Leita í fréttum mbl.is

Jólin búin..... mikið er það nú gott :o)

Ég er mikið fegin að jólastússið er búið og jólasveinarnir farnir heim til sín. Þá er allt komið í eðlilegt horf aftur.

Kormákur réðist á jólatréð og týndi allt af því og er búinn að ganga frá því, það tók ágætis tíma þar sem að jóltréð er bara "210 cm" he he he he

januar 038

Elsku strákurinn minn er mín stoð og stytta í öllu sem einu. Elsku Kormákur Atli, þú ert sko lang flottastur og ég elska þig alveg milljón.

Ég fór ekki í ræktina í dag, ég svaf megnið af deginum. Verð að reyna að berjast við að rífa mig upp, þetta er ekki hægt.

Við Emý vinkona vorum að ræða það í dag að sækja um í Hringsjá fyrir næsta haust, það væri frábært að komast þar inn. En þið sem ekki vitið hvað það er, getið farið inn á www.hringsja.is og lesið um það þar.

Það er þá eins gott að ég verði búin að fara í hjáveituaðgerðina, er að vonast til að það verði fyrir sumarið.

Annars er bara eitthvað lítið að frétta af mér, elsku Hjörleifur ömmumús er lasinn og búinn að vera með hita í 2-3 daga, vonandi fer hann nú að hressast svo hann geti komið að heimsækja ömmu sína.

Segjum þetta gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur í skammdeginu.

Knús á línuna...... *

Kv. Linda litla síþreytta.


Elsku bloggvinir.

Heil og sæl elsku vinir. Það er langt síðan ég kom einhverju frá mér hérna, enda get ekki sagt að ég hafi legið í tölvunni undanfarið. Ég er ennþá eitthvað með tölvupest, sækist lítið í hana.

Ég átti alveg yndisleg og það var ekki það sem ég átti von á, hélt að þau yrðu einföld og tóm en þökk sé góðu fólki og fjölskyldu minni þá voru þau yndisleg. Elsku Brynja mín, sérstakar kveðjur til þín. Þú gerðir jólin að jólum Kissing

Ég átti yndislegan aðfangadag með Kormáki mínum og svo komu María og fjölskylda á jóladaginn og fóru á annan í jólum, ég fór með þeim austur og kom svo heim á sunnudagskvöldið. Fór aftur austur á gamlársdag með Viggu og suður á nýársdag í nýársboð hjá Helga bróðir. Kormákur kom þangað 1 jan, en hann var búinn að vera hjá pabba sínum síðan 26 des. Ég held að ég hafi aldrei sofið svona mikið eins og ég er búin að vera að gera siðustu daga, er soldið hrædd um að ég sé eitthvað að draga mig niður, en það má ekki ske. Ætla að rífa mig á fætur í fyrramálið og taka strætó í Baðhúsið um leið og Kormákur fer í skólann. Ég fékk frítt árskort í baðhúsið fyrir jól og ég ætla svo sannarlega að reyna að nýta mér það áður en ég verð kölluð inn á Reykjalund. Ég bíð spennt eftir því að komast í þessa magaaðgerð, er viss um það þegar ég fer að léttast þá verð ég betri á geði....... að ég nái mér almennilega upp andlega. Það eru búnir að vera erfiðir tímar hjá mér og þeir verða það eitthvað áfram, en ég á ekkert að vera að kvarta því að það eru erfiðir tímar hjá svo mörgum í þjóðfélaginu.

Þegar ég horfi yfir árið 2008 þá held ég að það hafi verið mjög gott ár, en auðvitað er alltaf eitthvað eitt sem stendur upp úr og það sem stóð upp úr var titillininn sem að mér hlotnaðist ég varð "AMMA" og það er bara yndislegt að eignast heilbrigt ömmubarn. Þannig að elsku Hjörleifur Máni minn toppaði árið 2008 fyrir mig.

Ég ætla að reyna að virkja mig virkilega á blogginu og sína mínum bloggvinum meiri áhuga en ég hef gert undnafarið.

Bloggvinir mínir er fólk sem að mér þykir vænt um.

Andsk..... var komin í stuð til að kjafta hér, en var að fá símtal og ég verð að rjúka út....

Takk fyrir allt elsku vinir og megi árið 2009 færi ykkur hamingju og gleði í ykkar hjarta.

Þangað til næst stórt *knús*

kv. Linda litla sem verður að taka sig á í öllu.


Dagur ársins....... eða hvað ?

 

jæja......þar kom að því.

 Vildi bara láta ykkur vita af því að ég er víst orðin 37 ára í dag !!!

bingo

Kv. Linda litla gamla......


Gleðileg jól elsku vinir.

Jæja, þá er aðfangadagur kominn. Það er búið að vera mikill spenningur í gangi á mínu heimili, sem betur fer er dagurinn skollinn á.

Við fengum gefins jólatré, Guðrún www.kruttina.blog.is gaf okkur tré og er það stærsta jólatré sem að ég hef haft, mér hreinlega líður eins og ég sé á Austurvelli á jólahátíð það er svo stórt. Kormákur og Skjöldur skreyttu það svo og settu á það seríur. Kormákur er svooooo ánægður og þakklátur fyrir tréð að það er alveg yndislegt. Takk kærlega fyrir þetta Guðrún mín, þér tókst svo sannarlega að kæta lítið hjarta með þessu.

Desember 060

Þarna eru Kormákur og Skjöldur uppstilltir við tréð eftir að þeir voru búnir að skreyta það.

Núna bíðum við bara eftir jólunum, sérstaklega Kormákur. Hann á mjög erfitt með að bíða eftir að mega opna pakkana. Þökk sé sjónvarpinu, það styttir biðina fyrir blessuð börnin.

Desember 046

Á morgun verð ég svo árinu eldri..... það er ástæðan fyrir því að mér finnst að það ætti að sleppa jóladegi...... mér finnst að annar í jólum ætti að vera á eftir aðfangadegi. he he he

Elsku vinir..... megi jólin vera tími okkar allra til að eyða í faðmi fjölskyldunnar. Hafið það eins gott og mögulegt er, njótið ykkar og slakið á.

Gleðileg jól :o)


Þökk sé þeim.

Hátt í fjögur hundruð fengu úthlutað í gær jólamat frá samstarfsverkefni mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Enn eru eftir úthlutanir hjá þeim í dag og á mánudag. Mig minnir að ég hafi heyrt að úthlutanir haffi byrjað á þriðjudaginn síðasta. Það er mikið um að fólk hefur ekki efni á jólunum þetta árið.

Hugsið ykkur...... það eru fleiri hundruð manns sem sækja um aðstoð. Heimur harðnandi fer.

191733338CZlqTB_ph

Ég vona að allir eigi eftir að eiga gleðileg jól. Jólin eru tími sem að við eigum að vera í faðmi fjölskyldunnar og líða vel. Sorglegt að vita samt til þess að það á ekki eftir að vera þannig hjá öllum. En við skulum samt gera okkar besta.

Ég fór með Maríu í gær að láta setja rör í Hjörleif Mána og gekk það alveg svakalega vel.

Desember 083

Jæja, segjum þetta gott.

Hafið það gott elskurnar...... ;o)

jolamynd_i

Kv. Linda litla þakkláta fyrir allt það góða í lífinu.


mbl.is Hundruð mæta í hverja jólaúthlutun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það styttist.....

Hæ hæ long time no see :o)

Það styttist óðum í jólin, og þau koma hvort sem við erum tilbúin fyrir þau eða ekki. Hjá mér eru erfiðir tímar eins og hjá mörgum öðrum.

Ég fór í Hjálpræðisherinn í gær og fékk þar föt á Kormák fyrir jólin og hann var ánægður með þessi föt (þökk sé þeim sem að átti þau).

Síðustu dagar eru búnir að vera svolítið erfiðir, ég er búin að vera svo slæm að asmanum að ég ákvað á mánudag að panta mér tíma hjá lækninum mínum ( sem virðist aldrei vera hægt að fá tíma hjá) og auðvitað var mér sagt að það væri allt fullt og hvort að þetta væri áríðandi, ég sagði "já, þetta er áríðandi". Fékk að tala við hjúkrunarfræðing sem gaf mér svo tíma hjá lækninum mínum. Það var mælt hjá mér súrefnið og fæ ég ekki nóg af því. En þetta er allt að koma, hóstinn orðinn mikið minni en er samt mikill ennþá.

Óþolandi hvað þetta er búið að vera skelfilegur desember og samt er mánuðurinn rétt að byrja, farin að fá kvíðaköst líka. Það finnst mér erfitt, þar sem að ég er búin að vera án þunglyndislyfja síðan í sumar og hélt að ég væri orðin góð andlega, en greinilega ekki þegar erfitt er, þá tekur á.

Nú ég vil minnast elsku Palla frænda sem dó 9 desember og var jarðsettur síðasta laugardag 13 desember. Blessuð sé minning hans, útförin var falleg en erfið. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem að okkur þykir vænt um. En elsku Palli var orðinn mjög veikur og við vitum öll að honum líður betur núna þar sem hann er kominn í faðm þeirra ástvina sem farnir eru.

Hjörleifur Máni ömmumús er að fá rör í eyrun í dag, ég býst við að ég fari með Maríu þegar þau verða sett í, hún var eitthvað að tala um það í gær hvort ég gæti komið með þeim.

Jólaballið hjá Kormáki er í dag og stofujólin hjá honum á morgun. Ég þarf einmitt þegar ég er búin að henda smá væli hér niður að drífa mig í að stytta buxurnar sem að ég fékk hjá Hjálpræðishernum svo að hann geti farið í þeim.

Ég vaknaði klukkan 05:08 í morgun og ég gat ekki sofnað aftur, upp úr hálf 6 þá ákvað ég bara að fara á fætur. Núna sit ég og pikka inn þessar línur eða á ég að segja pistil he he he he he  og drekk kaffi.

Jæja, hafið það gott elskurnar og farið vel með ykkur.

Sjáumst hér á blogginu...... hvenær sem það verður næst, ætla að reyna að taka mig aðeins á hérna.

Kveðja til ykkar elsku vinir. Knús á þig Brynja mín bloggvinkona.

Kv. Linda litla sem kvíðir jólunum.

jólahúmor


Í gegnum tíðina.

Nine Inch Nails og lagið: Something I can never have.

Guns´n´roses og Elton John: November Rain.

Alice Cooper: Hell is living without you.

Aerosmith: Dream on.

Sex Pistols: My Way.

Þetta eru fáein lög sem hafa verið í uppáhaldi í gegnum tíðina.... fleiri seinna.

 


Þetta er Ísland í dag......... því miður :o(

Það er bæði sorglegt og gott að sjá þessa frétt. Það er sorglegt að fólk sé á þessum stað í lífinu og að barist sé um að fá húsaskjól. Ekki lítur Sigrún vel út, blá og marin og bólgin í andlitinu.

En gott að sjá að eitthvað er að gerast í þessum málum, það er byrjað að koma heimilislausum eða utangarðsfólk einhvers staðar í húsaskjól.

9091_jesus-loves-you-posters

Ég ætla svo sannarlega að vona að eftir eigi að reisa fleiri svona húsaskjól fyrir fólk. Þetta er ekki fullkomin íbúð, en þetta er hlýtt og er heimili.

Á þessum árstíma er hræðilega erfitt fyrir fólk að finna sér skjól, það er kalt og gámar, kassar, húsasund og undir bílum heldur ekki á fólki hita.

Kaffistofa Samhjálpar var á besta stað í bænum, á Hverfisgötunni. Það ætti einmitt að vera kaffistofa í miðbænum, þeir sem eru á götunni eru mest á vafri í miðbænum. En nú er kaffistofan ekki þar lengur, er ekki viss um hvar hún sé núna, finnst samt eins og hún sé í Árbænum, ekki viss samt. En gamla staðsetningin var best.

h42

Ég vona að allir fái inn um jólin og allir fái mat, ég vil reyndar að allir fái húsaskjól en yfir hátíðirnar umfram allt.

Farið vel með ykkur og ekki gleyma að biðja fyrir þeim sem minna mega sín.

Kv. Linda litla.


mbl.is Slegist um smáhýsi götufólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

farin......

Jæja, ég er rokin í ræktina.

fat_woman

Bææææææææææææ............


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband