27.1.2009 | 17:55
Nú varð ég reið !!!!
Breskur fréttvefur fjallar um að Jóhanna Sigurðardóttir gæti orðið fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra heims............ !?!??!?!?!?
Hvað er að ?? Hvað kemur það málinu við hvort að manneskjan sé samkynhneigð eður ei ?? Ég verð reið þegar ég sé og heyri svona andsk.... bull, vitleysu og fordóma.
Jóhanna Sigurðardóttir er sá albesti þingmaður sem hefur verið á Íslandi, hún vill fólkinu ói landinu það besta. Það er annað en hægt er að segja um margan þingmanninn. Og ég styð hana 100 % og ég er viss um að hún myndi standa sig sem forsætisráðherra.
HEYR HEYR Jóhanna.
Þú átt eftir að standa þig Jóhanna, ekki spurning.
Jóhanna vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Bíddu við, er eitthvað að því að segja frá því?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.1.2009 kl. 17:58
Rétt Linda og hún er flott en í kolröngum flokki. Á að leiða sjálf sinn flokk. Fréttin er sérkennileg og ég stóðs heldur ekki mátið að blogga um hana. Og hef fengið "sérstök" komment.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:00
Til hvers að vera að vera að velta sér upp úr því ??
Er hún ekki manneskja eins og aðrir ??
Kommon.... gæti orðið fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann. Mér finnst þetta hallærislegt, hún er kannski líka fyrsta hvíthærða konan með gleraugu sem er forsætisráðherra ??
Linda litla, 27.1.2009 kl. 18:01
Þetta eru ekki fordómar, en mér finnst það jaðra við það.
En ég er auðvitað og að sjálfsögðu að segja mína skoðun á mínu bloggi
Linda litla, 27.1.2009 kl. 18:02
Kannski kann ég ekki að lesa en mér sýnist þetta vera samkynhneigt fólk sem er að flagga þessu.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:06
Það kemur þessu nú ekkert við þannig - en get ekki séð neitt að þessu, bara alveg á sama hátt og Obama er blökkumaður og það er tekið fram í nánast hverjum fréttamiðli eða að það sést varla frétt um Þorgerði Katrínu þar sem maðurinn hennar Kristján Ara er ekki tekinn fram líka.....
Ekki nenni ég að æsa mig yfir þessu en vonandi bara verður þetta til að útrýma fordómum um samkynhneigð sem eru GÍFURLEGIR hér heima...
Díana (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:08
Jú, þetta skiptir máli vegna þess að það hefur hallað á samkynhneigða í gegnum árin. Fyrir rétt um 30 árum síðan þurftu aðilar sem komu út úr skápnum að flýja land og voru kallaðir kynvillingar.
Þess vegna er gaman að taka þetta fram, og að gleðilegt sé að jafnréttisbarátta samkynhneigðra er komin á þetta stig.
Bestu kveðjur!
Kristín (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:13
Er þetta ekki bara flott!
Jóhanna og Hörður - samkynhneigða byltingin!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.1.2009 kl. 18:24
Sé engan vegin hvað kynhneig manna hefur með hæfileika að gera.
Jóhanna hefur sýnt það gegnum árin að hún er sjálfri sér samkvæm og lætur ekki hringla neitt með sig. Mér sýnist að hún sé eini ráðherran í þessari stjórn sem hefur gert eitthvað sýnilega að gagni.
Meira en sagt verður með flesta þá sem nú eru að ganga út úr stjórn
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 27.1.2009 kl. 18:31
Nákvæmlega Ari, hvað kemur kynhneigð hæfileikum við ???
Linda litla, 27.1.2009 kl. 18:41
kynhneigð kemur hæfileikum ekki við. enda er ekki verið að tala um að hún sé hæfari vegna kynhneigðar.
Heldur er gleðilegt að barátta samkynhneigðra sé komin það langt að mismunun gegn þeim er að minnka:)
eigiði gott kvöld!
Kristín (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:48
Ég held ad thetta thyki merkilegt med tilliti til rettindabarattu samkynhneigdra en thott ad vid seum baedi hip og kul og latum kynhneigd ekki skipta okkur mali tha er enntha folk sem byr vid thannig adstaedur ad thad neydist til ad fara leynt med sina kynhneigd til ad fordast ofsoknir. Thurfum ekki ad lita lengra en til Serbiu thar sem ad keppendur og ahangendur Eurovision, sem eru margir hverjir samkynhneigdir, voru bednir ad vera ekki ad flagga sinni samkynhneigd thvi thad faeri ekki vel i landann.
Thetta snyst ekki um ad valsa um goturnar i bleikum latex buxum med regnbogafanann eda vera i sveittum sleik vid kaerustuna eda kaerastann af sama kyni i allra augsyn. Hvernig fyndist okkur straight lidinu til daemis ef ad vid maettum ekki leida okkar maka nidur laugarveginn an thess ad fa augngotur og haushrist fra okunnugum? Eda ad fa ekki vinnu af thvi ad vid elskum ekki adila af rettu kyni?
I thvi ljosi tha er thad merkilegt ad hun gaeti mogulega ordid fyrsti samkynhneigdi forsaetisradherrann. Algjorlega burtsed fra thvi hvernig hun hefur stadid sig i stjornmalum eda a odrum svidum.
Lesandi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:49
Veit ekki réttindabaráttu samkynhneigðra..... það er 2009, erum við ekki komin lengra ??
Eru fordómar gagnvart hommum/lesbíum ennþá svo miklir ?
Linda litla, 27.1.2009 kl. 18:54
já, því miður:(
Hef verið að stúdera þetta í því sem ég er að læra. þegar maður kafar undir yfirborðið eru þeir ennþá miklir, meira að segja hérna á Íslandi. Allt of margir grátlegir hlutir að gerast þarna úti.
En þetta stefnir nú allt í rétta átt með meiri upplýsingu almennings! :)
Kristín (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:03
Vil bara láta ykkur vitra að Jóhanna er ekki samkynhneigð.
Aprílrós, 27.1.2009 kl. 19:16
Og mér list afar vel á hana í það sem hún er að fara taka að sér ;)
Aprílrós, 27.1.2009 kl. 19:17
Aprílrós: Hún Jóhanna er samkynhneigð og hún er gift konu.
Linda litla, 27.1.2009 kl. 19:17
Og ég er alveg sammála þér, mér líst mjög vel á hana Jóhönnu sem forsætisráðherra.
Mér finnst Jóhanna mjög góður þingmaður/ráðherra, mér líst langbest á hana af öllum.
Hún á eftir að standa sig, hennar tími er kominn.
Linda litla, 27.1.2009 kl. 19:19
Ég vr búin að gleyma að hún væri samkynhneigð, enda skiptir það engu máli. Verð nú samt að vera sammála Nafnlausum hér að ofan að það það fyrsta sem minnti okkur á það núna var yfirlýsing eða frétt frá Samtökunum 78.
Mér finnst það skipta mig ósköp litlu máli hvað annað fólk gerir í svefnherberginu (hef nóg með sjálfa mig, var ekki búin að leiða hugann að þessu.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 27.1.2009 kl. 19:46
Vísir kom fljótlega með þetta fram.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 19:49
... hallærisleg og óþörf tilkynning að mínu mati, skiptir engu.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 19:50
Það virðast allir vera að misskilja fréttina hrappallega. Þetta er ótrúlega stór áfangi í hinseginsögu Íslands og heimsins alls. Hún er fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra/formaður ríkisstjórnar heims, svo vitað sé. Það er ekki verið að reyna að móðga neinn með því að fagna því. Takið eftir að í fjölmörgum löndum er beinlínis ólöglegt að vera samkynheigður, fólk er fangelsað og jafnvel drepið fyrir það. Á Íslandi höfum við lesbískan forsætisráðherra. Þessi frétt er ætluð sem vonarneisti fyrir þá sem þurfa að þola hitt.
Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:10
Já það er ólöglegt í sumum löndum að vera gay, en ekki á Íslandi.
Þetta er mín skoðun, mér finnst þetta ekki við hæfi, þar sem að kynhneigðin hefur engin áhrif á hæfileika.
Linda litla, 27.1.2009 kl. 20:21
Nú er ég út á túni, reyndar eins og æði oft.
Ég skil þetta ekki fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra heims.
Hvað veit ég um það ?
Fyrsti forseti er lætur totta sig undir borði ?
Fyrsti prestur er níðist á börnum.
Fyrsta ríkisstjórn er stelur lífeyrir.
Hver fjandinn er að ?
Skiptir máli hvort þú hefur kynhneigð til fjalls eða fjöru ?
Kynvillingar, mörgum finnst þetta hryllilegt orð.Nigger er líka af mörgum talið hryllilegt orð.
Við þurfum að átta okkur á einu, að það er ástæðulaust að æsa sig yfir smáatriðum.
Orð og það er fólk segir er ekki eitthvað sem er endilega sanleikur.
Samkynhneigðir tala um baráttu.? Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr því og ég óska þeim er þær tilfinningar hafa þess allra besta.
En, þegar við öll heyrum alskonar fréttir um stríð og eða aðra óáran þá er oft sagt " muslimar" Harðlínumenn" rétttrúaðir, eða einhver fjandinn jafn gáfulegt.
Ég man ekki til þess að það sé sagt " kristnir menn drápu".
Þegar maður er í minnihluta þá er maður það. Samkynhneigðir eru það, ( svo best ég veit ). En svart fólk hefur verið í minnihluta öldum saman, og við góða hvíta fullkomna fólkið samkynheigðir og allir hinir hafa ekki haft mikinn áhuga á því.
Ég er ekkert á móti neinum vegna kynhegðunar, ( svo fremi að það sé ekki níð á öðrum ) en ég leyfi mér að vera á móti þeim er telja sitt líf og skoðanir þær bestu.
Diana: segir að Obama hinn nýji forseti USA sé blökkumaður það er ekki rétt.
Ég tel að hann sé eitt af því besta er getur komið fram vegna nándar hvitra og svartra.
Ég er ekki mikið að vafra á netinu, og vel má vera að annað fólk hafi bennt á þetta.
En í öllum þeim fréttum og fréttaskýringa þáttum þá er Obama kallaður nr.1 þeldökkur eða blökkumaður.
Hann er hvorugt og það væri gott að vita hvað þið segið um það.
Það var í mínu ungdæmi kallað kynblendingur
Ég get sagt með sama rétti að hann sé Hvítur.
Við erum ekki mjög gáfuð né umburðalynd.
Hinsvegar eigum við öll sama rétt.
Ég styð Jóhönnu í mínu hjarta og óska henni velfarnaðar, ég vildi einnig óska þess að fleyri konur væru við völd.
Ég er ekki sjálfstæðismaður, en mig langar til að segja að ég vildi gjarnan hafa Geir áfram ef honum væri mögulegt að losna við þau illu og ómanneskjulegu öfl er hann hefur þurft að lifa við innann Sjálfstæðisflokk.
Ég óska Jóhönnu góðs, og vona að hún geri eins og andstæðingar segja að hún vinni fyrir minni í stað " meiri ".
Ég hef trú á Jóhonnu en enga á Dvíð ,Halldóri í útlegð eða öðrum slíkum mönnum er ættu að þiggja áfallahjálp frá hvor öðrum,vonandi hafa þeir fjárhagsleg efni á því.
Stelpurnar eru ætíð bestar.
En strákarnir með stæla.
Ég trúi Jóhönnu till allra bestu hluta, og ég er hreykin af því að vera íslendingur, líkt og þegar Kristjá varð forseti, líkt og þegar Vígdís varð forseti,líkt og þegar Ragnar varð forseti og líkt og þegar Sigmundur varð formaður Framsóknar.
Ekki berja á því sem við fáum, verum þakklát fyrir það er fór.
Kristinn Rúnar Hartmannsson.
hart (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:24
Biðst afsökunar á villum, en fólk með getu skilur.
Takk.
Hart (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:35
Langar að benda á að í fréttinni kemur fram að erlendir fjölmiðlar séu að sýna þessu mikinn áhuga. Vissulega er þetta íslenskur fjölmiðill sem fjallar um þetta, sem og aðrir íslenskir fjölmiðlar, en staðan í heiminum er sú að þetta þykir mjög merkileg frétt ef svo fer að hún verði forsætisráðherra. Afhverju? Jú, réttindabarátta samkynhneigðra er í all flestum löndum komin töluvert skemmra en réttindabaráttan heima á Fróni. Þar þekkist það að samkynhneigðir komast yfirleitt ekki til metorða í pólitík vegna kynhneigðar sinnar, hægri menn hafa þá yfirleitt ekki á sínum listum og vinstri menn stilla samkynhneigðum upp í e-ð skrautsæti til að sýna hversu liberal þeir eru, en passa að þeir komist ekkert lengra af ótta við að tapa fylgi. Heimspressan veitir þessu því skiljanlega athygli að litla Ísland setji það ofar á lista fyrir hvað manneskjan stendur en það hvaða kyn hún elski... Með þessu er heimspressan ekki bara að sýna fram á þessa staðreynd heldur líka að sýna fram á að umburðarlyndi, eins og sem betur fer þekkist á Íslandi, er e-ð sem ansi mörg lönd þessa heims mættu taka sér til fyrirmyndar. Fyrir það ættum við held ég að vera þakklát og stolt.
Ekki þarf að leita lengra en til Englands, en í London er GayPride hátíðin fyrst og fremst baráttuvettvangur fyrir réttindi og í stað Íslensku hefðarinnar, sem er í formi skemmtilegs dags fyrir alla sem láta sig mannréttindi varða, með tilheyrandi skrautlegum vögnum vögnum og húllumhæi, þá renna um götur þessarar miklu höfuðborgar vagnar fyrirtækja og félagasamtaka sem taka það fram að "þeir reki ekki fólk úr vinnu fyrir að vera samkynhneigt".
Við getum sannarlega þakkað fyrir þessi viðbrögð þín, þau segja okkur margt um ástandið á Íslandi, en það er því miður ekki svo gott allsstaðar.
Árni (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:00
Skiptir það nokkru máli hvað einhver breskur fréttavefur segir um kynhneigð stjórnmálamanna okkar?
Agla (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:34
Sem betur fer þykir þetta ekkert merkilegt á íslandi - en fyrir homma og lesbíur úti í hinum stóra heimi - þar sem fordómarnir ráða enn ríkjum eru þetta stórar og gleðilegar fréttir! Hvergi í veröldinni hefur samkynhneigður einstaklingur orðið forsætisráðherra fyrr - og því vekur þetta verðskuldaða og jákvæða athygli.
Róbert Björnsson, 27.1.2009 kl. 22:45
Þetta er sniðugt fréttabull, sérlega i ljósi þess að líkindareikningur bendir EINDREGIÐ til að það hljóta að hafa verið samkynhneigðir forsætisráðherrar í heiminum fyrr! Come on! Þeir hafa bara ekkert verið að segja frá því. Kannski var/er það ekki allstaðar né á öllum tímum heppilegt fyrir stjórnmála-framann ;)
Hlédís, 27.1.2009 kl. 23:57
Tek undir með Róberti hér að ofan. Okkur finnst þetta ekkert mál heldur horfum á Jóhönnu sem öflugan þingmann. Það væri einfaldlega ekki gert víða annars staðar.
Okkur fannst líka í góðu lagi að kjósa einstæða móður úr Vesturbænum fyrsta kvenþjóðhöfðingja heims fyrir 29 árum síðan. Íslendingar eru nefnilega svolítið flott þjóð og eiga að vera stolltir af því að þeim finnist þetta ekki skipta neinu máli.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.1.2009 kl. 00:51
Linda litla(..og aðrir),
Lest/lesið þú/þið eitthvað af þessum kommentum sem fólk skrifar þér/ykkur? Mér fannst Lesandi, Kári og Róbert útskýra mjög vel AF HVERJU þetta er svona mikilvægt hjá samkynhneigðum út í heim.
Ég ætla að copy og pasta þetta sem þeir hafa verið að skrifa, með feitletruðum stöfum og mæla með því að þú/þið lest/lesið þetta aftur út af því ég held að þú/þið eigir/eigið einhverja námsörðugleika að stríða:
"Ég held ad thetta thyki merkilegt med tilliti til rettindabarattu samkynhneigdra en thott ad vid seum baedi hip og kul og latum kynhneigd ekki skipta okkur mali tha er enntha folk sem byr vid thannig adstaedur ad thad neydist til ad fara leynt med sina kynhneigd til ad fordast ofsoknir. Thurfum ekki ad lita lengra en til Serbiu thar sem ad keppendur og ahangendur Eurovision, sem eru margir hverjir samkynhneigdir, voru bednir ad vera ekki ad flagga sinni samkynhneigd thvi thad faeri ekki vel i landann.
Thetta snyst ekki um ad valsa um goturnar i bleikum latex buxum med regnbogafanann eda vera i sveittum sleik vid kaerustuna eda kaerastann af sama kyni i allra augsyn. Hvernig fyndist okkur straight lidinu til daemis ef ad vid maettum ekki leida okkar maka nidur laugarveginn an thess ad fa augngotur og haushrist fra okunnugum? Eda ad fa ekki vinnu af thvi ad vid elskum ekki adila af rettu kyni?
I thvi ljosi tha er thad merkilegt ad hun gaeti mogulega ordid fyrsti samkynhneigdi forsaetisradherrann. Algjorlega burtsed fra thvi hvernig hun hefur stadid sig i stjornmalum eda a odrum svidum.
Það virðast allir vera að misskilja fréttina hrappallega. Þetta er ótrúlega stór áfangi í hinseginsögu Íslands og heimsins alls. Hún er fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra/formaður ríkisstjórnar heims, svo vitað sé. Það er ekki verið að reyna að móðga neinn með því að fagna því. Takið eftir að í fjölmörgum löndum er beinlínis ólöglegt að vera samkynheigður, fólk er fangelsað og jafnvel drepið fyrir það. Á Íslandi höfum við lesbískan forsætisráðherra. Þessi frétt er ætluð sem vonarneisti fyrir þá sem þurfa að þola hitt
Langar að benda á að í fréttinni kemur fram að erlendir fjölmiðlar séu að sýna þessu mikinn áhuga. Vissulega er þetta íslenskur fjölmiðill sem fjallar um þetta, sem og aðrir íslenskir fjölmiðlar, en staðan í heiminum er sú að þetta þykir mjög merkileg frétt ef svo fer að hún verði forsætisráðherra. Afhverju? Jú, réttindabarátta samkynhneigðra er í all flestum löndum komin töluvert skemmra en réttindabaráttan heima á Fróni. Þar þekkist það að samkynhneigðir komast yfirleitt ekki til metorða í pólitík vegna kynhneigðar sinnar, hægri menn hafa þá yfirleitt ekki á sínum listum og vinstri menn stilla samkynhneigðum upp í e-ð skrautsæti til að sýna hversu liberal þeir eru, en passa að þeir komist ekkert lengra af ótta við að tapa fylgi. Heimspressan veitir þessu því skiljanlega athygli að litla Ísland setji það ofar á lista fyrir hvað manneskjan stendur en það hvaða kyn hún elski... Með þessu er heimspressan ekki bara að sýna fram á þessa staðreynd heldur líka að sýna fram á að umburðarlyndi, eins og sem betur fer þekkist á Íslandi, er e-ð sem ansi mörg lönd þessa heims mættu taka sér til fyrirmyndar. Fyrir það ættum við held ég að vera þakklát og stolt.
Ekki þarf að leita lengra en til Englands, en í London er GayPride hátíðin fyrst og fremst baráttuvettvangur fyrir réttindi og í stað Íslensku hefðarinnar, sem er í formi skemmtilegs dags fyrir alla sem láta sig mannréttindi varða, með tilheyrandi skrautlegum vögnum vögnum og húllumhæi, þá renna um götur þessarar miklu höfuðborgar vagnar fyrirtækja og félagasamtaka sem taka það fram að "þeir reki ekki fólk úr vinnu fyrir að vera samkynhneigt".
Við getum sannarlega þakkað fyrir þessi viðbrögð þín, þau segja okkur margt um ástandið á Íslandi, en það er því miður ekki svo gott allsstaðar."
... (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:56
Hæ, ég held að enginn Íslendingur hafi pælt eitt andartak í kynhneigð fyrr en fréttir komu frá útlöndum um að þetta væri nú kannski frétt. Jóhanna er bara Jóhanna og hún er vinsæl, en ég er sammála því að hún er í röngum flokki. Kann vel að meta hana. Ef það verður einhverjum hvatning í tilverunni úti í hinum stóra heimi að samkynhneigður forsætisráðherra taki völdin, þá gleðst ég bara yfir því, en fyrir okkur hérna heima er þetta bara ekki-frétt - kemur okkur bara ekki við hvort maki hennar heitir Jón eða Jónína, nema kannski af því Jónína Leós er svo frábær kona.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 02:47
Nákvæmlega Anna. Ef að breskir fjölmiðlar hefðu ekki farið að gera frétt úr kynhneigð Jóhönnu, þá hefðum við íslendingar ekkert spáð í þetta.
Ég meina það eru hommar og lesbíur út um allt land í alls konar störfum og hvað........ ?? Þau eru fólk eins og við, eini munurinn er kynhneigðin og hún er ekkert á almannafæri.
Mér finnst Jóhanna frábær og ég veit að hún á sko eftir að standa sig vel.
Linda litla, 28.1.2009 kl. 07:49
Tek það aftur að þarna sé frétta-bull á ferð! þetta er stór áfangi. Atvik hér sýna að mikið hefur áunnist í réttindabaráttu samkynhneygðra í nokkuð mörgum löndum. Það er gott og sjálfsagt Vil bara minna á að ALLAR líkur eru á að nokkuð margir forsætisKARLAR hafi verið samkynhneigðir, en leynt því. Líkindareikningur ;)
Hlédís, 28.1.2009 kl. 08:37
Bíddu, er þetta eins og með svertingjana. Það má enginn segja "nigger" nema hann sé svartur. Hin og þessi hagsmunasamtök samkynhneigðra hafa verið að hampa þessu. Ef þetta er ekki frétt eiga þeir þá bara að halda kjafti.
Baldur Örn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:10
Hvað skyldi IPPI-inn Baldur Örn vera að tala um?
Hlédís, 28.1.2009 kl. 11:17
Ég fer fram á að það verði sérstaklega tekið fram að með Jóhönnu í ríkisstjórninni verða nokkrir gagnkynhneigðir einstaklingar. Svo erum við að reyna að koma meintum gagnkynhneigðum seðlabankastjóra frá völdum en nú þegar eru nokkrir sjálfkynhneigðir sjallar að undirbúa brottför sína úr stjórnmálum og ef til vill líka örfáir tvíkynhneigðir sjallar eftir því sem best er talið. Einkynhneigður sjalli sást líka hlaupa út úr Valhöll um daginn ásamt fjölkynhneigðri konu hvers flokksskírteini er ekki þekkt.
corvus corax, 28.1.2009 kl. 13:58
Linda . Þú ert fordómafull. Hvað er að því að segja frá því. Á að halda kynhneigð hennar leyndri???
Vigdís var einu sinni fyrsti kvenforsetinn. Það var sagt frá því. Eitthvað að því? Fólk hefur bara gaman af því að sjá þegar eitthvað gerist í fyrsta skipta. Nýtt upphaf.
Obama er fyrsti svarti forseti bandaríkjanna . æji mátti ég segja það??
þú þarft að hugsa þessi mál til enda.
jonas (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:33
Samkynhneigðum finnst þetta stór áfangi og ekki reyna að taka það frá þeim. Kynhneigð fólks á ekki að vera TABOO hún á að vera eitthvað sem allir geta talað um.
Mér finnst þetta viðhorf þitt frekar lýsa fordómum en fordómaleysi gagnvart samkynhneigðum.
Svo voru Íslenskir fjölmiðlar langfyrstir til að draga kynhneigð Jóhönnu upp. Held meira að segja að samtökin hafi látið fjölmiðla vita.
Þér finnst kannski óviðeigandi að það sé talað sértaklega um fyrsta svarta forseta bandaríkjanna?
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:41
Að vera stoltur og samkynhneigður(gay and proud) finnst þér kannski bull?
Leggja gay-pride niður þar sem að það er skrúðganga full af fólki sem er að flaksa kynhneigð sinni.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:45
Að sjálfsögðu er í lagi að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Nú er fyrsti negrinn kominn í forsetastól í USA og er það vel. Ef ég heyri góðs manns getið er mér skítsama um kynhneigð hans og algjörlega ástæðulaust að þurfa endilega að halda henni á lofti frekar en hvort hann er með fæðingarbletti eða inngrónar táneglur.
corvus corax, 28.1.2009 kl. 16:13
Nú skaltu skammast þín, Linda litla.
Ég vona svo sannarlega að sem flestir séu sammála þér í því að kynhneigð Jóhönnu muni ekki hafa áhrif á hennar störf og eigi ekki að skipta máli.
En ekki dirfast að gera lítið úr því að í fyrsta sinn verður opinberlega gay einstaklingur formaður ríkisstjórnar! Þetta eru gífurlegar gleðifréttir og vonarneisti fyrir alla GLBT einstaklinga um ALLAN HEIM!
Þú getur bókað það að milljónir karla og kvenna, unglinga sem gamalmenna fer huldu höfði með sína kynhneigð og lifir í blekkingu og lygi til að forðast ofsóknir og fordóma.
Það að mannréttindamál á Íslandi séu svo langt á veg komin að við getum átt lesbískan forsætisráðherra án þess að finnast það vera neitt mál, er svo sannarlega gleðifrétt fyrir alla þá sem láta þessi mál sig varða og hún á erindi við allan heiminn.
Þessi færsla þín angar af skilningsleysi og óvirðingu við mannréttindabaráttu samkynhneigðra, bæði á Íslandi og annarsstaðar og er þér til minnkunnar.
Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:41
Skammast mín ?? Nei, ég ætti ekki annað eftir en að fara að skammast mín fyrir þetta.
Ég er ekki fordómafull og ég skil ekki hvaða máli það skiptir að verðandi forsætisrá'herra sé lesbía, hún vinnur vinnu sína ekkert öðruvísi fyrir það. Kynhneigð hefur engin áhrif á getu og hæfileika fólks.
Linda litla, 28.1.2009 kl. 19:09
http://en.wikipedia.org/wiki/Per-Kristian_Foss - þurfti endilega að vera norðmaður sem er fyrsti samkynhneigði forsætisráðherran. Reyndar í einhvern örtíma...
Tómas Örn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:45
"ég skil ekki hvaða máli það skiptir að verðandi forsætisrá'herra sé lesbía, hún vinnur vinnu sína ekkert öðruvísi fyrir það. Kynhneigð hefur engin áhrif á getu og hæfileika fólks."
Nákæmlega Linda, auðvitað hefur kynhneigð engin áhrif á getu og hæfileika fólks. Það er bara ekki það sem verið er að benda á með þessum fréttum út um allan heim! Samkynhneigðir sem búa ekki svo vel að búa á Íslandi fagna því að vegna hve kynhneigð skiptir litlu máli hér á landi, vegna þess hve réttindabarátta samkynhneigðra er langt komin hér á landi þá hefur í fyrsta skipti samkynhneigður einstaklingur verið skipaður forsætisráðherra!
Og ertu ekki búin að lesa færsluna sem Hilmar H benti á hér að ofan????
Harpa Oddbjörnsdóttir, 29.1.2009 kl. 11:07
Jú ég er búin að lesa hana og ég get sagt þér það að ég nenni ekki að eltast við menn sem segir slíkt um mig. Við höfum öll rétt á að hafa skoðun.... eða hvað ?
Linda litla, 29.1.2009 kl. 11:19
Júbb, þín er bara röng. Þú tapar. Því miður. Bæjó.
Helgi (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:40
Þetta stóð í nýju net-bréfi frá samkynhneigðri baráttukonu í BNA:
"We have our Obama now and that makes me smile. But, I fear that he and whomever you get will be expected to do more than any mortals are able to do. I will try to keep my smile from our election and from the New York Times today that says you are getting the world's first openly gay PM. <G> She must be very smart to get where she is."
Skilur Linda litla þetta?
Hlédís, 29.1.2009 kl. 11:55
hmm.... held þú sért eitthvað að misskilja fordóma
það sýnir hversu fordómalaus þjóð Íslendingar eru að það sé möguleiki að samkynhneigð kona geti orðið forsætisráðherra, hvers vegna ber ekki ekki að fagna þessum áfanga eins og þegar Vigdís var fyrsta konan í heiminum til að verða þjóðhöfðingi?
minnihlutahópar fagna þegar einhver úr þeirra hópi skarar fram úr og við ættum öll að gera það með þeim! það er það sem gerir okkur fordómalaus!
br (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:16
Nei það er kanski bara sönnun fyrir OKKUR sem erum SAMKYNHNEIGÐ og finnst það hið besta mál að lífið sé eins og annarra. Því má ekki taka þennan fréttaflutning sem neikvæðni (eins og mest allt sem þið þessi hrjáða þjóð túlkið allt um ykkur þessa dagana) heldur jákvæðni og hjálp fyrir fólk sem er að brjótast um inni í skápnum. Suma mest allt lífið!
Jón Arnar, 29.1.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.