9.2.2008 | 14:08
Okkur tókst að eyða 25.000 krónum
Það er ljóta veðrið búið að vera, og svo kingir endalaust niður snjó hérna í borginni núna. Vigga kom í gærkvöldi og gisti hérna í nótt, en hún er einmitt að vinna þessa helgi hérna í Reykjavík. Við fórum út um 11 leytið í morgun og fórum með Viggu í vinnuna á Prikið og svo kíktum við í Skólaavörubúðina og Litir og Föndur í Kópavogi og tókst okkur mæðgum að eyða heilum 25.000 krónum í þessum tveimur búðum. Það er eins gott að við eigum eftir að standa okkur í föndrinu.
Við ætlum bara að hafa það rólegt í dag, okkur finnst ekkert ferðaveður núna. Það er ekkert að borga sig að rjúka af stað austur fyrir fjall með lítið barn.
Það er svolítið skondið með Tuma og Patta, þeim er í rauninni alveg sama um banrið, nema þeir eru ekki að koma of nálægt því samt. Ef að þeir voga sér nálægt þá eru þeir ekki lengi að hlaupa í burtu ef að eitthvað heyrist í litlu músinni minni.
Ég gleymdi að segja ykkur að ég keypti mér tölvu í fyrradag og við tengdum hana í gær, það sést reyndar þar sem að ég er greinilega með nýtt lyklaborð, það er komma á þessu. Loksins, það er þreytandi að hafa kommulaust lyklaborð.
Jæja, stutt í dag.... á örugglega eftir að henda inn einhverjum línum hérna aftur í dag, njótið dagsins. Kv. Linda litla stolta amman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 16:28
Ömmu-músin enn og aftur.
Það er ógeðslegt veður.... ég varla nenni að fara út að reykja, hvað þá hann Patti minn. Patti minn er sko vanur að koma með mér út á svalir þegar ég fer að reykja. Hann er mikil félagsvera. Tumi minn er ekki eins mikil félagsvera, hann nennir ekki að koma með okkur út.
Ég fékk gesti í dag frá Húrígúrí, þau Arna og Doddi duttu inn (slösuðust ekki neitt) ohhhh það er svo langt síðan ég hef séð hana Örnu mína, yndislegt að hitta hana og knúsa. Sendi Maríu í bakaríiið eftir rúnstykkjum og einhverju sóðalega hitaeiningamiklu. Og við slöfruðum í okkur af bestu lyst. auðvitað þurfti Arna að máta litlu ömmu-músina mína, þó það nú væri. Held að þeim hafi nú bara komið ágætlega saman.
Kormákur fór til pabba síns í dag, þegar hann var farinn langaði mig nú bara að skriða upp í rúm og fara að sofa. En það er víst ekki í boði, var og er með gesti og ætii að reyna að halda mér vakandi. Ég fékk gefins tölvu handa honum í gær, en það var einhver slatti af leikjum í tölvunni og svo fékk hann nokkra pc leiki gefins líka.
Við María og músin litla förum ekki á Selfoss í dag að sökum veðurs, ætlum að sjá til á morgun. Það verður vonandi betra veður þá. Ég verð að nota helgina ef ég ætla að hjálpa þeim að flytja þar sem að ég verð nefnilega að vinna næstu 6 helgar a.m.k. á meðan Helgi og Gunna (eigendur Kanslarans) eru á Kanarí.
Þetta er orðið ágætt í bili, ætla að fá mér að reykja úti í grenjandi rigningu og roki, og svo ætla ég að henda mér í sófann og taka nokkrar spurningar í Trivial Pursuit við hana Maríu, aðeins að svekkja hana yfir því hvað ég er ógeðslega klár, og hún tapsár.... he he he he
Hafið það gott elskurnar, þangað til næst. Kv. Linda litla. amma montna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2008 | 22:36
Amma i huð og har.
Það er bara buið að vera roleg vikan hja mer en til þessa. Það styttist reyndar i helgina og þa fer eg i sveitina með Mariu og ömmustraknum, það er alveg öruggt að það verður flutt inn þa. Það a að klara að setja hita i husið i vikunni og flytja inn um helgina. Her eru herlegheitin öll, flott og rumgott 4 herbergja sumarhus. Staðsett i Suluholti.
LItli ömmustrakurinn er ofsalega þægur, hann hefur nu samt ekki verið mikið fyrir það að sofa i dag, vill frekar bara lata halda a ser og spjalla við sig. Hann verður örugglega mikil felagsvera drengurinn. Svipbrigðin sem að hann setur upp eru alveg oborgarleg, her er ein skondin mynd af honum, reyndar er amman engu skarri a þessari mynd. Erum við ekki sætust og rosalega lik ??
Öskudagurinn var i dag og Kormakur for heðan ut fyrir klukkan niu i morgun, klæddur sem töframaður. Hann var buinn að akveða að vera töframaður snemma i januar og er hann buinn að vera að biða eftir þessum degi. Jæja, hann hitti Vilborgu vinkonu sina i Leifasjoppu klukkan 9 og svo var rölt af stað. Þau komu heim klukkan 1 isköld i gegn með uttroðna poka af sælgæti, leiðin la inn i herbergið hans að horfa a dvd og eta nammi. Þau voru bæði ofsalega anægð með daginn. Þau eru svo mikir vinir hann og Vilborg að eg er viss um að hun se tilvonandi tengdadottir min. Mer list alla vega vel a hana sem tengdadottur.
Eg er buin að liggja soldið a netinu i dag, fekk einhvern slatta af barnafötum gefins fyrir Mariu og hun for og sotti. Svo er eg buin að fa tölvu gefins sem er full af leikjum og það fylgja nokkrir pc leikir með henni, hun er fyrir Kormak. Maria sækir hana a morgun, en hun er bara herna rett hja i Æsufellinu. Svo ætla eg að bjoða i eina Acer tölvu með LCD skja og vona að þvi tilboði verður tekið. Eg er alltaf að reyna að græða alls staðar.
Eg hafði samband við konu sem að var að auglysa a barnalandi eftir barnapössun, eg hringdi og sotti um. Það vantar pössun fyrir 3 og 1/2 ars gamlann strak fra 9-13 manudaga til fimmtudaga. Eg held að það se akkurat fyrir mig, til að stytta daginn og svo eg vakni a morgnana. FYrir utan alla anægjuna sem að eg fengi fyrir að vera með hann hja mer (eg dyrka þessi börn, verð að auglysa eftir einhverjum til undaneldis). En hun hefur samband við mig fljotlega aftur og kikir i heimsokn til min og ræðir malin. Vonandi gengur það upp og eg fai að passa hann, eg er alveg til að vera amma fleirri barna, elska þetta hlutverk.
Jæja, segi þetta bara gott i bili, hafið það gott elskurnar minar, þangað til næst.
Linda litla, montna amman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.2.2008 | 08:39
Hvað heitir fjallið a myndinni ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.2.2008 | 19:26
Alþingishusið og reykherbergi.......
Jæja, það er nu aldeilis gott að vera komin heim. Eg se það að eg verð að fjarfesta i nyju lyklaborði, þessi komma virkar ef að henni hentar. En Maria og litla mus voru hja mer alla siðustu viku, eg var að vinna um helgina fyrir austan og nuna eru þau hja mer aftur þessa viku og við hjalpumst svo að við að flytja litlu fjölskyldu þeirra næstu helgi, husið þeirra verður loksins tilbuið i vikunni. Það er alveg yndislegt að hafa þau herna, eg fyla mig svo vel með peyjann að mer finnst eins og eg eigi hann.
