Leita í fréttum mbl.is

Yfirgefur landið um hádegið.

januar 073

Já þetta er hann Hjörleifur Máni, ömmustrákurinn minn. Hann kom til mín í morgun og verður hjá mér fram yfir hádegið. María fór að keyra Rúnar í flug, það er komið að því. Hann er að fara til Noregs að vinna. Vonandi verður þetta gott fyrir þau, vonandi verður vinnar góð og Rúnar sáttur. Það er ekki mikið að gera hérna heima fyrir hann, en hann er smiður.

Óska ég honum bara góðrar ferðar og megi honum ganga sem best allra vegna.

Annars er eitthvað lítið sem að ég hef að tala um núna, ætli ég reyni ekki að henda einhverju inn í kvöld. Það er nóg að gera hjá mér í dag, þarf að fara að stússast ansi mikið.

Kormákur auðvitað í skólanum. Ég er búin að senda umsjónarkennaranum hans tölvupóst þar sem að ég vil fá viðtal við hana. Það er farið að bera á stríðni aftur hjá Kormáki, nema í þetta skiptið lét hann mig vita strax. Ekki eins og síðast, þá komst ég að því og þá var búið að vera að stríða honum lengi.

Það verður að taka á þessu, ég vil ekki að mínu barni líði illa í skólanum. Ef að ekki verður tekið á þessu, ef að hann fær ekki næði og frið á skólalóðinni, þá sé ég ekkert annað í stöðunni en að hreinlega að flytja hann um skóla, eða flytja hreinlega úr hverfinu.

Segjum þetta gott í bili. Þangað til næst.

Gúdd bæ. Kv. Linda litla duglega :o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegur drengur

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann er alltaf að verða líkari og líkari pabba sínum.

Ég hef fulla trú á því að Rúnari komi til með að líka vel í Noregi. Ég veit um nokkra sem hafa fengið vinnu þar og fóru í janúar og þeim líkar öllum stórvel og líður afskaplega vel.

Auðvitað er skítt að þurfa að skilja fjölskyldu sína eftir en skárra að heldur en hanga heima og gera ekki neitt!

Bið að heilsa Maríu.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Knúsur til ykkar allra

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:09

4 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Sætur krakkier þá gestaherbergið orðið fullt???

Guðný Einarsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:38

5 identicon

leitt að heyra með stríðnina vonadni verðru tekið á því strax

Unnur Dögg Lindudóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:48

6 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir hittinginn í dag Linda mín ;)

Aprílrós, 28.1.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sætur er hann litli, sorglegt að pabbi hans þurfi að yfirgefa fjölskylduna til þess að vinna erlendis. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 00:52

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Svona ákvardanir ad fólk turfi ad flytja úr landi verdur tví midur hjá mörgum fjölskyldum.

Sætur litli ömmu snádinn tinn.Synd med Kormák .Tad á aldrey ad lída einelti og strídni.Kinntist tví med mína yngri stelpu á hennar skólagöngu.

hjartanskvedja til tín

Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband