Leita í fréttum mbl.is

Stór skjálfti fram undan nær Reykjavík..... ?!?!?!?!

Menn eiga að vera viðbúnir stórum skjálfta

mynd
Vegir skemmdust í skjálftanum í síðustu viku

Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.

Fyrir neðan var bara að sjá svarthol sem enginn veit hve langt nær niður í jörðina. Við slógumst í morgun í för með þeim Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi við Háskóla Íslands, Maryam Khodayar, jarðfræðingi frá Íslenskum orkurannsóknum og Úlfi Óskarssyni, náttúrufræðingi við Landbúnaðarháskólann á Reykjum, en tilgangurinn var að rannsaka ummerki eftir skjálftann fyrir sex dögum.

Umrótið hér er það mesta sem Páll hefur fram til þessa séð eftir skjálftann sem bendir til þess að hér hafi skjálftinn verið einna öflugastur en Páll nefnir einnig svæði við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.

Sumar sprungurnar þarna eru við bjargbrún Reykjafjalls stafa af því af að fjallsbrúnin hafi gengið til.

Og telur að í votviðri hefði stór bergfylla getað fallið áleiðis að bænum Gufudal þar sem golfvöllur Hvergerðinga er nú. Vísindamennirnir fylgdu upptakasprungunni eftir á fjallinu norður af Hveragerði en hún er talin fjórtán kílómetra löng og nær suður undir Eyrarbakka.

Gamli lækjarfarvegurinn fyrir neðan er skraufþurr og höfðu menn á orði að þetta yrðu þeir að sjá sem vilja virkja fljót á skjálftasvæðum. En hverju spáir Páll um framhaldið?

Það versta sé þó sennilega afstaðið í Hveragerði en menn þurfi að vera við öllu búnir, og telur mesta hættu vestar, á svæði sem er reyndar að mestu óbyggt

Þessa frétt tók ég af www.visir.is eftir að hafa heyrt í fréttum á stöð 2 að þetta er ekki búið. Von er á stærri skjálfta nær Reykjavík sögðu þeir á stöð 2.

Þetta er ekki spennandi, núna mæli ég með því að reykvíkingar festi niður allt sem hægt er að festa niður. Smámuni eins og styttur, punerý og annað slíkt er gott að festa niður með kennaratyggjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

það er svo vont að vita ekki hvenær jarðskjálftinn kemur. Óvissan er alveg ferleg.

Aprílrós, 4.6.2008 kl. 19:49

2 identicon

obbobob!!

Ekki er það gott

Dísaskvísa (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 19:52

3 Smámynd: Linda litla

Nei, þeir gera víst ekki boð á undan sér. En ég mæli með því að fólk festi niður punterý og slíkt. Lenti í skjálftanum á Hellu 2000 og það fór allt í gólfið. Og þá meina ég ALLT !!

Skrítið samt, ég finn ekki fyrir hræðslu eða kvíða. Hann kemur bara þegar hann kemur.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vona að þeir séu ekki sannspáir

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 20:19

5 identicon

Já Linda ég er sammála þér Reykvíkingar ættu að festa hluti allavegana skápa og stærri hluti, minni hætta fá þá yfir sig. 'Eg er ekki viss um að ég vilji vita að það komi skjálfti klukka eitthvað, held að valdi bara ofsahræðslu hjá fólki.

Erla G (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega Erla. Þá myndi fólk klikkast og svo myndi hann ekki koma á réttum tíma, þá færi allt yfir um alls staðar.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Haldið ykkur!

Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 21:26

8 identicon

GUÐ HJÁLPI OKKUR       sef ekki í nótt...

Harpa Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:43

9 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ójá.þessi skjálftar færast nær Rvk..en svo var mér sagt að það kæmi einn enn stór fyrir ofan Hellu,þá er það við Heklu,vona bara að sú spá rætist ekki

Guðný Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 22:00

10 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Þetta er bara spurning um að festa þunga hluti og fara eftir leiðbeiningum . Við búum jú á Íslandi og það eru upplýsingar um hvað skal gera í símaskránni okkar . Þetta er samt svolítið óþægilegt .

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 22:05

11 Smámynd: Linda litla

Sammála Harpa. Ég lærði það þegar að suðurlandsskjálftinn var 2000 að hafa ekkert á veggjum fyrir ofan rúm, vegna þess að það er hægt að stórslasast við að fá eitthvað á höfuðið og jafnvel en hættulegra ef að það er þungur hlutur sem að getur hreinlega gert gat á höfuðið. T.d. eru oft hillur festar á vegg með styttum á, ekki gott að fá slíkt í höfuðið.

Og af hverju ekki festa lausamuni með kennaratyggjó ?? Það sér það enginn og þá eru minni líkur á að hlutir hrynji niður og brotni.

Vonum bara okkar besta, að þegar að stóri skjálftinn kemur að allt fari vel eins og það hefur farið í Suðurlandsskjálftum hingað til. Verum þakklát að lenda ekki í því eins og fórnarlömbin í Kína.

Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband