Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
25.9.2012 | 23:27
innilokun.... einangrun, komdu þér út kona !!!!!
Það er nú orðið svolítið síðan ég skrifaði hér síðast. Er ekki enn farin að vinna, en er hætt á Wellbutrin retard, en er ennþá á Fluoxetín, Ríson og Sobril. Á að mæta hjá doksa mínum um mánaðarmót, og þá verður farið yfir stöðu mála. Þá kemur í ljós, hvað verður tekið af mér næst og ég vona að ég megi fara að vinna aðra hverja helgi. Það er ömurlegt að vera að gera ekkert.
Mig langar svo að vera eitthvað í bænum fyrst að ég er ekki að vinna, en það gengur ekki upp með krakka í skóla, naggrís og kött. Að sjálfsögðu þarf ég að vera heima með þessum krílum mínum.
Nú ég fór í aðgerð á brjósti í april á þessu ári, eftir tveggja ára pensilín notkun, með sýkingu í brjóstinu. Ég var ekkert lítið fegin að vera laus við þessa sýkingu þó að hún kosti mig ör, nema..... ég er komin með sýkingu aftur og byrjaði á pensilíni í dag, næ ekki í skurðlækninn sem skar mig síðast, en ég á von á símhringingu frá honum á mánudag næsta, vona bara að é verði send strax í aðgerð.
Nú geðsveiflurnar eru misjafnar hjá mér, suma daga er ég í maníu kasti, aðra niðri í holu, suma upp og niður, klukkutíma í einu eða eitthvað... jafnvel í maníu í viku. Ég er alveg að gefast upp á þessu helv... Ég reyni samt að gera mitt besta á heimilinu, þvo þvott, elda mat, halda mér frá rúminu og þess háttar, en það gengur samt misjafnlega vel, stundum fær Kormákur heiðurinn af því að elda (af því að ég eldaði í gær).
Fram undan er pabba helgi hjá Kormáki, veit ekki hvað ég á að gera, langar soldið í bæinn og hitta gott fólk, langar líka að slaka á hérna heima og gera ekkert, enginn að hugsa um, bara vera í friði. EN það kemur í ljós þegar nær dregur.
Ég hef verið að reyna að minnka reykingarnar með því að nota níco tyggjó inn á milli, það er bra helv... erfitt í þessu ástandi.
Ætli ég segi þetta ekki bara gott núna, og komi mér kannski í bælið, þó að ég geri ekki mikið, þá er ég alltaf þreytt, en er ánægð með að ég nái að halda mér frá rúminu yfir daginn. Ég hef reyndar ekkert farið út síðan á laugardag. Kannski ég hafi mig eitthvað smá út á morgun.
Þú ert þolinmóð/ur ef að þú nenntir að lesa þetta.
Góða nóttna og farið vel með ykkur.
Kv. Linda litla lipurtá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2012 | 18:53
Ef að þér líður ekki vel... segðu frá því.
Kannski byrja ég að blogga aftur núna, af því að ég er komin niður úr maníunni. Þá tekur bara við þreyta. sorg, depurð, grátköst, svefn, vanlíðan og allur pakkinn. Var hjá doksa í dag og var ákveðið að trappa mig niður hratt af öðru geðlyfinu mínu, ég er á wellbrutin retasd 2 stk á dag og á að taka 1 á dag í þrjá daga og svo hætta. Doksi var mjög hissa á maníunni hjá mér þar sem að ég á í rauninni ekki að fara upp ef að ég er á Ríson, en ég á að halda áfram á þeim 2 mg á dag. Fluexitínið veit ég ekkert um ennþá, hvenær niðurtröppun hefst á því. Veit bara að ég er hálf hrædd við að fá einhver fráhvörf, er svo sem ekki óvön því að fara í fráhvörf þegar verið er að trappa mig niður af lyfjum.
