9.1.2009 | 08:38
Dagur 4 og fésbókin.
Er það ekki alveg dæmigert að ég skuli hafa verið búin að blogga einhver ósköp og allt þurrkast út........ bara til þess að pirra mig í reykleysinu mínu !!! ARG.... þoli ekki svona og má heldur ekki við svona löguðu þessa dagana.
Ég er að byrja 4 reyklausa daginn minn í dag, ég held að mér hafi gengið vel hingað til a.m.k. engann drepið ennþá. En var mjög tæp á því í gær þegar ég fór með Kormáki í Griffil þar sem að hann var að skipta bók sem að hann fékk í jólagjöf og fá aðra í staðinn. VÁ !!!! Drengurinn sem var að afgreiða var EKKI að hafa það af, að setja inn eina helvítis fokking fokk bók inn í kassann sem skilavöru..... hann rétt slapp fyrir horn, ef að hann hefði verið sekúndu lengur þá hefði ég lamið hann.
Facebook...... fyndið, allir eru að fattta facebook þessa dagana. Þegar ég skráði mig á facebooki-ið 2002 átti ég lengi vel bara einhverja 5 vini, af því að enginn var kominn inn á þetta. Núna eru vinir mínir þar á fjórða hundrað, já núna er öldin önnur.
Það er ALLIR komnir á facebook nema, Pabbi, mamma, Sigurbjörg systir og Iða Brá. Annars allir..... aðeins of ýkt kannski en það eru a.m.k. ansi margar mættir þarna inn.
Ég er að fara austur með rútunni á eftir, er varla að nenna þvi. Vildi helst vera bara heima hjá mér og undir sæng alla helgina og láta alla fíkn líða úr mér þar. Er smá hrædd um að ég falli þegar ég mæti í vinnuna, kaupi mér að reykja þar.
Það væri víst alveg eftir mér..... en ég vona að ég standist það. Ég er jú að gera mitt besta.
Segjum þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur í skammdeginu.
Kv. Linda litla......... já já.
Næstum allir á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Enga vitleysu kona góð. Uðvitað ertu að grínast með þetta að fá þér að reykja í vinninnu, Þú meikar þetta sko með glans, ert að byrja 4 daginn, sko þig bara ;) DUGLEG.
Aprílrós, 9.1.2009 kl. 09:04
Já stattu þig. Ég veit ekkert hver þú ert en stattu þig, því fleiri sem hætta að reykja því betra. Ég hætti fyrir mörgum árum. það var ferlega erfitt fyrst en nú er það bara gott.
Dísa (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 11:24
Þú stendur þetta af þér mín kæra. Facebook ég er þar, en hef engan tíma til að standa í því. Þarf eitthvað að fóta mig þar inni en hef ekki gefið mér tíma til þess. Enda á ég engan aukatíma til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 11:28
góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 12:51
you go girl, getur þetta bindindi alveg.
Fésbókin er alveg ferlega findin, svalar verstu forvitnistaugunum og gluggagægjuþörfinni. hægt að kíkja inn í 5 mín, (eða klukkutíma) og svala mestu forvitninni, og þá bara veit maður allt um alla, meira að segja þá sem maður þekkir varla lengur.... hahah
Svala Erlendsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:28
Skráðir þig árið 2002 o.0
Facebook var fyrst stofnað árið 2004 en var eingöngu fyrir bandaríska háskólanema til sept 2006
Gunnar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:24
vona að þú hafir ekki látið undan freistingunni og keypt þér pakka - það er svo gott að vera laus við þetta ;) gangi þér vel í baráttunni
Berglind Elva (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:25
Þér TEKST þetta....bara ekki missa TRÚNA á það...!!!
Áfram Linda!!!
....já...það eru ALLIR í andlitsbókinni....he he...
Annars....Gleðilegt REYKLAUST ár!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:37
Vona að þú sért að standa þig á degi 10!!!
Knús
Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:12
Úffff...... elskurnar.
Ég er sprungin.... reyni aftur fljótlega. Er bara ekki alveg tilbúin til þess ennþá.
Linda litla, 15.1.2009 kl. 11:55
Innlitskvitt til tín mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.