25.11.2007 | 19:29
Home sweet home
Jæja, þá er maður kominn heim eftir helgi á Bifröst. Þetta eru búnir að vera góðir dagar, Það var horft á dvd, farið í pc, ps2, bakað, labbitúr, bíltúr, dansað, sungið, pósað, tískusýning og fleira. Kormákur skemmti sér allra best af okkur. það var gott að komast í sveitasæluna burt frá öllu stressi,sírenum, dyrabjöllu, gestum, köttum og öllu því sem fylgir að búa hérna í Breiðholtinu. En eins og það er gott að komast að heiman þá er alltaf jafn yndislegt að koma heim aftur. Tumi og Patti tóku vel á móti okkur, malandi og mjálmandi og bíða eftir því að við förum að sofa svo að þeir geti skriðið upp í hjá okkur.
Við bökuðum þessa snilldarköku úr kökubók Hagkaups, þetta var nammibotn með miklu súkkulaði og þeyttur rjómi með bönunum og ferskum jarðarberjum á milli namminamm. Það er miklu meiri menning á Biföst heldur en að ég hélt, við Kormákur fórum í góðan labbitúr þarna og fundum Samkaup, Veitingastað/kaffihús, heita potta, bókasafn, flottan rólóvöll og ýmislegt fleira. Ég væri sko alveg til í að búa bara þarna ef að ég hefði bílpróf. Ég elska þögnina og værðina þarna, það eina sem ég heyrði var í rokinu. Það var reyndar drullukalt þarna um helgina en það skiptir engu, þetta var svo gaman. Ég tók fullt af myndum og set þær örugglega inn á morgun, nenni því ekki núna.
Vikan fram undan hjá mér er bara að taka íbúðina í gegn í rólegheitum og skreyta hana smátt og smátt. Jólaskrautið fór aldrei niður í geymslu í fyrra, það fór bara inn í gestaherbergi og er þar ennþá. Ég er sko alltaf svo skipulögð he he he he eða heitir þetta trassaskapur ?
Segi þetta ágætt í dag, er þreytt og ætla snemma í rúmið. Þarf bara að toga Kormák úr baðinu og beint í rúmið. Hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2007 | 18:07
Old spices.....;o)
![]() |
Kryddstúlkur fórnarlömb netpretta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 15:00
Farin að heiman yfir helgina.
Jæja, þá er kominn föstudagur og planið er að eyða helginni á Bifröst hjá Viggu og Florin og auðvitað Moti.En þar ætlum við að slaka á, baka smákökur og fl. kíkja í heita pottin, elda saman læri og eiga góðar stundir saman. Ég verð nú að segja það að ég er svolítið spennt að fara að komast í burtu úr borginni og fara í sveitasæluna á Bifröst.
Kormákur fór í skólann í morgun og gekk það ágætlega og talaði Guðrún aðstoðarkennari við einn strák í skólanum sem er að taka hann fyrir. Vonandi lagast skapið í prinsinum mínum eitthvað, en við Ingibjörg kennari erum búnar að vera að reyna að finna út hvað er að plaga hann. Kormákur er spanntastur fyrir því að hotta Florin og ætlar sko að taka play station 2 tölvuna með og leika við Florin he he he aumingja FLorin er dáður af honum. En hann er líka spenntur fyrir því að hitta Moti, en hann vildi einmitt skipta á Patta og Moti en ég hélt nú ekki, að við færum að skipta á Patta mínum og einhverjum kettlingaskít.
María og Rúnar voru að kaupa sér bíl og vitið þið hvaða bíl ??? Þau keyptu gamla jeppann sem var notaður í myndinnni "börn náttúrunnar" en þau eiga einmitt fyrir skoda, Hilux, austin mini, vinnubíl og nokkra traktora. Það er misjöfn söfnunaráráttan hjá okkur. Ég t.d. safna bara skuldum og drasli og jú, má ekki gleyma, það má eiginlega segja að ég safni líka köttum en ef að ég ætti heima í sveit (sem að er draumur) þá myndi ég vilja hafa svona 8-9 ketti. Mér finnast þeir svo yndislegir.
Annars heæd ég bara að þetta sé gott í bili, er ekki viss um að ég bloggi um helgina ég sé til hvort að ég stelinst í tölvuna hjá Viggu. En ég ætla a.m.k. að taka með mér prjóna já það stendur þarna prjóna..... ennþá gerast kraftaverkin.
Eigið góða helgi og njótið hennar í botn. Kv. Linda litla.
Ein mynd sona í restina fyrir þá sem að ætla að fá sér ís í miðbænum um helgina .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2007 | 10:51
Bíbí miðill
Þetta er bók sem að mig langar virkilega mikið í, saga Bíbíar Ólafsdóttur. Hún hefur fengið mikla og góða gagnrýni hún Vigdís Grímsdóttir fyrir bókina. Þetta er bók sem að mig langar í jólagjöf.
,,... þessi bók er gullfalleg og Bíbí er íslensk hvunndagshetja ... hafði gaman af að lesa þessa bók ... Tryggir lesendur Vigdísar Grímsdóttur verða ekki sviknir ... ólík því sem Vigdís hefur skrifað áður.
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / Eymundsson
Katrín Jakobsdóttir / Mannamál / Stöð 2 ,,Ég spændi þessa bók upp.
Gerður Kristný / Mannamál / Stöð 2 ,,Bíbí er brilljant.
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir / Samfélagið í nærmynd
Þetta er mikil örlagasaga, óhemjuvel skrifuð sem kemur ekki á óvart þar sem Vigdís á í hlut.
Af gurrihar/blog.is
Arnþrúður Karlsdóttir / Útvarp Saga
Þetta eru ekki einu gagnrýnin sem hún hefur fengið, endilega kíkið á http://www.jpv.is/Forsida/Article.aspx?id=3527 og lesið meira um bókina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 08:45
Meira um jarðskjálfta......
![]() |
Skelfing greip um sig við jarðskjálfta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 00:28
4.5 kílóa hárvöndull !

![]() |
Með 4,5 kílóa hárvöndul í maganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.11.2007 | 21:54
Er að fá nóg, get ekki mikið meira.
María er búin að vera hjá mér í dag, guði sér lof fyrir það. Ég er orðin svo þreytt á honum syni mínum, hann er alveg að gera mig brjálaða. Hann er svo óþekkur að ég er stundum komin að því að brotna niður í grát. Hann er búinn að vera svona undanfarna daga, kallar mig öllum illum nöfnum og ég er ömurleg mamma, ég er ógeðsleg mamma, hundleiðinleg mamma og allt eftir því skellir hurðum kemur svo fram og öskrar FUCK YOU og gefur mér puttann. Ekki nóig með þetta allt þá neitar hann líka að læra heima og hefur verið að því undanfarið og tvisvar í þessari viku neitað að fara í skólann. Ég hringdi í kennarann hans í daga og ræddi við hana um hann, eins og ég segi ég veit ekkert hvað ég á að gera, ég er uppiskroppa með ráð og langar helst að leggjast í rúmið og gráta. Mér finnst ég hreinlega ekki geta meir, í guðanna bænum ef að einhver getur gefið mér ráð þá eru þau ofsalega vel þegin.
Elsku tengdó á afmæli í dag og er 61 árs, til hamingju með daginn Unnur mín. Hún kíkti við í dag og við gáfum henni straujárn í afmælisgjöf þar sem að straujárnið hennar já..... þið vitið það einvher af ykkur, ræðum það ekki meira.
Það var talað um það í fréttablaðinu í dag að O.J. Simpson vill flýja til Kúbu..... ætli ég eigi eftir að eyða hálfum mánuði með kolvitlausum morðingja ??? Það væri alveg eftir því að við O.J. myndum hittast á barnum eða á ströndinni. En hann hefur einmitt beðið Fidel Castro um leyfi til að flytja þangað.... nú bíðum við bara spennt eftir svari frá kommúnistaleiðtoganum.
Það var kjúklingur í matinn í kvöld hjá okkur, en skíthoppari eins og sumir kalla. Mér finnst það bara ekki eins girnilegt nafn á mat he he he Og núna stendur yfir bakstur hjá systkynunum Maríu og Kormáki. María keypti tvær tegundir af deigi sem þarf bara að skera niður og henda í ofn. Mjög sniðugt og einfalt og þægilegt fyrir þá sem eiga erfitt með að standa í bakstri eins og bakaumingjanum mér og kasóléttri dótturinni.
Segjum þetta gott í bili og ég skelli einni mynd inn svo að maður geti aðeins glott út í annað. Takk fyrir lesninguna og góða nótt. Munið eftir að klikka á myndina til þess að stækka hana. kv. Linda litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2007 | 21:36
Yes. I do.
![]() |
Banvænt bónorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 14:45
!?!?!??!?!?!
![]() |
Grunaður um að hafa nauðgað hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2007 | 09:01
Á fimmtugsaldri.....
Við erum að tala um maðurinn er á fimmtugsaldri, svo er verið að segja að unglingarnir séu slæmir. Held að þessi maður sé nú aðeins meira en unglingur.
Og innbrot á hárgreiðslustofu....... ætli það séu ljósabekkjaræningjarnir, að þeir hafi ætlað að ræna sér einhverju góðu í hárið ?? Þú getur ekki verið ógreiddur ef að þú er orðin flottur og brúnn he he he
![]() |
Símaónæði og innbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 233200
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Af mbl.is
Erlent
- Rússar héldu svar sitt við Eurovison
- Trump hótar Venesúela vegna flóttamanna
- Sex af sjö í stjórn verði Bandaríkjamenn
- Neita að hafa rofið lofthelgi
- Bresk hjón frjáls úr haldi talíbana
- Fjórtán flugferðum aflýst í Brussel
- Þakkar Íslandi fyrir stuðninginn
- Fjórir sagðir látnir eftir árás Úkraínu á Rússland