Nú um helgina var frumburðurinn í heimsókn með litlu ormabobbana sína síkátu, það var gott að hafa þau þegar ég er í maníu, ég nánast stoppaði ekkert. þvoði út í eitt þvott, það lá við að ég tætti úr skápunum til að geta þvegið.... ég sló garðinn, fyrst með orfinum undir trjánum og með fram húsinu, svo garðurin sjálfur, uppvaskið hvarf jafnóðum í skápa....... það er bæði skelfilegt að vera í maníu og svo á móti finnst mér það yndislegt af því að þá er ég svo virk.... núna er það búið. Núna er ég að komast í gírinn að gera ekki neitt, bara vilja vera í friði eða inni í rúmi að sofa. vá... hvað þetta ætlar að taka leiðindalangan tíma núna, þoli ekki svona köst.
Ég re að reyna að prjóna, það heldur mér frá rúminu. Ég reyndar fór út í dag, fór til Bestu, svo heim og lagði mig, svo til doksa, kom við hjá pa og ma og núna er ég heima og er að hafa mig út í að finna einhvern léttan kvöldverð, súpu eða eitthvað, ætli það endi ekki með því að Kormákur fái sér bara núðlur.... ég er lystalaus, bara ég fái nóg að drekka þá er ég sátt.
Held að ég rölti í Kanslarann á morgun og kíkji á vinnufélagana, finnst langt síðan ég hef hitt þá og alltaf sakna ég þeirra jafnmikið, mikið vildi ég að ég fæti unnið eitthvað, en það verður víst að bíða í einhvern tíma í viðbót. Verð að sætta mig við það, og er að sætta mig við það, það hlaut að koma að því að ég gæfi mig, en það er eitthvað sem að skeður alltaf í uppgjöf.
Jæja, held að þetta sé nóg í bili elskurnar mínar. Hafið það sem best og farið vel með ykkur.
Kv Linda litla á niðurleið.
p.s. Ef að þig langar eitthvað að ræða varðandi andleg veikindi sem að þú þorir ekki að tala um við neinn... þá máttu hafa samband.
lindajons@msn.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2012 | 04:54
Ég vil hjálp.....
Það er svo skelfileg þessi depurð, hún vekur upp svo slæmar tilfinningar, uppgjöf og vanlíðan. Þetta er svo týbískt eitthvað átti fínan dag í gær og svo tekur þetta við. Af hverju þarf þetta líf mitt að vera svona ?
Ég er reyndar þakklát fyrir að eiga þessa skran tölvu, ekki veit ég hvar ég væri án hennar, ég næ a.m.k. að losa aðeins um með að skrifa. Skiftir mig engu máli hvort að einvher les eða ekki, bara að ég fái einhverja útrás.
Ég er einmanna, döpur, engin gleði eða neitt í mér, en þegar ég er með einhverjum þá tekst mér alltaf að setja upp grímu og brosa, hlæja og gera að gamni mínu, svo þegar skiljast leiðir, þá hrynur allt...... hvaða manneskja með þennan sjúdóm skilur þetta ekki ?? Ég veit að þeir sem eiga við veikindi að stríða eins og ég, þekki þetta mjög vel..... en hvað gerið þið til að reyna að takast á við þetta, hvað gerið þið svo að ykkur líði betur, án þess að skella upp grímu til að þóknast náunganum, fjölskyldunni, vinunum og þeim sem að þú hittir ? Einhver sem getur komið með einhverjar uppástungur og reynt að hjálpa mér ?
Þetta getur verið erfitt líf, ekki bætir þessi blessaði fjárhagur það. Myndi ekki neita ágætum lottóvinningi, veit að hann myndi ekki lækna geðheilsu mína, en veit að hann myndi létta á ýmsu hjá mér.
Skólinn auðvitað byrjaður hjá Kormáki, og það skrítna við það er að ég veit ekki hvort að mér þyki betra að hafa hann heima eða ekki. Mér finnst gott að hafa hann, hann er ljúfur og yndislegur strákur sem hjálpar mömmu sinni, en stundum langar mig bara að liggja í rúminu og þá vil ég ekki hafa hann, það hefur áhrif á líf hans, hann er mjög meðvirkur mér og algjör mömmustrákur.
Hvað get ég gert..... ef að þú ert að lesa þetta og dettur eitthvað í hug, segðu mér, ég þarf hjálp. Bara ekki segja "rífðu þig nú upp úr þessu" svona veikindi eru ekki þannig.
Ég er að kalla á hjálp..... ég þarf hjálp. ég vil hjálp, ég sé að ég get þetta ekki án hjálpar. Það fer alveg að koma að því að gríman fellur, ég get ekki haldið henni endalaust.
kv. Linda litla í vonleysi og uppgjöf....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.9.2012 | 23:03
Vantar hjálp við stórar fætur.
Við kjéllingarnar ég, Inga og Gulla skelltum okkur á Selfoss í dag í búðarráp sem endaði á kaffi krús, held ég að það heiti og fengum okkur kaffi og ískaffi, mjög gott. Ég þorði samt ekki annað en að tala sobril áður en ég fórum svo ég myndi ekki fá kast á Selfossi, langar ekki að hrynja niður í grátkast inni í miðri Krónu eða eitthvað. ENduðum svo heima hjá Ingu í kaffi og svo var brunað heim og tekið upp úr pokum og gengið frá. Nennti ekki að elda kjúllan sem þiðnaði í dga, ætla bara að elda hann annað kvöld.
Ég sef mikið á næturnar, er ekki að vakna fyrr en kannski um 10 leytið er ekki sátt við það. EN ætli það lagist ekki með betri líðan.
Ég er ekkert að fara að vinna á næstunni, bara að taka því rólega og fara vel með mig, er samt búin að vera að því undnafarnar vikur en samt er þessi andlega líðan ekkert farin að sýna bata.
Ef að það verður ekki riging á morgun þá ætla ég að þvo þvott og kannski að reyna að slá aðeins garðinn á bak við, ætti að geta það núna eftir að ég tók stóra geitungabúið úr garðinum (hetjan ég). Eitthvað verð ég a.m.k. að hafa fyrir stafni
Er einhver sem á uppskrift af stórum ullarsokkum handa mér 47-48 ?? endilega senda mér á email-ið mitt ef einhver á lindajons@msn.com
Annars segi ég þetta bara gott í bili, og vonast til að vakna með betri líðan á morgun, lovjús..
Kv Linda litla lipurfætta :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 00:33
Fór út fyrir Hellu um helgina.
Ég sef mjög illa á laugardagsnóttina og er komin á fætur fyrir kl. 6, Mama Hrafnhildur deif sig fram þegar hún sá að ég var komin framúr og hellti á könnuna.
Mér leið verr og verr, byrjaði að skjálfa, vanlíðanin jókst og svo skall á eitt kast, en það var bara gott að gráta í kringum Vigguna mina og Mama Hrafnhildi.
Dagurinn dagurinn áður var semsagt manía, fattaði það bara eftir á þegar hrunið kom. EN þetta var samt yndilsegt í heildina, reyndi mitt besta við að tína krækiber til að frysta og setja í boost, í kvöld mat handa okkur Kormáki í vetur. Er búin að vera frekar þreytt og mikil depurð í mér í dag, ákvað þess vegna að fá læknatíma í fyrramálið. Hef ekki hitt Björn lækni í viku núna og held að ég hafi þörf á því.
Annars er rútínan komin af stað á þessu heimili, Kormákur byrjaður í skólanum og er ánægður, ég rumskaði ekki einu sinni við hann þegar hann vaknaði í morgun, ég vaknaði um hálf 10 og þá voru bara ég Kisa Mín og Hemmi Gunn heima. Skellti mér í sjúkraþjálfun klukkan 11 þegar ég var búin að henda mér í sturtu, og María sjúkra´þjálfi vill að Björn spruati mig meira. Annars ætla ég að reyna að skella mér í ræktina á miðvikudag en það má bara taka á, á efri hluta líkamans, neðri hlutinn er of veikur.
Segjum þetta gott í bili, þarf að vakna 8 og hringja í doksa.
Sogið vel elskurnar og farið vel með ykkur, það er bara til eitt eintak af hverjum... lovjús.
Kv. Linda klikk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3