Eg var alla helgina fyrir austan hja pabba og mömmu, og þau pössuðu Kormak a meðan eg var að vinna. Hann var anægður með helgina hja afa sinum og ömmu. Svo a sunnudaginn komu pabbi og Kormakur að sækja mig i vinnuna og Kormakur skoðaði staðinn og sagðist vera að spa i að vinna þarna þegar hann yrði stor. Eg man einmitt þegar Maria var litil og kom að skoða vinnuna mina þegar eg var i kjuklingaslaturhusinu, þa sagði hun einmitt að hun ætlaði að vinna þar þegar hun yrði stor, og ekki er hun enn byrjuð að vinna þar hehehe. Skelli inn einni mynd af öðrum kettinum þeirra pabba og mömmu aður en eg kveð, en hun heitir Nora og er persi.
Takk i dag, þangað til næst. Kv. Linda litla montna amma.
p.s.
Er það rett að það se reykingaherbergi i alþingishusinu ?? Ef að svo er, hvers vegna ma það vera þar ?? A ekki að ganga jafnt yfir alla ?? Hver veit hvort að það se ?? Hver hefur farið a alþingi nylega ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.2.2008 | 13:24
Vá...... sorry, kíki á ykkur á morgun.
Já fínt já sæll.... long time no see.... Ég hef bara ekki haft tíma til að blogga undanfarið, en ég lofa að setja inn almennilega færslu á morgun þegar ég kem heim.
María og litla ömmu-mús voru hjá mér alla síðustu viku og verða hjá mér alla næstu viku líka. Það er alveg yndislegt að hafa þau hjá mér, ég dýrka þennan litla prins svo mikið að það hringlar endalaust í eggjastokkunum mínum og María syngur klukknahljóm í takt við hringlið.
Ég var að vinna 12 tíma í gær, en bara 4 í dag. Kormákur er búinn að vera hjá pabba og mömmu á meðan og er hann bara eldhress með það. Ég fæ frí í skólanum fyrir hann á morgun og við förum suður í fyrramálið. Þetta er nú eitthvað stutt hjá mér núna, og ég tek bloggrúnt á morgun þegar ég kem heim, enda orðið löngu tímabært. Ég er farin að sakna ykkar svakalega og bíð spennt eftir að geta lesið bloggið ykkar. Þangað til á morgun, hafið það gott.
Kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2008 | 14:33
Viðbrigði, vann í 17 tíma.
Það eru nú heldur betur breytingar hjá mér þessa helgina. Ég hef ekki unnið í tæp 5 ár og í gær vann ég frá 12 á hádegi til 5 í morgun, í 17 tíma tak fyrir, ef að ég var ekki þreytt, þá er ekki hægt að vera þreyttur, en þetta er góð þreyta og fyrir henni hef ég ekki fundið fyrir lengi. Svo byrjaði ég að vinna á hádegi í dag og er að vinna til 10 í kvöld, og þá er fyrstu vinnuhelginni minni lokið.
Ég er búin að passa mig alla helgina í matarmálunum og ekki borðað neitt nammi, en fékk mér reyndar eina kók í gær, en það er líka eina gosið sem ég er búin að fá mér. Þegar ég kem heim þá ætla ég að taka mig á í hjólamálunum og vera aktív í þeim.
Eins og áður, þá er ekkert að frétta hjá mér, nema ég er bara að vinna og það er æðislegt, .það er bara frábært að hitta allt þetta fólk sem að ég hef ekki séð í mörg ár, og það eru ansi margir. Og allir margir fagna mér með kossum og knúsi.
Segjum þessa bloggfærslu stutta og netta í dag, ætti kannski að vinna eitthvað fyrir laununum mínum.
Kv. Linda litla (glaða amman)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.1.2008 | 18:29
Bloggað í vinnunni.
