Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
11.5.2008 | 13:11
Segist hafa þroskast mikið.
Hún segist hafa þroskast mikð, og eftir að fór í fast samband hafi hún mikið meiri áhuga á því að vera í góðra vina hópi heima að spila Matador heldur en að vera út á lífinu. Það verður gaman að fylgjast með henni Paris Hilton sjá hvað hún haldi Matadorið lengi út.
Persónulega finnst mér það ekki mikið þroskamerki hjá fullorðinni konu að spila Matador
![]() |
Spilar Matador |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2008 | 02:36
Fúll í fimm mínútur.
Undarlegt hvað ég get látið þennan mann fara í mínar fínustu taugar. Nú legg ég ekki í vana minn að dæma fólk án þess að þekkja það, en hann er bara svo athyglissjúkur drengurinn og barnalegur, hann er eitthvað svo óþroskaður.
Þegar að kom í ljós að hans band lenti ekki í fyrsta sætinu, segist hann hafa verið fúll í fimm mín.
Hann er alveg viss um að við komust ekkert áfram.... greinilega af því að hann vann ekki. Hann er svo mikill egóisti og ánægður með sjálfan sig.... (gubb gubb).
Og til að kóróna allt þá lætur hann út úr sér: "Við erum líka langtum vinsælli en hljómsveitin sem vann" þetta hefur hann örugglega frá vinum sínum. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst lagið nokkuð skemmtilegt og Kormákur elskar það. En þetta er eiginlega bara kroppashow og sirkussýning (finnst mér og munið að við höfum ÖLL rétt á að hafa skoðun/álit).
Regína og Friðrik Ómar eru flott, ég ætla að vona að þeim eigi eftir að ganga vel, sem er nú ekki víst út af þessum austantjaldalöndum.... = klíkan.
![]() |
Skilja ekki Júróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.5.2008 | 15:13
piss piss og pelamá......
Góðkunningi lögreglunnar braust inn í Baðhúsið í Brautarholti rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Sagðist innbrotsþjófurinn bara hafa þurft að pissa....... he he he Ætli þetta hafi verið Lalli ??
![]() |
Þurfti bara að pissa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 19:15
Hvers á ég að gjalda ??
Ég er búin að vera með endalausar pestir í mánuð og er orðin ansi þreytt á þessu, ég hef nóg annað að gera við tímann en að vera alltaf lasin. Ég vaknaði í morgun eftir slæma nótt, alveg frá af hausverk, eyrnaverk og alveg frá í hálsinum og með hita. Halló !! er þetta ekki að verða ágætt hjá mér ?? Ég sem fæ nánast aldrei flensu eða pestar er búin að vera með svona ógeð í rúman mánuð. Jæja, ég staulaðist til læknis og þar fékk ég að vita að ég er með bullandi sýkingu í hálsinum, stíflaðar ennisholur, kinnbeinin stífluð og komin með í eyrun. Eftir læknatímann hjólaði ég í Hólagarð til þess að fara í apótek og leysa út lyfin sem mér voru ávísuð....... þau voru ekki til þar, ég stóð við aðgreiðsluborðið með bullandi hita, sveitt og óglatt og mig langaði hreinlega að fara að gráta. Nú ég fór heim, lagði mig í smátíma og fór svo niðrur í Mjódd áðan til að fara í apótek. Þar fékk ég lyfin. Núna var ég að detta inn úr dyrunum og ætla að gleypa í mig lyf og henda mér svo í sófann og horfa á dvd með Kormáki mínum.
Það er nú samt eitt gott búið að gerast í þessum veikindum, ég hef engu haldið niðri þar sem að Gullfoss og Geysir voru með völdin í ca. 10 daga. Ég er búin að missa 5 kíló í þessum veikindum mínum sem er sko EKKI slæmt, en það er samt helvíti hart að þurfa að vera veikur til þess að léttast eitthvað.
Nóg í bili.... ég ætla að fara að látta mér læknast, hafið það gott elskurnar mínar. Farið vel með ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.5.2008 | 10:43
Með franskan framburð.
Salma Hayek er hamingjusöm í móðurhlutverkinu, hver skilur það ekki ?? Er ekki alltaf yndislegt þegar nýtt líf fæðist ?
Hún segir að dóttir sín Valentina Paloma sem er 7 mánaða sé með franskan framburð, enda unnusti hennar franskur
By the way, talandi um börn. Ég setti inn tvö ný albúm í gær, annað merkt börnin mín og tengdasonur og hitt merkt ömmumúsin. Endilega kíkið á það og sjáið fallegu afkomendur mína.
![]() |
Alsæl með litlu stúlkuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2008 | 23:59
"Vissi að þetta var rangt af mér"
Hvers vegna í andskotanum var þá kallhelvítið að þessu Afskaið orðbragðið, ég tala ekki svona, ég blóta yfirleitt ekki. Ég er bara alveg að missa mig yfir þessum viðbjóði. Ég var búin að ákveða að hætta að skoða þessar fréttir af því að ég verð svo reið, en þegar ég sá fyrirsögnina "VISSI AÐ ÞETTA VAR RANGT AF MÉR" þá gjörsamelga missti ég mig einu sinni enn.
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur og aftur.
Þetta er DJÖFULL í mannsmynd.
![]() |
Fritzl: Vissi að þetta var rangt af mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 13:52
Hún elskar naglasnyringu ??
Ég endurtek. Hún elskar naglasnyrtingu..... hvað er barnið gamallt ?? Kannski tveggja ára ? Og elskar naglasnyrtingu. Fræga fólkið og börnin þeirra, fá aumingja börn fræga fólkssins ekki að leika sér með dóti eins og önnur börn, ætli það sé brjálað að gera í handsnyrtingu, fótsnyrtingu, andlitlsbaði, klippinu, hárgreiðslu, nuddi og þvílíku alla daga ?
Það getur ekki verið að það sé með því skemmtilegasta sem að Suri Cruise geri sé að fara á snyrtistofu með mömmu sinni Katie Holmes.
![]() |
Suri Cruise elskar naglasnyrtingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 07:34
Krónuþjófurinn.
Maðurinn sem rændi útibú Landsbankans í Hafnarfirði í gær er ófundinn.
Ég var að lesa fréttina og þar stóð "maðurinn slapp með nokkra tugi króna í ránsfeng" slapp hann ekki með nokkra tugi þúsunda í ránsfeng ? Var ránsferðin ekki nema kannski 80 króna ránsferð ?
Ég sá ekki þessa frétt í sjónvarpinu, hvað komst maðurinn með mikinn feng úr ráninu ?
![]() |
Ræninginn ófundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.5.2008 | 23:52
Hver man ekki eftir TRIX-i ?
Við Bína erum búnar að sitja við eldhúsborðið í kvöld og kjafta, drekka kók og kaffi. Erum búnar að tala um allt á milli himins og jarðar þ.á.m. TRIX....... hver man ekki eftir því ?
Ég var reyndar enginn trix-fan en man að mér fannst það gott. Bína aftur á móti, er trix fíkill og myndi gera nánast hvað sem er fyrir nokkrar kúlur af því. Það er ekki hver sem er sem hefur fengið senda til sín fulla ferðatösku af morgunkornunum frá Bandaríkjunum. En alla vega þessar litríku kúlur er eitthvað sem að ég væri til í smakka og rifja upp bragðið.
Veit einhver hvort að það sé hægt að nálgast þessi morgunkorn einhvers staðar hérna á Fróni ?? Hvar er hægt að fá þessar litríku morgunkúlur ??
Bloggar | Breytt 8.5.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2008 | 18:34
Full af öllu.
Við erum öll full af einhverju, það er bara þannig.
Sumir eru fullir af HROKA
Sumir eru fullir af ORKU
Sumir eru fullir af GÁFUM
Sumir eru fullir af ÁHUGA af einhverju
Öll erum við full af einhvejru eins og ég sagði, þessi kona hérna er kasólétt.
Hún er full af BÖRNUM :
Núna hlýtur hún að vera full af GLEÐI og ÁST.
Hvað finnst ykkur ?? Mér finnst þetta alveg yndislega myndir.
Hér er allt fullt af LÍFI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3