27.5.2008 | 17:36
Ófrískum unglingsstúlkum hefur fækkað.
Það er vonandi að fræðsla og umræða í skólum og á heimilum sé eitthvað að breytast.
þá er ég að tala um að ég eignast fyrra barnið mitt nýorðin 15 ára, svona lagað er ekki grín. 15 ára barn hefur ekki þroska til að eignast barn. Þegar ég var krakki þá var engin fræðsla í skólanum, engin kynfræðsla ekki neitt. Og heima fyrir var ekkert sagt, man meira að segja þegar að ég byrjaði á blæðingum 12 ára gömul að ég varð hrædd, vissi ekki hvað var að ske. Ég henti nærbuxunum mínum. Mín börn alast ekki upp í svona fávisku um okkur sjálf.
Það þarf meiri fræðslu, líka hjá ungum karlmönnum. Þeir ættu t.d. líka að ganga um með smokk í rassvasanum eða í veskinu.
Það er allt of mikið af einstæðum mæðrum hérna. Af einstæðum ungum mæðrum.
![]() |
Færri ungar óléttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
27.5.2008 | 15:30
Og hvað ? Er það dauðadómur að vera gay ?
Þó svo að Lindsay Lohan sé skotin í Samönthu Ronsons, er það dauðadómur ? Þó að hún sé þekkt má hún þá ekki girnast aðra konu ?
Ég sé ekki að það breyti nokkru hvort að við séum gagnkynhneigð eða samkynhneigð, við erum samt alltaf sömu manneskjurnar. persónuleikinn breytist ekkert við það að koma út úr skápnum.
Ég á gay vini og gay ættingja, það skiptir mig engu máli.
Við tengjumst þeim sem við elskum. Þessi mynd snertir færsluna ekkert, mér fannst hún bara svo krúttleg.
![]() |
Lindsay Lohan komin með kærustu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 12:16
Hún er vöknuð.... en vildi hún vakna ?
Kerstin Fritzl er vöknuð úr dáinu, hún lá í dái í mánuð. Hvað tekur við núna ? Líf hennar hefur snarbreyst. Þegar hún var vakandi síðast var hún lokuð inni í kjallaraholu ásamt fjölskyldu sinni og aldrei komið út undir beran himinn. Skildi hún ekki vera hrædd við allt hjúkrunarfólkið, hún veit ekkert hvar hún er. Heimildarmaðurinn segir að Kerstin hafi ekki talað enn en bregðist við snertingu. Ekki er ljóst af hvaða sjúkdómi hún þjáist. Er þetta ekki frekar spurning um að ekki sé ljóst af hvaða sjúkdómUM hún þjáist ?? Það er búið að eyðileggja líf hennar, það er víst alveg öruggt að það er ekki eitthvað eitt sem hrjáir hana.
![]() |
Kerstin Fritzl vöknuð úr dái |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2008 | 08:31
Meiri viðbjóður í þessum heimi.
Fólkið sem sent er á vettvang til að aðstoða börn í löndum þar sem styrjöldum er nýlega lokið er að misnota þau, segja hjálparsamtökin Save the Children.
Fólk sem á að vera að hjálpa...... og eiga börnin að geta treyst þessu fólki ? Halda þau ekki að þeta sé gott fólk ?
Hvers vegna er öll þessi mannvonska í þessum heimi ? Hvers eiga þessi saklausu börn að gjalda, lífið hefur ekki verið dans á rósum hjá þeim og ekki er þetta að bæta eitt né neitt.
Ég þoli ekki svona fréttir...... hvers vegna er öll þessi mannvonska í heiminum ??
![]() |
Börn kynferðislega misnotuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2008 | 00:19
óprúttnir þjófar á ferð....
Jæja, hverju eigum við að stela ? Veit það ekki, sérðu eitthvað ?? Nei, en þú ?? Já nokkra kaffipoka og G-mjólk. Frábært, stelum því til að stela einhverju. Hvað er að ?? Er öllu stolið ?? Fær ekki eitthvað kaffi í einhverjum vinnuskúr að vera í friði ? Það hefur kannski verið búið að stela því úr vinnuskúrnum hjá pólverjunum mínum í síðustu viku, þess vegna voru þeir svo glaðir þegar ég bauð þeim upp á kaffi og kex.....
Þetta er einmitt einn pólverjinn sem er að vinna í blokkinni, hann var svo almennilegur og kammó og pósaði fyrir mig svo að ég gæti leyft ykkur bloggvinum mínum að sjá hvað hann væri flottur.
Jæja, góða nótt krúttin mín og ekki drekka kaffi fyrir nóttina. Það gæti haldið fyrir ykkur vöku.
![]() |
Kaffiþyrstir þjófar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.5.2008 | 22:24
Dabbi og bensínstuldurinn.
Það er búið að vera svolítið um bensínstuld, ég las það um daginn að það væri verið að stela bensíni hjá Olís. Að þegar fólk væri búið að fylla á bílinn, þá brunaði það burt án þess að borga. Hvað er málið ?? Er þetta af því að bensínið er orðið svona hátt eða er þetta bara einvher bensínstuldarbóla ??
Hvað haldið þið annars..... ætli Dabbi standi fyrir þessu ??
Alveg örugglega ekki, varð bara að finna einhverja ástæðu til þess að geta sett þessa mynd hérna inn af honum. Mér finnst hún SVOOOOOO fyndin.
Gúdd bæ
![]() |
Eldsneytisstuldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 14:02
Hei þið kláru bloggarar, hjálpið mér.
Málið er það að ég ég keypti mér 2 blóm um helgina. Annað var drekatré, en ég hef ekki hugmynd um hvað hitt er, ég keypti þetta ekki í blómabúð svo það var ekki merkt. Það er erlendur starfskraftur sem afgreiðir mig og hún hafði ekki hugmynd um hvað þetta héti.
Ekki væri líka verra ef að ég gæti fengið að vita eitthvað um þetta blóm eins og t.d.
blómstrar það ?
Fælir það í burtu flugur ?
Verður það stórt ?
Á að vökva það mikið eða lítið ?
Einhverjar uppl. takk ef að þið vitið eitthvað um það.
þeink jú....over and out.
EINHVER......plís....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2008 | 11:10
Sjálfsmorðstilraun.
Hvað er að fólki, ekki nóg með það að hann ætlaði að bæta met pabba síns, heldur var fyrra metið 14 rútur og bætti það í 24 rútur. Þetta er stórhættulegt og hefði maður getað stórslasast á þessu og jafnvel drepið sig.
fann þessa fínu mynd á netinu, þetta gæti sko alveg verið gaurinn.
Farið varlega í lífinu og ekki taka svona áhættur. SKAMM SKAMM
![]() |
Bætti met föður síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2008 | 08:13
Plánetan Mars.... eða Yankee ??
Ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að þessi mynd sem tekin er á Mars.... mér finnst hún einmitt minna á þetta góða í Mars-súkkulaðinu, þetta sem er undir karamellunni.
Nammi namm... það er svona líka í Yankee súkkulaðinu. slef slef Ég fæ nú bara vatn í munninn þegar ég skoða myndina.
Ég er farin að kaupa mér súkkulaði bæjó....
![]() |
Fyrstu myndirnar frá Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2008 | 23:30
Öhhh..... veit ekki, bara .... FYRIRSÖGN.
Þetta er nú búið að vera meiri letidagurinn í dag. Ég snáfaðist í buxur um hálf átta leytið þegar að Vigga kom heim úr vinnunni, annars var ég búin að plana að vera dugleg að taka til og þvo þvott í dag.... NOT. Gerði ekki rassgat fyrr en eftir að Vigga og Bína voru farnar, þá vaskaði ég aðeins upp og henti í vél..... sko mig, þetta er alveg að koma hjá mér.
Nú Bína kom líka í heimsókn og sátum við þrjár hérna að blaðra um utanlandsferðir frá okkur Viggu, þar sem að ég geri mig alltaf af fífli, en samt ekki málið er bara það að ég er ekki feiminn og læt allt vaða. Jæja, svo var rætt um tilvonandi kjéllingaferð í bústaðinn á Snæfellsnesinu... við erum orðnar soldið heitar fyrir henni, ágætt að ræða aðeins hvað þarf að hafa með, hvernig skal versla inn og hvort að ekki væri gaman að fá lánuð spil til að fara með eins og pictonary eða eitthvað álíka.... þetta verður ógeðslega gaman hjá okkur, ég er alveg viss um það.
Nú Hjörleifur minn var lasinn í síðustu viku og hafa þau ekkert komið í heimsókn vegna þess, ég er nú farin að sakna litlu ömmumúsarinnar minnar. Skelli inn einni mynd sem að ég tók á föstudag fyrir rúmri viku af honum heima hjá pa og ma á Hellu.
Þarna er litli prinsinn minn nýrakaður og fínn. Hann breyttist ansi mikið þegar að María rakaði hann, hann varð nánast alveg eins og pabbi sinn.
Nú það gegnur bara nokkuð vel hjá pólsku strákunum mínum að byggja yfir svalirnar hérna hjá okkur. Ramminn er kominn utan um og glerin í, það styttist í þetta. Það verður alveg æðislegt þegar þetta er búið, þá verða svalirnar uppáhaldsstaðurinn minn í íbúðinni, þar ætla ég að vera með minn stól, mitt borð, kaffikönnu og öskubakka... aldrei að vita nema ég flytji rúmið mitt þarna fram líka.
Ég ætlaði að henda inn einni skemmtilegri mynd af honum Kormáki sem var tekin um daginn þegar hann var í heimsókn í sveitinni hjá Maríu systur sinni, hann elskar sveitina og segist vilja búa í sveit. En hann er einmitt að fara þangað í viku þegar að skólinn er búinn. En skólaslitin hjá honum er 4 júní, á miðvikudegi. Nema.... mér bara tókst ekki að setja hana inn, þannig að ég skelli henni inn seinna.
Hafið það gott elskurnar, það ætla ég að gera og MUNIÐ að vera góð við hvert annað.
Kv. Linda litla lata.
Taka 3849... það tókst, hér er myndin af Kormáki Atla í sveitinni. Krúttið mitt.
Bloggar | Breytt 26.5.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3