Leita í fréttum mbl.is

Þreytt á fréttum.

Ég hef nú ekki verið sú duglegasta að blogga undanfarið, ég hef bara hreinlega ekki nennt því. Hef hent inn einhverju sem hefur komið á email-i til að henda einhverju inn.

Ég kíkti aðeins á mbl.is núna til að tékka á því hvort að það væri einhver frétt fyrir mig til að blogga um........ kræst..... það er jú nóg af fréttum, en ég bara verð að segja það að ég er búin að fá ógeð af fréttum í þjóðfélaginu í dag.

Ég nenni ekki að velta þjóðarástandinu fyrir mér, við getum ekkert gert, staðan er eins og hún er. Ég tek lífinu með æðruleysi og brosi framan í lífið, eða á meðan ég er ekki að draga mig niður með að fylgjast með fréttum.

Það er ekkert sem ég get gert, þetta er Ísland í dag.

Ég sit á Prikinu með tölvuna og er bara að chilla, ég fór í klippingu áðan og er bara ekkert að flýta mér heim, það er ekkert þar sem bíður mín.

Annars hef ég nákvæmlega ekkert að segja ykkur.

Ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að virkja ykkur bloggvinir og kíkja á bloggið ykkar, en það hlýtur að koma að því að ég gefi mér nægan tíma til þess.

Blogghringur hjá mér er lámark 2 tímar.

Segi þetta gott í bili elskurnar, farið varlega og hafið það gott.

Góða helgi.

Kv. Linda litla anti-fréttisti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ég er rosalega upptekin af að fylgjast með og hef engan vegin undan, allt sem fólk er að segja núna skiptir máli og maður ruglast bara í að reyna að skilja allt. En ég er samt á sveimi, hef bara engan tíma til þess að blogga Svo segi ég bara hafðu það gott bloggvinkona

halkatla, 10.10.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég tók  þá ákvörðun að hlusta ekki á fréttatíma sjónvarps eða útvarps. Hef ekkert horft á Kastljós. Les bara hér og finn að það er alveg nóg. Sé svo hvað er bloggað um þetta. Ég tel mig  vera nóg upplýsta, en get sleppt öllu bullinu.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 10.10.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

ja hérna nú er fokið í flest skjól,þegar það kemur ekki blogg frá þér kelli mín....Ég er orðin hundleið á öllum þessum fréttum líka búin að troða töppum í eyrun

Guðný Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er í frettafríi yfir helgina....

Knús á tig inn í góda helgi snúllan tín

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Mikið skil ég þig Linda  mín,taktu bara þinn tíma og farðu vel með þig.

Magnús Paul Korntop, 11.10.2008 kl. 01:50

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fylgist með öllum fréttatímum og ligg á netinu á daginn og skoða fréttir á mbl.is visir.is og dv.is og svo erlendu fréttamiðlana, eins og bbc.com, aamulehti.fi, ilkka.fi, hs.fi og ýmsa aðra líka!!! Ég er fréttafíkill

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.10.2008 kl. 01:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2008 kl. 09:59

8 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Brosum það kostar ekkert

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 11.10.2008 kl. 22:06

9 Smámynd: Brynja skordal

Jú hef svo sem horft á fréttir en ekki verið mikið inn á netinu hvað þá lesið mikið á blogginu og er sjálf aðeins að taka mér smá bloggpásu en ef maður ætlar að henda kommentum inn hjá öllum á sama tíma er bara ekki hægt mín kæra bara kvitta fyrir sig annað slagið ef tími gefst til held að allir séu sammála því Hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 11.10.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig og er eiginlega alveg sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 13:31

11 Smámynd: Aprílrós

Knús á þig LInda mín, farðu vel með þig mín kæra. ;) Ég er lika orðin hundleið á fréttum er hætt að hlusta á þær. ;)

Aprílrós, 12.10.2008 kl. 18:59

12 identicon

Honey, honey!!! Hætt að blogga???  Nú er mín kjaftstopp   Á þessu átti ég sko ekki von elskan mín.  En ég vona að þú farir að hrista þig aftur í gírinn, þú ert svooooo skemmtileg   Lovjú!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband