Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
7.5.2008 | 13:57
Verum þakklát.
Við höfum jarðskjálfta, snjóflóð og sitthvað fleira, en ég held að við ættum að vera þakklát fyrir að vera laus við fellibyli. Yfir 60.000 manns hafi látist í þetta skiptið og yfir 40.000 er enn saknað. Við erum að tala um 100.000 manns.... það er stór hluti af okkar þjóð. Þetta eru hræðilegar náttúruhamfarir. Biðjum fyrir fólkinu í Búrma.
![]() |
Áríðandi að hjálp berist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 10:44
Bankaræningjar komnir á stjá.
Ætli tíð bankaræningja sé hafin núna ? Mér finnst ótrúlega mikið af bankaránum á Íslandi, finnst það eitthvað svo asnalegt. Ég hef alltaf haldið því fram að íslenskir bankar séu svo litlir að það taki því í rauninni ekki að ræna þá. EN löggan er nú seig að finna þessa krimma
Er annars ekki alveg tilvalið að senda GAS-MAN að leita að honum ??
![]() |
Leitað að bankaræningja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 00:29
Látið hana í friði !!
Hvernig í ósköpunum er ekki hægt að láta aumingja stelpuna í friði ?? Ég fer ekki af því, þessir papparassar eru búnir að rústa lífi hennar... ok hún hefur auðvitað á tt stórann þátt í því sjálf, en kommon.... give her a break.
![]() |
Britney fær aukinn umgengnisrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 17:52
Nærbuxnasalan æsti upp karlpeninginn.
Ég held að ég hefi ekki farið rétt að ráði mínu að auglýsa nærbuxurnar mínar til sölu, ég er búin að vera á hlaupum í allan dag að forðast karlmenn. Hafið þið lent í þessu ?? Ég náði að festa karlmennina á mynd á hlaupunum í dag...... finnst ykkur þetta eðlilegt ?? Ég varð hálfhrædd og hef aldrei hlaupið eins hratt áður.
Þar sem að hlaupin gerðu mig þreytta og svanga þá ákvað ég að koma við og fá mér einn kjúklingaborgara, en sleppti frönskunum og sósunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.5.2008 | 14:11
frh. af nærbuxnasölunni minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 11:57
Nærbuxur til sölu !!
Hvað ætli ég fengi ef að ég myndi selja (sloggi) ömmunærbuxurnar mínar ?? Alla vega meira en Pamela Anderson, það er miklu meira efni í mínum naríum heldur en hennar.....
Sjáið td. þennan brjóstahaldara...... ég fengi miklu meira fyrir mína, það er bara smá efni í þessum hjá henni. Það er miklu meira efni í mínum. Ég er viss um að ég get stórgrætt á því að selja nærfötin mín. Ég set inn myndir af þeim við tækifæri
![]() |
Seldi undirfötin sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.5.2008 | 01:17
Er ég orðin sjaldséður svartur svanur eða hvítur krummi ??
Ég kom heim í dag, er búin að vera fyrir austan undanfarna daga. Það er alltaf gott að koma heim til sín. Fór í fermingarveislu á fimmtudaginn hjá honum Aroni Nökkva og var það flott veisla, hefði nú reyndar viljað sjá móðurfjölskyldu hans þar líka þar sem að við Arna mamma hens erum mjög góðar vinkonur. Hef aldrei skilið af hverju fólk getur ekki haldið sameiginelga fermingarveislu fyrir börnin sín þó að þau séu skilin. Mín skoðun og hana nú.
Jæja, annars er ég búin að vera drullulasin í maganum síðustu viku, skil bara ekki hvað þetta ætlar að vera lengi í mér, ég virðist ekkert mega setja ofan í mig, ég skila því innan hálftíma aftur. Ég er orðin soldið pirruð á þessu. Kormákur var lasinn í maganum í dag í skólanum og sagðist hafa verið það um helgina líka hjá pabba sínum, held að það hefði ekkert átt að senda hann í skólann svona lasinn. Hann sofnaði ekki fyrr en um miðnættið þetta grey þar sem hann er bara búin að vera sitjandi á klósettinu með vaskafat í fanginu. Og grét svo af verkjum. Hann er ekki að fara í skólann á morgun, það er nokkuð ljóst.
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðan á fimmtudag síðasta að ég hef hreinlega ekki gefið mér tíma í að blogga eða kíkja í tölvu. Mikið ofsalega held ég að þið hafið verið hamingjusöm með að neyðast ekki til að lesa ruglumbullið í mér á meðan.
Ég fór í smá hjólreiðatúr í kvöld og þegar ég kom heim aftur þá skoðaði ég blokkina, það gengur rosa vel með yfirbygginguna á henni, það er kominn rammi utan um hjá mér, reyndar ekki gluggi.... en þetta er svo sannarlega að gerast. Býst við að ég hendist út með myndavélina á morgun að taki myndir af herlegheitunum og leyfi ykkur að fylgjast með. Ég þarf hvort eð er að labba niðrí Mjódd í banka, ætla samt að taka strætó til baka heim og hjóla svo að heiman í Bónus.
Hvað á ég að kaupa... hvað er gott við svona endalausri magapest sem ætlar engan endi að taka ? Einhver ?? Það hlýtur einvher að vita eitthvað gott ráð.
Annars bara góða nótt og sofið vel elskurnar og munið eftir bænunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.5.2008 | 21:28
Sifjaspell í Ósló.
Hvað er málið ?? Er þetta algengt í heiminum ? Hvernig ætli staðan sé á Íslandi ?
Eins og segir í fréttinni að MARGAR konur leituðu til stuðningssetursins hafi eignast börn með feðrum sínum.... Skrítið að feðurnir eru ekki kærðir, hvers vegna ekki ? Hóta þeir dætrum sínum ? Kræst... ég er ekki að höndla fréttirnar þessa dagana.
Hvað er að verða með þennan heim ??
![]() |
Norsk kona eignaðist þrjú börn með föður sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.5.2008 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.5.2008 | 10:26
Ég hverf út á land í tilefni dagssins.
1. Mai. Til hamingju með daginn.
Það verður eitthvað um kröfugöngur í dag, ég kem ekki til með að taka þátt í þeim, þar sem að ég er að fara austur, nánar tiltekið í Þykkvabæinn. Aron Nökkvi Ólafsson vinur minn verður fermdur í dag í Árbæjarkirkju og fer veislan fram í íþróttahúsinu í Þykkvabænum, Aron er sonur Örnu vinkonu minnar www.arnastjarna.blog.is .
Það voru annars heldur betur læti í Unufellinu í gærkvöldi og nótt, það var verið að sprengja flugelda og glamparnir af þeim lýstu upp svefnherbergið mitt. Svo var greinilega líf og fjör í fólki í húsinu og annars staðar í götunni, ekki var mikið um svefn þessa nóttina. En það er ekekrt til að vera að væla yfir, leyfum unga fólkina að njóta þess að vera ungt. Á meðan Kormákur sefur þá kvarta ég ekki.
Annars bara stutt færsla, erum að fara að skella okkur niðrá BSÍ og taka rútuna austur.
Eigið góðan dag og notið hann rétt. Ég ætla að njóta þess að gúffa í mig gúmmelaði eins og e´g mögulega kem niður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2008 | 09:07
Guð á eftir að hjálpa þessu fólki.
Þá hefur Berthold Kepplinger, yfirmaður geðsjúkrahússins í Amstetten-Mauer, greint frá því að tvö elstu börn hennar tjái sig hvort við annað á mjög "óeðlilegan" hátt. Hverjum kemur það á óvart ?? Ég held að það ætti að teljast heppilegt ef að það er í einvhejru lagi með þessi aumingja börn. Það er langt frá því að vera eðlilegt líf sem þau hafa lifað, búin að vera lokuð inni í jarðhýsi sðian þau fæddust og höfðu þau ekki einnu sinni séð dagsljósið. Eða eins og kom fram í fréttum í gær, viðbrögðin hjá börnunum þegar þau voru flutt eitthvað í bíl og lætin voru þvílík í þeim aftur í, þegar að þau voru að sjá heiminn í fyrsta skiptið. Guð minn almáttugur hvað ég ætla að vona að það verði hægt að bjarga þessum börnum.
Elisabeth og börnin hennar fá ný nöfn og nýja kennitölu, vonandi eignast þau sem fyrst nýtt líf með hjálp geðlækna og sálfræðinga.
Það mætti segja að þetta sé HOUSE OF HORROR.
![]() |
Börnin tjá sig á óeðlilegan" hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3