Jæja, þetta er nú búið að vera aldeili fínir dagar. Fór með Árna austur á Hellu í gær, lentum í smábyl og það var keyrt á 40 þar til vorum komin upp brekkuna hjá litlu kaffistofunni, þá batnaði veðrið. Hellisheiðin var lokuð og fórum við því þrengslin, þar var svolítil hálka en veðrið fínt. Ég byrjaði á því þegar ég kom á Hellu að kíkja á pabbaog mömmu í klukkutíma og skellti mér svo í vinnuna, það var ég til hálf eitt í gærkvöldi. Nú ég gisti hjá Gullu, aumingja Gulla þurfti að þola í mér hroturnar heila nótt. Fór til pa og ma upp úr klukkan 11 í morgun, gleypti í mig flatbrauð og svo beint í vinnu, mér finnst æðislegt að ég er farin að gera eitthvað. Ég byrjaði klukkan tólf á hádegi og ætla að vinna fram á lokun, og vera á barnum ef að eitthvað verður að gera.
Annars er lítið annað að ske, ég get engum myndum hent inn hérna þannig að það verður að bíða betri tíma. Var einmitt að mynda Nóru, kisuna þeirra pa og ma í gær, hún er algjör loðbolti.
Ég held að planið sé eitthvað að breytast hjá mér, ég ætlaði í sveitina á mánudaginn og hjálpa til með flutninga, en það lítur´út fyrir að það breytist að María og músin mín komi frekar með mér heim. Þar sem það er seinkun á flutningi hjá þeim.
Takk í dag, sjáumst . Kv. Linda litla (stolta amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 23:05
Barnavagn, skilrúm, vinna, flutningar, ömmu-mús og fleira.
Jæja, það má nú eiginelga segja að það sé komin helgi hjá mér. Kormákur fer í skólann í fyrramálið og pabbi hans sækir hann, hann skilar honum svo í skólann á mánudaginn og þá sækir Björk hann og hann verður hjá Björk og Berg fram á miðvikudag. Ég er að fara austur á Hellu eftir hádegið á morgun, og verð að vinna alla helgina fyrir austan (loksins, vinna. hef ekki unnið síðan 2003). Svo á mánudagsmorguninn fer ég í sveitina til Maríu, Rúnars og ömmu-músarinnar minnar og hjálpa þeim að flytja, en það er loksins að skella á. En þar verð ég fram á miðvikudag og ég vona að þau mæðginin komi með mér suður og verði hjá mér í einhverja daga.
Við Björk fórum í Hafnarfjörðinn í dag og sóttum barnavagn sem mér var gefið í gegnum www.barnaland.is , þetta er rosa flottur vagn og á hann eftir að koma að góðum notum hérna heima. Þá þarf María ekki alltaf að vera að taka sinn vagn með þegar hún er að koma til mín. Í kvöld kom svo par að kaupa af mér skilrúmið sem ég var að selja, en ég var einmitt að selja það í gegn um www.barnaland.is ég elska þennan vef, er alltaf hangandiá honum ef að ég er í tölvunni, enda mikið búin að versla þarna og einnig fá gefins. Fólkið bauð 4000 í skilrúmið og ég tók því. Þegar við Björk fórum og sóttum vagninn þá vissi ég eiginlega ekki hvort að ég ætti að hlæja eða gráta, hvað haldið þið að konan hafi spurt mig að ?!?!?!?!?!?!? Hún spurði hvort að Björk væri dóttur mín !!!!!!!!!! Er Björk svona ungleg, eða er það ég sem er svona assskoti ellileg ?? Við urðum gjörsamlega eins og einhverjir kartöfluálfar og sögðum í kór... "nei, við erum á svipuðum aldri"
Annars veit ég ekki hvernig þetta verður hjá mér, hvort að ég bloggi nokkuð fyrr en ég kem heim á miðvikudaginn. Ef að ég kemst í tölvu á Hellu þá blogga ég annars verður bara nóg að skrifa þegar ég kem heim á miðvikudaginn.
Hafið það gott elskurnar mínar og njótið helgarinnar, skellið ykkur á skíði eða sleða. Núna er einmitt snjórinn til þess.
Kv. Linda litla (montna amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2008 | 15:34
Nýbökuð langamma 63 i dag.
Mamma er 63 ára i dag. Til hamingju með daginn mamma mín.
Hér er einmitt mynd af hjónakornunum í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 233199
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3