnunum sínum svona ??

Hvað er að fólki sem að gerir svona ??

Ég vona svo innilega að þessi börn fái alla þá hjálp sem að þau þurfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

klukk

Emma Vilhjálmsdóttir, 19.9.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: halkatla

Þetta er hrikalegur horror maður getur ekki annað en velt þessu fyrir sér... aumingja manneskjurnar sem þurfa að upplifa þetta. Og það gerist bókstaflega mitt á meðal vor. Óskiljanlegt.

halkatla, 19.9.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband