Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Stórt hús til leigu án endurgjalds......

Einmitt, ég hef tekið þá ákvörðun að flytja inn í IKEA til að spara húsaleigu. Spurning hvort að IKEA á Íslandi myndi gera svona fyrir mig ef að ég væri að eitra fyrir silfurskottum ??
mbl.is Grínisti flutti inn í Ikea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jórufell.......

Vá þetta er stressandi, það er alls staðar að brenna í Breiðholtinu. Ég er stressuð að sjá og heyra svona fréttir. Mig langar mest að flytja úr fellunum núna.
mbl.is Grunur um íkveikju í Jórufelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvudrasl, bumbubúi, Grettistak og Tryggingastofnun.

Halló, ég er ekki frá því að ég hafi bara saknað ykkar allra hérna, hreinlega bara búin að vera í fráhvörfum frá tölvunni, en þessi blessaða gamla tölva mín var með einhverja stæla og ég hef ekkert getað notað hana, en hún er a.m.k. að gefa mér séns núna. hehehehe vonandi gefur hún ekki upp öndina, þá fer ég nú að gráta.

Jæja, helgin var fín. Kormákur gisti hjá Berg á föstudag og kom heim á laugardag, það var etin pizza um kvöldið og svo hentum við okkur í rúmið hans Kormáks og horfðum á dvd og fórum svo að sofa. Á sunnudaginn skelltum við okkur í Kolaportið með tengdó og svo í Laugarásbíó að sjá Alvin og íkornana, og auðvitað var ég svo skemmtileg að ég byrjaði að hrjóta í bíóinu, en náði nú samt að halda mér vakandi eftir hlé he he he

Við fórum austur í dag, þegar skólinn var búinn þá var brunað austur fyrir fjall og skellt sér í sveitina í Súluholt. Ég held að þetta barnabarn mitt sé strax komið á eitthvað mótþróaskeið, það ætlar sér ekkert að koma í heiminn. Ég hef smá áhyggjur af því að það verði einhver þverhaus....... nei ljótt að segja og það er engin hætta á því, það er úr svo góðum ættum, ég meina ekki er ég þver eða þrjósk....... er það nokkuð ??? Nei nei, þetta elsku ömmubarn mitt kemur bara þegar það er tilbúið, kannski er það bara að gefa ömmu sinni tækifæri á því að verða 37 ára hehehehe Það var gaman að koma í sveitina og ég hefði víst alveg viljað vera lengur en það er ekki hægt, það er skóli á morgun og húsið ekki alveg tilbúið. Þannig að við mæðginin förum bara og stoppum lengur þegar allt er orðið klárt. Þau vita það krakkarnir að ég kem og hjálpa þeim þegar það á að fara að flytja inn, hvort sem það verður komið barn eða ekki þá veitir þeim víst ekki af hjálpinni.

Ég er að fara á félagsþjónustuna í fyrramálið og skrifa undir umsóknina í Grettistakið, en það byrjar einmitt í febrúar og ég ætla að vona að ég komist þangað inn. Ef að ég kemst þar, þá fer ég nú að geta komið mínu andlega lífi á réttann kjöl. hef eithvað að gera á milli 8 og 14 á daginn. Emilía vinkona er í Grettistakinu og henni líkar það mjög vel og það gengur vel hjá henni.

Ég fór á Tryggingastofnun á föstudaginn og þá kom í ljós að ég hef ekki fengið heimilisuppbót síðan 2006, þarna kom nú einhver ástæða fyrir því af hverju ég er svona tekjulág. En ég er búin að sækja um hana og líka aftur í tímann og ég vona bara að þetta verði lagfært hjá mér sem fyrst.

Jæja, elskurnar. Þetta er orðið ágætt í bili, ég ætla að fara að koma mér í bólið. Nenni ekki að taka bloggrúnt núna, er hálfþreytt. Tek bloggrúntinn á morgun, þegar ég kem heim. Þangað til, hafið það gott.

kv. Linda litla.


Nú árið er liðið......

Er ekki rétt að henda inn einhverju nokkrum orðum í tilefni nýja árssins. Fyrstu dagarnir eru bara búnir að vera rólegir. Kormákur kom heim í gær frá pabba sínum og fórum við beint í fjölskyldumatarboð heim til Helga bróður, þar mættum við mæðginin með dýrindis reyktan hátíðarkjúkling. Þetta var auðvitað stórfínt matarboð eins og alltaf. Þarna voru mætt Pabbi og mamma, Garðar og Guðrún, Sigurbjörg, Axel og Anna Bíbí og auðvitað Helgi og fjölskylda og við mæðginin. Við vorum þarna til klukkan ca. half tíu í gærkvöldi, að boðinu loknu skutlaði Garðar bróðir okkur heim.

Vigga og Florin eru enn hjá okkur og verða a.m.k. til morguns, en þau eru búin að vera hjá okkur síðan í fyrra hehhehehe

Við Kormákur skruppum í bæinn í dag, það er langt síðan ég hef skroppið í bæinn. Við fórum á café Paris og fengum okkur að borða og svo fékk ég að sjálfsögðu latte í eftirmat. So röltum við Laugarveginn, ég keypti blek í nýja prentarann minn sem að María og Rúnar gáfu mér í jólagjöf. Svo fórum með strætó í mjóddina og skruppum í nettó og þaðan heim, komum heim um hálf sex. Þetta var bara ágætis dagur hjá okkur.

Skólinn byrjar ekki fyrr en á föstudaginn hjá gormi, þannig að við þvælumst eitthvað á morgun líka. Ég á að hitta sálfræðinginn hans í fyrramálið, fara á féló og sækja um húsaleigubætur og hringja á tryggingastofnum, þar sem ég var að fatta að ég fæ enga heimilisuppbót. Ég talaði við eina vinkonu mína í dag sem er á örorkubótum og hún er með um 170.000 á mánuði mér brá að heyra það, þar sem að ég er bara með 114.000 og mér finnst það ansi mikill munur á tekjum þar sem við erum báðar einstæðar mæður með 7 ára barn. Þetta er eitthvað sem verður að skoða.

Ég held bara að þetta ár leggist vel í mig, byrjunuin lofar góðu. Ég er ákveðin í að vinna mikið í mér og mínum málum á árinu, og ætla að gera mitt besta til þess að bæta bæði mína andlegu og líkamlegu hlið. Helst af öllu myndi ég vilja að geta unnið svo mikið í mér að ég yrði lyfjalaus og vinnufær, ég held að ég þrái ekkert meira en að geta farið að vinna og farið að lifa eðlilegu lífi eins og annað fólk. En þetta á allt eftir að breytast vonandi í árinu, þegar Kormákur byrjar í skólanum á föstudaginn þá ætla ég að byrja að fara á fætur með honum og labba í Breiðholtslaug og synda. Ég er viss um að þegar maður byrjar þá verður það ómissandi.

Jæja, bullerý bull nóg komið af því. Læt þetta gott heita í bili. Hafið það gott elskurnar og farið vel með ykkur.

Kv. Linda litla

p.s. Ekkert bólar á barni ennþá, kannski ætti ég að fara austur og fara með Maríu út að skokka eða senda Rúnar bara með hana í bíltúr í þúfum hehehehehe

 


Ólafur Ragnar áfram forseti.

Mér líst vel á Ólaf Ragnar, ég kem alveg örugglega til með að kjósa manninn. Skrítið vegna þess að égar að hann var kosinn Forseti þá var ég þvílíkt á móti manninum. Man samt ekki alveg hvern ég kaus á þeim tíma. En alla vega núna á styð ég hann 100 %.
mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt árið allir.

Ég kíkti yfir bloggið hennar Viggu (bifrastarblondínu) og hún tekur árið aðeins í gegn hvað hefur skeð á því, ég ætla reyndar ekki að gera það enda hefur árið 2007 ekki verið það besta, eins og þið vinir mínir vitið. Að setja niður eymd, meðferðir, harkalega neyslu, barnavernd, félagsþjónustu og annað eins, það nennir enginn að lesa um það núna á þessum tíma.

Ég svaf til hálf tvö í dag, enda fór ég að sofa um fjögur leytið. Brynja kom í heimsókn í gærkvöldi og Vigga og Florin eru hjá mér. Dagurinn svo sem leið og það eina sem ég gerði var að hendast í Bónus. Vigga og Florin fóru til Þórdísar í mat um klukkan fimm og ég fékk mér þessa dýrindis áramótamáltíð.... samloku með malakoffi og osti, mjólk og popp í eftirrétt. Henti mér svo í sófann og horfi ýmist á Full Monty eða augnlokin að innan. Þar sem klukkan er nú að verða tíu, ætti ég kannski að vaska upp þessi blessuðu skítugu glös hérna á heimilinu, það eru alltaf skítug glös hérna og svo er ég að spá í að henda mér í sturtu og kannski fara í einhver föt, en ég er einmitt búin að vera á náttfötunum í allan dag.

Kvöldið í kvöld er óráðið..... veit ekki hvort að ég geri eitthvað eða eyði bara meiri tíma yfir sjónvarpinu. Þetta er annars by the way undarlegur gamlársdagur. Ekkert bólar á barnabarninu þetta árið, ég heyrði í Maríu áðan og við hlógum svo mikið að ég ætla samt að vona að hún nái að skjóta því í heiminn fyrir miðnætti.

Takk fyrir allt á árinu elsku bloggvinir mínir. Ég vona að bloggheimurinn verði jafn skemmtilegur árið 2008.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.

 Kveðja frá Lindu litlu

OG ATHUGIÐ ELSKU VINIR. "Ef lífið afhendir ykkur sítrónu munið þá bara að biðja um Tekíla og salt"

 

 


Virkar þetta virkilega svona ....

19 ára sonur...... sonur og eiginmaður taka við embættinu. Þetta er nú alveg fáráðnlegt, segjum að forseti okkar myndi deyja, er þá Dorrit og dóttir/dætur þá að taka við embættinu...

Ég held að við búum virkilega í besta landi í heimi.


mbl.is Sonur og eiginmaður Bhutto taka við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánskur kærasti á Nýjársdag.

Það er nú ljóta andsk...... rokrassgatið núna. Þetta er einmitt veður til að liggja undir sæng inni í stofu og horfa á sjónvarpið, nema það er svo klikkað rok að digitalið tollir ekki inni.

Við Björk fórum til Dóra í Hafnarfjörðinn a föstudaginn og hjálpuðum honum að klára að pakka og þrífa hjá honum, en hann er sam sagt að flytja og er að skila af sér íbúðinni um mánaðarmótin. Þegar við hættum þar fórum við heim til Bjarkar hentm okkur í sturtu og fórum svo til Brynju, en hún beið okkar með heitan brauðterturétt, namminamm. Kíktum aðeins út á lífið og höfðum það gaman. Í gærmorgun kom svo Kiddi í heimsókn og er hann nýfarin, en við erum búin að vera að liggja í leti upp í sófa með tærnar af hvort öðru upp í hinu (oj) og kjafta og glápa á imabann, höfðum það bara huggulegt hérna.

Ég er búin að heyra í Maríu í dag og það er ekkert að ske hjá henni, ætli Ingunn hafi ekki bara rétt fyrir sér, kannski kemur barniðum áramótin og verður fyrsti sunnlendingurinn. Það væri nú gaman að skoða sunnlenska með Maríu, Rúnari og litla barninu á forsíðunni, er það annars ekki þannig, það er víst ansi langt síðan ég sá sunnlenska síðast.

Vigga og Florin ætluðu að eyða áramótunum með mér, en ég veit ekki hvernig það verður þar sem að veðrið er ekki það besta, en það kemur allt í ljós, áramótin eru ekki komin ennþá.

Ég fékk undarlegtr símtal í gær, það hringdi í mig útlendingur sem sagði að ég hefði gefið honum símanúmerið mitt fyrir 2-3 mánuðum..... ég get ekki munað það, en ég man reyndar aldrei neitt með mitt skemmda minni. En by the way, þessi maður er alveg óður í að hitta mig og er búin að hringja svona 25 sinnum í mig síðan í gær. hann er spánverji og er búinn að vera á landinu í 4 mánuði. Við vorum eiginlega búin að ákveða að hittast í dag en ég neni ekki í bæinn í þessu ógeðslega veðri, þannig að við ákváðum það að hann kæmi í kaffi á nýársdag (eins og hann sagði: for us it will be að new beginning on a new year. HALLÓ, ég man aldrei eftir því að hafa hitt manninn og hann er kominn með framtíðarplön fyrir okkur. Hann hvorki drekkur né reykir og vinnur mikið, og hann er búinn að vera hér á landi í fjóra mánuði. Úffff..... nóg af spánverjum í bili, ég leyfi ykkur að fylgjast með þessu he he he

Annars held ég þetta bara gott í bili, hafið það gott elskurnar mínar.

kv. Linda litla


500 lítrar af gambra

Þar fór áramótalandinn fyrir vísindin. Það verður enginn ölvaður af landa um þessi áramót.

Þessir bruggarar hefðu nú getað grætt á þessu ef að þeir hefðu fengið að klára að brugga þetta. Hefðu fengið ágætan átamótabónus.


mbl.is Heimabruggi verður eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband