22.11.2008 | 10:29
Er lurkum lamin.....
Ég verð víst að viðurkenna að ég er ansi stirð í skrokknum eftir fyrsta tímann minn í ræktinni í gær. Held að ég sé með verki í öllum vöðvum, finn meira að segja að ég er með vöðva á stöðum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru vöðvar á.
En þetta eru góðir verkir. Ég var gjörsamlega búin á því í gær, ég lá eins og skata yfir sjónvarpinu, elduðum snemma og borðuðum rétt fyrir 6 svo var horft eitthvað á sjónvarp og snemma í rúmið.
Veit ekki hvernig verður með daginn í dag, er að spá í að taka ágætan labbitúr. Er reyndar soldið hrædd um að það sé hálka og þá get ég ekki farið út að labba. Ég fékk boðsmiða á einkasýningu á "madagascar 2" í vikunni og er sú sýning í dag klukkan 4, á von á því að Brynja fari með Kormáki á hana fyrir mig. Þau skemmta sér víst alveg örugglega vel, Brynju finnst svo gaman að fara með honum í bíó.
Annars bar nóg í bili...... hafið það gott snúllurnar mínar.
Kv. Linda litla stirða.
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Athugasemdir
Gott að fara í heitt bað með grófu salti Linda mín við strengjum. Ó ég hafði mjög gaman af Madagaskar, og vona að þessi verði jafn skemmtileg. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 11:36
Ég er líka að fara í dag á þessa mynd, fékk boðsmiða á þessa mynd í dag kl 4. Ég sé þá Kormák allavega í dag .
gangi þér vel í göngunni, ég fór kl 6 í morgun í göngu. Þá var ekki hálka.
Eigðu góðan dag mín kæra ;)
Aprílrós, 22.11.2008 kl. 12:06
bara kvitta fyrir mig.. slakaðu nú vel á:)
amma bara komin með alnöfnu og á afmælisdaginn:) hva ætli að kjéllan sé grobbin núna:) hehe uss uss
Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 16:29
HE HE HE Takk fyrir þetta Harpa
Linda litla, 22.11.2008 kl. 17:17
Dugleg Linda mín,ég fékk að kynnast harðsperrum á föstudaginn
Guðný Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:41
Já Gulla, ég er búin að finna fyrir vöðvum í dag sem að ég vissi ekki að ég væri með he he he
Linda litla, 22.11.2008 kl. 19:31
Það besta sem að þú getur gert við harðsperrum er að hreifa þig, koma blóðinu til að streyma í þá vöðva sem verkja.
Sporðdrekinn, 22.11.2008 kl. 21:52
Það er hræðilegt að fá harðsperrur í vöðva sem maður vissi ekki að maður hefði, ég hef lent í því líka
Gangi þér vel í ræktinni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.