Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
21.3.2008 | 01:33
Halló !!
Bannað að borða á nærbuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 23:24
Hjörleifur Máni.
Hæ elskurnar mínar, litli Músi minn var skírður í dag og fékk hann fallegt og veglegt nafn. Hjörleifur Máni heitir drengurinn og ber það vel strákurinn. Þetta er búið að vera mikill og strembinn dagur. Við vöknuðum snemma í Súluholti og byrjaði ég á því að passa Hjörleif minn á meðan foreldrarnir fóru á Selfoss að klára það sem þurfti fyrir skírnina. Það var fullt hús og kræsingar í boði, þetta var eiginlega eins og fermingarveisla. Það var súpa í forrétt, geðveikt gott grilluð lambalæri í forrétt að hætti Jónasar, og skírnarkaka og tvær aðrar (að hætti Óla Gylfa) í eftirrétt. Þetta var alveg ofsalega gott. Hjörleifur litli var hinn prúðasti og heyrðist ekkert í honum allan tímann. Það var gaman að við systkinin vorum þarna öll, en það hefur ekki skeð síðan ég veit hvenær, það eru orðin ansi mörg ár síðan.
Annars er eitthvað lítið að frétta hjá mér, ég verð á Hellu um páskana og Kormákur hjá pabba sínum. Er núna komin til Gullu og fékk að stelast í tölvuna hjá henni. Þegar ég kem heim á þriðjudaginn þá hendi ég inn einhverjum myndum úr skírninni.
Veðrið er búið að vera fallegt það er eins og vorið sé komið (og grundirnar gróa). Hlakka til að eyða tíma á Hellu um páskana og hitta gamla vini og kunningja.
Hafið það gott elskurnar mínar. Kveðja frá Lindu litlu stoltu ömmu Hjörleifs Mána.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.3.2008 | 13:55
Hver vill mig og mitt ?
Halló! Viltu kaupa líf mitt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.3.2008 | 09:41
Hvaða andsk..... vitleysa er þetta ??
11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 23:45
Hvar eiga vondir að vera ?
Það eru í gangi viðgerðir á blokkinni minni hérnaí fellunum. Á fimmtudaginn í síðustu viku, þá voru svalarhandriðin söguð af svölunum, þar sem að það er stóhættulegt að hafa ekkert svalarhandrið var neglt fyrir dyrnar utan frá. Sem sagt, ég er læst inni, sem að er ekkert mál, nema ég er alltaf og þá meina ég alltaf með opið út á svalir hjá mér, ég er að reyna að reykja alltaf úti og nú er ekki einu sinni hægt að gera það lengur. Ég er ekki ósátt við þetta, nema að einu leiti. Það er að koma miðvikudagur og mennirnir hafa ekki sést síðan þetta var brotið niður, af hverju í andsk.... var verið að saga þetta niður strax ef ekki á að gera meira á næstunni ? Ég reyki út um gluggann á svefnherberginu mínu og mér finnst það alveg ömurlegt, verð síðan að sofa í því. Hann Patti minn vill fara út á hverjum degi, núna siturhann fyrir utan svaldyrnar og grætur og ég get ekki hleypt honum út. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir fari að halda áfram með þetta.
Eins og ég segi....... hvar eiga vondir að vera, við annar flokkurinn sem reykir.
María og Músi komu í dag og við fórum á rúntinn og ég keypti skírnargjöf handa honum, en það á einmitt að skíra hann á fimmtudaginn. Ég keypti handa honum Hokus Pokus stól og er bara ánægð með mig að hafa gert það.
Annars fórum við Kormákur á stúss í gær og fórum meðal annars í Mjóddina að kaupa páskaegg, fórum með bréf í póst sem að hann var að skrifa ömmu sinni á Hellu og svo fengum við okkur súpu í bakaríinu. Að þessu loknu skelltum við okkur með strætó heim á leið.
Nóg í bili, takk fyrir innlitið og endilega kvittið hjá mér svo ég sjái hver leit við . Góða nótt og sofið þið vel elskurnar mínar. Kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 18:53
Það ætti að leggja þetta dómskerfi niður.
Ég stal þessu af öðru bloggi, ég er reið eftir lesninguna af þessu, hvað er að þessu dómskerfi á Íslandi ?? Er þetta virkilega Ísland 2008 ??
-------------------------------------------------------------------------------------------------------
Tveir dómar sama dag á sama landinu.
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar *sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. --
----Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm* *hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 12:51
Þetta eru hræðileg læknamistök.
Meiddist á fæti, vaknaði með nýtt endaþarmsop
Þýsk kona ætlar í mál við sjúkrahús í Hochfranken í Þýskalandi eftir að hún var lögð þar inn til að gangast undir aðgerð á fæti, en vaknaði þess í stað með nýtt og endurbætt endaþarmsop.
Sjúkrahúsið hefur nú þegar vikið skurðlæknaliði stofnunarinnar frá störfum þar sem ljóst þykir að sjúkraskýrslur sjúklinga hafi ruglast.
Konan fékk því ekki bót sinna meina heldur fékk þess í stað aðgerð sem annar sjúklingur, sem átti við hægðarvandamál að stríða, átti að fá.
Fóturinn er því ennþá til vansa og ætlar konan því í mál við spítalann og leitar nú að sjúkrastofnun sem hún treystir til að framkvæma aðgerðina á fætinum.
Frétt tekin af www.dv.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 12:38
Eru brjóst bönnuð í Hveragerði ?
Bannað að bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 00:25
Stjörnumerkið mitt, passar eitthvað ?
Steingeitin rennur oftast saman við fjöldann, því hún er bæði hógvær í klæðaburði og framkomu. Steingeitur skeyta lítið um tískufyrirbæri og klæðast oft íhaldssömum, dökkum fötum úr vönduðu efni, jafnvel þegar þær fara í samkvæmisskrúðann. Þær eru iðjusamar og þægilegar í viðmóti, vinna skipulega að langtíma markmiðum og stefna að því að öðlast viðurkenningu og virðingu fyrir erfiði sitt. Steingeitin er þolinmóð og yfirleitt metnaðargjörn, einræn og seintekin, en trygg vinum sínum og fjölskyldu og mjög áreiðanleg í öllum samskiptum. Veraldleg gæði, vegtyllur og vald skipta Steingeitina miklu máli og hún er íhaldssöm á umhverfi sitt og á bágt með að sætta sig við breytingar. Steingeitinni lætur best að vinna þar sem hún getur hækkað í stöðu, en ef hún starfar innan stjórnmálaflokks, hentar henni betur að aðrir standi í sviðsljósinu á meðan hún hefur sjálf töglin og hagldirnar á bakvið tjöldin. Í íþróttum heillast hún yfirleitt af greinum, þar sem hún þarf að sigrast á erfiðleikum, t.d. fjallgöngum eða skíðagöngum. Steingeitinni hættir til að halda óþarflega mikið aftur af tilfinningum sínum og sjálfsagi hennar og sjálfsafneitun gengur oft út í öfgar. Hún ætti að reyna að vera næmari á þarfir annarra og tilfinningar og losa sig við stífni og óþarfa hlédrægni, en það stafar oft af erfiðri æsku.
Þið sem þekkið mig.... passar eitthvað við mig og steingeitina ?
Góða nótt elskurnar.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 17:13
Hvernig er þetta hægt, skoðið myndina. Er þetta kannski feik mynd ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3