Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ég get ekki reykt á mig skalla.

Guði sé lof fyrir það þá er ég kvenmaður he he he strákar endilega lesið þettta ef að þið reykið.
mbl.is Reykja á sig skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kominn háttatími

Ég er fegin því að það er komið kvöld. Ég er búin að vera í bassli með soninn í dag, hann vildi ekki í skólann í morgun, hann ætlaði ekki í skólann í morgun og hann fór ekki í skólann í morgun. Ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann, pabbi hans hringdi í kvöld og hann ætlar eitthvað að reyna að ræða við hann um helgina. Ég ætla að vona að það gangi eitthvað áður en ég hreinlega spring.

Annars var þetta frekar rólegur dagur. Ég þvoði 3 þvottavélar aðallega af undirdýnum, lökum og rúmfötum. Vaskaði upp í næði á meðan ég eldaði matinn í kvöld og svo eftir kvöldmatinn. Tók til í blessaðri ruslaskúffunni og henti og henti drasli úr henni. Ég skil ekki þessa endalausu söfnunaráráttu hjá mér. Taldi dósir og flöskur, en við erum einmitt að safna dósum of löskum og ætlum svo að fara í utanlandsferð fyrir ágóðann. Þá förum við saman ég krakkarnir, barnabarnið og tengdasonurinn. En það verður ekki fyrr en þar næsta sumar, þannig að við höfum nægan tíma til að safna.

Tumi og Patti voru svo ánægðir þegar við komum heim í gær og þeir eru ennþá að sniglast íkringum okkur og mala, Kormákur var einmitt að tilkynna mér fyrr í kvöld að hann vildi að hann væri Tumi. Þá væri alltaf verið að klappa honum og hann þyrfti ekki að gera annað en að borða, sofa og mala. Ég get ekki ímyndað mér að það sé skemmtilegt líf, þá held ég að ég kjósi frekar mitt þó að það sé einfalt og tilbreytingalaust.

Jæja, nógí bili. Ætla að fara að skríða undir feld. Takk fyrir lesninguna og góða nótt og bless þangað til næst.

Kv. Linda litla.


Jarðskjálftar..... Hjálp

Mér er eiginelga hætt að standa á sama, núna er landið allt farið að skjálfa. Ég er fegin á meðan ég finn ekkert, þar sem að mér er svoooo illa við þetta. En hvað ætli sé í gangi ??? Fyrst var það Selfoss, svo var það Vatnajökull og núna er farið að skjálfa á Hveravöllum.....

Ég segi nú bara ekki annað en HJÁLP !!!!


mbl.is Jörð skelfur við Hveravelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkað undir Hafnarfjalli

Fyrir utan það að það er ALLTAF helv.... rokrassgat undir Hafnarfjalli, þá var ég nú að koma frá Bifröst seinni partinn í gær og það var rosalega hvasst þar. Það tók ekkert smá í bílinn, ég hélt á tímabili að hann myndi hendast út í skurð í þessu klikkaða roki.
mbl.is Bíða veðurs í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Home sweet home

Jæja, þá er maður kominn heim eftir helgi á Bifröst. Þetta eru búnir að vera góðir dagar, Það var horft á dvd, farið í pc, ps2, bakað, labbitúr, bíltúr, dansað, sungið, pósað, tískusýning og fleira. Kormákur skemmti sér allra best af okkur. það var gott að komast í sveitasæluna burt frá öllu stressi,sírenum, dyrabjöllu, gestum, köttum og öllu því sem fylgir að búa hérna í Breiðholtinu. En eins og það er gott að komast að heiman þá er alltaf jafn yndislegt að koma heim aftur. Tumi og Patti tóku vel á móti okkur, malandi og mjálmandi og bíða eftir því að við förum að sofa svo að þeir geti skriðið upp í hjá okkur.

Við bökuðum þessa snilldarköku úr kökubók Hagkaups, þetta var nammibotn með miklu súkkulaði og þeyttur rjómi með bönunum og ferskum jarðarberjum á milli namminamm. Það er miklu meiri menning á Biföst heldur en að ég hélt, við Kormákur fórum í góðan labbitúr þarna og fundum Samkaup, Veitingastað/kaffihús, heita potta, bókasafn, flottan rólóvöll og ýmislegt fleira. Ég væri sko alveg til í að búa bara þarna ef að ég hefði bílpróf. Ég elska þögnina og værðina þarna, það eina sem ég heyrði var í rokinu. Það var reyndar drullukalt þarna um helgina en það skiptir engu, þetta var svo gaman. Ég tók fullt af myndum og set þær örugglega inn á morgun, nenni því ekki núna.

Vikan fram undan hjá mér er bara að taka íbúðina í gegn í rólegheitum og skreyta hana smátt og smátt. Jólaskrautið fór aldrei niður í geymslu í fyrra, það fór bara inn í gestaherbergi og er þar ennþá. Ég er sko alltaf svo skipulögð he he he he eða heitir þetta trassaskapur ?

Segi þetta ágætt í dag, er þreytt og ætla snemma í rúmið. Þarf bara að toga Kormák úr baðinu og beint í rúmið. Hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla


Old spices.....;o)

Stelpurnar í Spice girls eru nú eiginlega orðnar Old spice, ég hélt að þær væru löngu úreltar. Þegar María dóttir mín var krakki þá var hún sjúk í þær, þær voru svona krakkahljómsveit og ég eiginlega stórefast um að það séu margir sem fari á tónleika með þeim....... eða hvað ??
mbl.is Kryddstúlkur fórnarlömb netpretta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farin að heiman yfir helgina.

Jæja, þá er kominn föstudagur og planið er að eyða helginni á Bifröst hjá Viggu og Florin og auðvitað Moti.ViggaFlorinEn þar ætlum við að slaka á, baka smákökur og fl. kíkja í heita pottin, elda saman læri og eiga góðar stundir saman. Ég verð nú að segja það að ég er svolítið spennt að fara að komast í burtu  úr borginni og fara í sveitasæluna á Bifröst.

Kormákur fór í skólann í morgun og gekk það ágætlega og talaði Guðrún aðstoðarkennari við einn strák í skólanum sem er að taka hann fyrir. Vonandi lagast skapið í prinsinum mínum eitthvað, en við Ingibjörg kennari erum búnar að vera að reyna að finna út hvað er að plaga hann. Kormákur er spanntastur fyrir því að hotta Florin og ætlar sko að taka play station 2 tölvuna með og leika við Florin he he he aumingja FLorin er dáður af honum. En hann er líka spenntur fyrir því að hitta Moti, en hann vildi einmitt skipta á Patta og Moti en ég hélt nú ekki, að við færum að skipta á Patta mínum og einhverjum kettlingaskít. Kormákur 

María og Rúnar voru að kaupa sér bíl og vitið þið hvaða bíl ??? Þau keyptu gamla jeppann sem var notaður í myndinnni "börn náttúrunnar" en þau eiga einmitt fyrir skoda, Hilux, austin mini, vinnubíl og nokkra traktora. Það er misjöfn söfnunaráráttan hjá okkur. Ég t.d. safna bara skuldum og drasli og jú, má ekki gleyma, það má eiginlega segja að ég safni líka köttum en ef að ég ætti heima í sveit (sem að er draumur) þá myndi ég vilja hafa svona 8-9 ketti. Mér finnast þeir svo yndislegir.

Annars heæd ég bara að þetta sé gott í bili, er ekki viss um að ég bloggi um helgina ég sé til hvort að ég stelinst í tölvuna hjá Viggu. En ég ætla a.m.k. að taka með mér prjóna Gasp já það stendur þarna prjóna..... ennþá gerast kraftaverkin.

Eigið góða helgi og njótið hennar í botn. Kv. Linda litla.

Ein mynd sona í restina fyrir þá sem að ætla að fá sér ís í miðbænum um helgina . gwghtrhy


Bíbí miðill

5199Þetta er bók sem að mig langar virkilega mikið í, saga Bíbíar Ólafsdóttur. Hún hefur fengið mikla og góða gagnrýni hún Vigdís Grímsdóttir fyrir bókina. Þetta er bók sem að mig langar í jólagjöf.

,,... þessi bók er gullfalleg og Bíbí er íslensk hvunndagshetja ... hafði gaman af að lesa þessa bók ... Tryggir lesendur Vigdísar Grímsdóttur verða ekki sviknir ... ólík því sem Vigdís hefur skrifað áður.“
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson

,,Stórmerkileg saga ... Þær renna svo glæsilega saman, Vigdís og Bíbí, í þessari sögu.“
Katrín Jakobsdóttir / Mannamál / Stöð 2 ,,Ég spændi þessa bók upp.“
Gerður Kristný / Mannamál / Stöð 2 ,,Bíbí er brilljant.“
Katrín Jakobsdóttir og Gerður Kristný
 „Saga Bíbíar Ólafsdóttur er ekki venjuleg játningarsaga íslenskrar hversdagshetju eða stórmennis og hún er ekki sögð með fjarlægri hógværð heldur skáldlegri nálægð og hlýju. Það er líkt og einhver taki í höndina á lesandanum og leiði hann aftur í tímann ... Þetta er virkilega fallega skrifuð þroskasaga og rödd Bíbíar afar persónuleg þótt bókin verði seint sögð væmin ... réttnefnd örlagasaga og hádramatísk á köflum.
Kristrún Heiða Hauksdóttir / Fréttablaðið

 

Ákaflega athyglisverð ævisaga … sérstakt lífshlaup … mjög vel gert … ótrúlegri en margar skáldsögur … fær mann til að hugsa.“
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir / Samfélagið í nærmynd

 „Þetta er mikil örlagasaga, óhemjuvel skrifuð sem kemur ekki á óvart þar sem Vigdís á í hlut.“
Af gurrihar/blog.is

„Fólk fær mikinn kraft við að lesa þessa bók. Frábær hvatningarsaga ... mögnuð.“
Arnþrúður Karlsdóttir / Útvarp Saga

Þetta eru ekki einu gagnrýnin sem hún hefur fengið, endilega kíkið á http://www.jpv.is/Forsida/Article.aspx?id=3527 og lesið meira um bókina.



Meira um jarðskjálfta......

Jörðin gerir ekkert annað en að hristast þessa dagana. Við erum þó heppnari á Íslandi heldur en á mörgum öðrum stöðum í heiminum þar sem að húsin okkar virðast vera traustari og betur byggð heldur en annars staðar. Ég man í skjálftanum 2000 þá skemmdust mikið af húsum og mörg eyðilögðust, en ekkert hrundi og engin stórslys urðu. Húsið hjá pabba og mömmu t.d. eyðilagðist, en það hrundi ekki. Íbúðin sem að ég átti slapp mjög vel, það kom ekki einu sinni sprunga í vegg.
mbl.is Skelfing greip um sig við jarðskjálfta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4.5 kílóa hárvöndull !

Þetta er alveg spurning um að fara að háma í sig hár alveg til hægri og vinstri, þegar það var búið að fjarlægja hárvöndulinn úr maga hennar þá þyngdist hún um níu kíló. Hvað skildi ég léttast ef að ég borðaði kannski bara 26 kíló af hári ?? Ætli það megi vera kattahár ?
mbl.is Með 4,5 kílóa hárvöndul í maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband