Leita í fréttum mbl.is

Leyfum okkur að brosa.

Einn góður sem að Sigurbjörg systir sendi mér.

Maðurinn hafði fundið aðra - svo hún átti að flytja út.

Hún eyddi fyrsta deginum með að pakka öllu niður í kassa.

Næsta dag kom fluttningsbíllinn og sótti allt dótið.

Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drak flösku af Chardonnay.

Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð
rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum !

Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.

Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir
ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.

Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.

Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega kanski voru þar dauðar mýsog rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.

Meindýravörnin var kölluð til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga.

Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega.

Ekkert hjálpaði.

Vinirnir hættu að koma í heimsókn.

Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu.

Húshjálpin sagði upp.

Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.

Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.

Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.

Hann sagði henni söguna um rotna húsið.

Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.
Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði,  gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.

Hún samþykkti það.

Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót
til að keyra því yfir í nýja húsið.

- þar á meðal gardínustöngunum!!!!

dabbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

hehehe góður ;) Gott hjá fyrverandi ;)

Aprílrós, 16.11.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2008 kl. 02:05

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kærleikur til tín

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:07

4 identicon

Fékk þennan einmitt líka, mjög góður   Er ekki annars allt gott að frétta af þér, ertu betri af pestinni??

Berglind Elva (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úbbs!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 08:47

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

haha þessi er ferlega góður

Guðný Einarsdóttir, 16.11.2008 kl. 10:00

7 identicon

Lol - var einmitt búin að fá þennan sendan og búin að pissa næstum smá í brækurnar af hlátri hehe

Dísan

Dísan (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Já brosum og sendum knús, sakna þín á blogginu,kveðja frá öllum

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 07:50

9 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

..góður .....

Agnes Ólöf Thorarensen, 17.11.2008 kl. 10:22

10 identicon

hahahahahaha góður!!

Björk (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband