Leita í fréttum mbl.is

Klikkað fólk..... af hverju ?

Josef Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár. Hver man ekki eftir því ? Eða hver getur gleymt því ? Eftir að Fritzl málið komst upp þá hafa alls konar mál poppað upp, sem er mjög gott þar sem að þessir glæpir eru viðbjóður. En það sem er viðbjóðslegast af öllu er að, það er viðbjóður að slíkt skuli vera til í heiminum og örugglega mikið af því þó að við vitum ekki til þess.

Í þessu tilfelli er 11 ára stúlku rænt fyrir átján árum, í dag er hún 29 ára og á tvö börn með ræningjanum sem er búinn að halda henni í haldi í bakgarðinum öll þessi ár og engann grunar neitt. Kannski ætti fólk að hafa gætur á grönnum sínum, fylgjast með undarlegum hreyfingum og hljóðum. Ekki það að við íslendingar þurfum þess, en það er nú samt aldrei að vita.

Mig rámar nú reyndar í íslenskt mál, þar sem að börnin voru beitt líkamlegu ofbeldi og ég held reyndar að þar sem líkamlegu ofbeldi er beitt, þar sé líka andlegt ofbeldi. En það sem að ég man skýrast eftir því var að barnið/börnum voru notuð sem píluspjald og drepið í sígarettum í þeim. Hvað fær fólk til að gera slíkt ? Hvers vegna á svona fólk börn..... langar fólki sem gerir svona að eiga börn..... er það kannski tilgangurinn að eiga börn til að fara svona með. Mér hryllir við þessu, þetta er viðbjóður.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég blogga um þessa hluti, ég verð svo reið þegar ég sé svona fréttir að ég ræð ekki við mig.

Nóg í bili. Eigið góðan dag.

Kv. Linda litla reiða.


mbl.is Átti 2 börn með ræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Kannski ætti fólk að hafa gætur á grönnum sínum, fylgjast með undarlegum hreyfingum og hljóðum. Ekki það að við íslendingar þurfum þess, en það er nú samt aldrei að vita."

Ekki kannski að við þurfum þess í mannránum eins og þessum, en í öðrum málum er það þörf; eins og þú nefnir dæmi með börn sem eru misnotuð hvort sem það er kynferðislega, andlega eða líkamlega (eða allt þrennt!:( ).

iris (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:52

2 identicon

ég held að það þurfi núna að heimsækja ALLA sem hafa fengið dóm fyrir barnanauðgun eða mannrán...ekki spurning, held að margt eigi eftir að koma í ljós! þetta er viðbjóður

anna (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:54

3 identicon

Hroðalegt! Hroðalegt! Hroðalegt.

Mér er til efs að orðið klikkað lísi þettu fólki nógu vel. Mig vantar allavega mun sterkara orð sem ég kem ekki höndum yfir í augnablikinu.

Þetta hryndir líka af stað aftur samantektinni sem ég er með bak við eyrað um það: Hvað kemur okkur við? Afskiftaleysið er orðið of mikið og við höfumst ekki að. Engan vegin nógu gott að hneiglast þegar þessi mál koma upp og gleyma þeim síðan. En hvað er til ráða?

Ég ætla allavega að láta vita af einu máli sem kannski þarf að skoða. Reyndar ekki varðarndi ofbeldi á börnum en .....

Við erum ábyrg.

Birna (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: Linda litla

Mikið rétt Birna mín. Svona lagað varðar alla... sérstaklega ef að börn eru í splinu, en ekki eingöngu þau. Okkur á ekki að vera sama um náungann, þá á enginn skilið að láta fara svona með sig. Þetta er mannskemmandi, sumir ná sér aldrei.

Linda litla, 28.8.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 29.8.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband