Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
27.4.2008 | 10:57
Í framboðsfrí.
Það er ágætt að jólasveinaforsetaframbjóðandinn taki sér frí frá framboði svona fjórða hvert ár
það getur verið að þessi maður sé að gera góða hluti, en hann er ekki efni í forseta landssins það er nokkuð ljóst. Þetta er ekki heimskur maður, langt frá því, en hann kann ekki að haga sér almennilega blessaður jólasveinninn.
Ástþór býður sig ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2008 | 01:40
Hliðarbartakótelettusafnari.......
Þetta fannst mér spennandi að lesa, en varð fyrir miklum vonbrigðum að ekki skildi fylgja með mynd af "prestley" Hólm með fréttinni. Þar sem að ég reyndi að gúggla Hauk Hólm, en það gekk ekki, fékk enga mynd af honum ,þá ákvað ég bara að skella inn mynd af Svanhildi Hólm í staðinn. Ég dey sko ekki ráðalaus.
Hárvöxtur Hauks Holm eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 14:50
Hamingjuóskir.....
Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins, elsku litla stóra systir.
Hrafnhildur systir á 44 ára afmæli í dag. Til hamingju með það (GAMLA)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 11:40
Svakalegt.....
Þetta er alveg ótrúlegt, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt...... ætli það hafi eitthvað verið með innilokunarkennd þarna inni ??
Ísskápurinn sprakk í tætlur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 23:43
Myndafærsla.
Ég fór í fermingarveislu hjá Þóri frænda í gær og var hún rosa flott. Þar var steik og meðlæti í boði og ísterta og kransakaka í eftirrétt. Fullt af ættingjum sem komu saman á þessari stundu.
Hér er fermigarbarnið Þórir Freyr með pabba sínum, þeir sýnast MJÖG þroskaðir feðgarnir.... eða hvað finnst ykkur ??
Helga Brynja systir Þóris var auðvitað í veislunni og brosti sínu blíðasta eins og alltaf.
Þarna voru Guðný, Sissa og auðvitað Iða Brá (mamman)
Arnar Daníel (bróðirinn sem fermist á næsta ári) langamma Nína og Iða Brá (mamman)
Kormákur á milli bræðrnanna Þóris og Arnars.
Svo er það Besti frændi (Árni Rúnar) en hann er elstur af systkynunum, eða 17 ára.
þarna voru auðvitað Inga og Elfa Rún vinstra megin við þær eru mæðgurnar Ninna og Valborg.
Og Brynjar Ingi, Ingu og Elfuson. Hann er svooooo mikið krútt þessi rúsínubollufrændi minn.
Þarna eru mæðginin mín María og Hjörleifur Máni og Besti stendur þarna hjá þeim.
Þetta eru Berglind, Baldur og Bragi Fannar og Sigríður Theodóra dóttir Gullu og Sæma.
Guðný og Svanur voru mætt ásamt Rúnari Stein og Kolbrúnu Maríu sem reyndar engin mynd var tekin af.
Þetta var rosagóður dagur, var reyndar mjög slöpp allan daginn og alltaf að fara í svitaköst. Þegar við komum heim til Reykjavíkur þá var ég með þvílíkar magakvalir.
Fór á þvæling í morgun að sækja eina afmælisgjöf í Kringluna, byrjaði á því að leiðinni þangað að gubba í bílnum...... þessi alls herjar flensa er ekki að fara hjá mér. Ég er búin að vera lasin síðan á fimmtudag fyrir rúmri viku. Dagurinn í dag fór mestmegnis fram í bælinu, reyndar í kvöld, þá passaði ég Hjörleif svo að María og Rúnar gætu kíkt í bíó.
Segjum þetta gott í dag, held að ég ætti að hvíla mig fyrir krakkaafmælið á morgun.
Hafið það gott elskurnar og farið velmeð ykkur og góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.4.2008 | 15:45
Nýr vorboði mættur til landssins.
Ég er alveg viss um að ég hafi séð kríu í gær, í Árnessýslunni. Þetta er enn einn vor-boðinn.
Krían kom með sumrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2008 | 06:53
Skattsvikari,
Skattsvikarinn....... ég er nú ekki alveg jafn slæm og hann, ég á nú bara eftir að skila skýrslunni.
Njótið dagsins, það er jú annar í sumardegi fyrsta.
Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2008 | 21:44
Oj..... ertu að grínast ??
Er verið að grínast í mér ?? Rottugangur er eitthvað sem að ég vildi ekki verða vör við, ég bý sem betur fer uppi á þriðju hæð. Vonandi er rotturnar ekki á stærð við þessa hérna á myndinni.
Rottur í Réttarholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 11:57
Sjaldséðnir svartir svanir og hvítir hrafnar.
Gleðilegt sumar kæru bloggvinir mínir. Sumardagurinn fyrsti leggst mjög vel í mig. Ég kom austur á Hellu í gærkvöldi, Kormákur varð eftir á Selfossi og fór heim til Maríu en ég var hjá Gullu (núverandi eiginkonu í fjarbúð). Ég er að fara í fermingu á eftir hjá honum Þóri Frey frænda mínum, guð hvað þessir krakkar stækka hratt. Jæja, hendi svo inn einhverjum myndum úr veislunni í kvöld, þegar ég kem heim.
Eigið góðan sumardag elsku krúttin mín.
Sumarkveðja frá Lindu litlu.
Varðandi fyrirsögnina, þá eru svartir svanir eitthvað sem að mig langar að berja augum, og ekki væri verra að vera með myndavélina hjá sér.
knús í daginn.
Svartir svanir á sveimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2008 | 19:34
Hvað er að ??
Braut gegn sex ungum stúlkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3