Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Er að fá nóg, get ekki mikið meira.

María er búin að vera hjá mér í dag, guði sér lof fyrir það. Ég er orðin svo þreytt á honum syni mínum, hann er alveg að gera mig brjálaða. Hann er svo óþekkur að ég er stundum komin að því að brotna niður í grát. Hann er búinn að vera svona undanfarna daga, kallar mig öllum illum nöfnum og ég er ömurleg mamma, ég er ógeðsleg mamma, hundleiðinleg mamma og allt eftir því skellir hurðum kemur svo fram og öskrar FUCK YOU og gefur mér puttann. Ekki nóig með þetta allt þá neitar hann líka að læra heima og hefur verið að því undanfarið og tvisvar í þessari viku neitað að fara í skólann. Ég hringdi í kennarann hans í daga og ræddi við hana um hann, eins og ég segi ég veit ekkert hvað ég á að gera, ég er uppiskroppa með ráð og langar helst að leggjast í rúmið og gráta. Mér finnst ég hreinlega ekki geta meir, í guðanna bænum ef að einhver getur gefið mér ráð þá eru þau ofsalega vel þegin.

Elsku tengdó á afmæli í dag og er 61 árs, til hamingju með daginn Unnur mín. Hún kíkti við í dag og við gáfum henni straujárn í afmælisgjöf þar sem að straujárnið hennar já..... þið vitið það einvher af ykkur, ræðum það ekki meira.

Það var talað um það í fréttablaðinu í dag að O.J. Simpson vill flýja til Kúbu..... ætli ég eigi eftir að eyða hálfum mánuði með kolvitlausum morðingja ??? Það væri alveg eftir því að við O.J. myndum hittast á barnum eða á ströndinni. En hann hefur einmitt beðið Fidel Castro um leyfi til að flytja þangað.... nú bíðum við bara spennt eftir svari frá kommúnistaleiðtoganum.

Það var kjúklingur í matinn í kvöld hjá okkur, en skíthoppari eins og sumir kalla. Mér finnst það bara ekki eins girnilegt nafn á mat he he he Og núna stendur yfir bakstur hjá systkynunum Maríu og Kormáki. María keypti tvær tegundir af deigi sem þarf bara að skera niður og henda í ofn. Mjög sniðugt og einfalt og þægilegt fyrir þá sem eiga erfitt með að standa í bakstri eins og bakaumingjanum mér og kasóléttri dótturinni.

 Segjum þetta gott í bili og ég skelli einni mynd inn svo að maður geti aðeins glott út í annað. Takk fyrir lesninguna og góða nótt. ´´uðy´þ Munið eftir að klikka á myndina til þess að stækka hana. kv. Linda litla.


Yes. I do.

Það er eins gott að segja já ef að einhver biður mín. Ekki vil ég eiga hættuna á að verða myrt ef ég segði nei. Það vill bara svo skemmtilega til að það biður mín enginn, það vill mig bara hreinlega enginn karlmaður....
mbl.is Banvænt bónorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

!?!?!??!?!?!

Hvaða andsk.... viðbjóður er í gangi, þetta er alveg viðbjóðslegt. Að ráðast að svona varnalausum dýrum, þetta er svo ógeðslegt að mig langar að skrifa hérna allt fullt af ljótum orðum.
mbl.is Grunaður um að hafa nauðgað hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á fimmtugsaldri.....

Við erum að tala um maðurinn er á fimmtugsaldri, svo er verið að segja að unglingarnir séu slæmir. Held að þessi maður sé nú aðeins meira en unglingur.

Og innbrot á hárgreiðslustofu....... ætli það séu ljósabekkjaræningjarnir, að þeir hafi ætlað að ræna sér einhverju góðu í hárið ?? Þú getur ekki verið ógreiddur ef að þú er orðin flottur og brúnn he he he


mbl.is Símaónæði og innbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíbí, línuskautar og 33 dagar til jóla.

Ég horfði á viðtalið við Bíbí Ólafsdóttur með öðru auganu í Kastljósi í gærkvöldi. Mér finnst þetta rosalega merkileg kona og mig langar virkilega mikið í bókina um hana. Hér með óska ég eftir henni í jólagjöf.

En hvað haldið þið..... ?!??!?!?? Ég geri bara ekkert annað nú orðið en að hugsa um þessa Kúbuferð okkar, það verður örugglega geggjað veður sem við fáum eða ég kalla það geggjað það sem er betra en hér á Fróni þessa dagana. gsgs Var einmitt að spá í að skella mér í að fá mér svona bikiní, efast ekkert um annað en það yrði tekið eftir mér. Eins og þið vitið, þið sem þekkið mig, þá er ég alveg einstaklega athyglissjúk. Er samt ekki alveg viss um að ég myndi vilja vita hverngi buxurnar við þetta eru Gasp

Núna eru bara 33 dagar til jóla og ég er ekki einu sinni farin að huga að jólunum, ég ætti kannski að fara að kanna hvað börnunum mínum langaði í jólagjöf. Efast reyndar ekkert um að Kormákur vill pottþétt einhvern play station tölvuleik, transformers eða star wars lego það er það eina sem kemst að hjá honum. Gaf honum reyndar línuskauta í dag, en hann hefur aldrei farið á svoleiðis og nú er hann ákvðinn í því að fara á þeim í skólann á morgun.

Nóg þvæla frá mér í bili, þangað til næst kv. Linda litla.100_0114


Er allt landið farið að skjálfa ??

Ekki líst mér á blikuna........ það eru komnir skjálftar á Vatnajökli líka. Ég ætla bara að vona að það fari ekki að skjálfa hérna í Reykjavík, mér er svo illa við þetta. Ég hringdi í Maríu mína í morgun, en hún býr einmitt í Súluholti við Selfoss en hún var ekki vör við neitt. En henni er líka drullu illa við þetta eins og mér eðlilega.
mbl.is Tveir jarðskjálftar mældust á Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pamela Anderson

Ef að Pamela vill ekki demanta, þá hlýtur hennar heittelskaði að geta gefið henni demantslausann hring....eða hvað ? Ég segi það nú að ef að Rick Salomons eða bara einhver annar myndi gefa mér demantshring væri ég ekki lengi að segja já takk Whistling
mbl.is Pamela Anderson vill enga demanta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hristist jörðin.

Selfissingar, Hvergerðingar og nágrannar. Ég vil votta ykkur mína hinnstu samúð fyrir að búa þarna. Ég gæti ekki verið þarna, hef fengiðminn jarðskjálftaskammt fyrir mína ævi. En María dóttir mín er þarna hjá Selfossi, ætli ég verði ekki að hringja í hana og tékka á því hvort að hún hafi sofið eitthvað í nótt, ég vona alla vega að barnið hafi ekki hrists úr henni ú látunum.
mbl.is Jarðskjálftahrinan stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

34 dagar til jóla.

Pælið í því, það eru bara 34 dagar til jóla og það er 14 dagar þangað til við förum til Kúbu að deita Kastró. Ég verð nú víst að viðurkenna það að það er kominn slatti af útlandaspennu í mig, eftir hálfan mánuð á ég eftir að liggja á ströndinni með ískalt vatn mér við hlið til þess að kæla mig niður. kuba8206_avaxtabarinn8206_mottaka8206_strondin8206_sundlaugargardur8206_svefnherbergi Ákvað að henda inn nokkrum myndum af hotelinu og nágrenni á Kúbu þar sem við verðum, aðallega bara til að pirra þá sem langar að fara með he he he.

Annars er ég bara búin að eiga góðan dag. Angela og Vilborg voru hjá Kormáki í dag, ég bakaði handa þeim pönnukökur og vakti það mikla lukku hjá þeim. Vilborg var svo hérna fram yfir kvöldmat og borðaði því með okkur "a la rónabrauð" að hætti húsmóðurinnar Lindu litlu.

Iða Brá hringdi í mig í kvöld og tilkynnti mér það að hún væri loksins á leiðinni til Reykjavíkur það væri svo langt síðan við hefðum hist og ætlar hún því að skella sér í borgina um helgina..... en sorry Iða Brá, eins og ég sagði þá verðum við á Bifröst alla helgina og verðum örugglega að baka fyrir jólin, hlusta á jólalög og skemmta okkur með Viggu og Florin og auðvitað Moti.

Ég ætla að láta fylgja hérna einn góðann um íslensku í dag hjá unga fólkinu. Ég hló mikið þegar ég sá þetta...... er samt ekki alveg viss um það sé svona, þetta er held aðeins og ýkt. En allavega skemmtið ykkur yfir þessu. Takk fyrir lesninguna og eigið góða nótt. Kv. Linda litla góðurþið verðið örugglega að ýta á myndina til að stækka hana.


Suðurlandsskjálftinn 2000

Mér líður ekki vel þegar ég sé fréttir um jarðskjálfta, hugurinn fer alltaf heim á Hellu á 17 júní árinu 2000 þegar að Kormákur var skírður. Er það mjög eftirminnilegt þegar að öll veislan fór í gólfið og gestir ruku út úr húsi emð svo miklum látum að það urðu börn undir í látunum. Ég man að ég og Garðar bróðir drógum út tvo sem að frusu við borðið af skelfingu. Ég vona svo sannarlega að ekki séu stórir skjálftar á ferð, að þetta séu bara nokkrir litlir.
mbl.is Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband