4.6.2008 | 22:24
Oj!!!! Ég flyt úr landi.
Er ekki verið að grínast ?? Ef að ég er hrædd við eitthvað, þá er það þetta helv..... og það er verið að flyjta inn 40.000 stk af þessu..... Ég ætla rétt að vona að þetta verði einhvers staðar hinu megin á landinu, þar sem að það hlýtur einvher að ætla að byrja á býflugnaræktun hérna. Hafði nú eiginlega haldið að hér væri of mikill kuldi.....
Ég er flutt..... farin úr landi, ég er svo hrædd við þetta. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að eignadinn byggi á móti mér og þær myndu sleppa og fljúga allar til mín.
over and out HONEY..
Býflugur fá leyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Skrýtið, ég er einmitt svolítill rasisti þegar kemur að flugum. Svartar ok, en röndóttar vekja alltaf skelfingu hjá mér.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.6.2008 kl. 22:31
Þessar krúttlegu hlussur eiga að fara á suðurlandið,Helgi ætlar að fara að framleiða hunang og þú átt að vera yfir-verkstóri í því dæmi tralllalala,þú færð meira að segja sér búning
Guðný Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 22:34
HA HA HA HA Gulla, þarna varstu svooo fyndin að ég hló upphátt hérna við tölvuna. Ég sé mig fyrir mér íröndóttum búning, alveg eins og stór randafluga. Já Anna mín, þá yrðir meira að segja þú hrædd við mig
En ég er svona, ég er skelfilega hrædd við þessar röndóttu hlussur. Það er ekkert sem að hræðir mig meira en þær.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 22:41
Ég vil nú frekar milljón svona kvikyndi frekar en skjálfta.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:00
Svei mér þá.... ég held að ég sé hræddari við flugurnar heldur en jarðskjálfta.
En myndi ekki biðja um milljón skjálfta í staðinn fyrir eina flugu.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:02
Endilega fluttu til Noregs! Þar eru bara geitungar...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:08
Geitungar angra mig ekki... skil það ekki. Bara þessar röndóttu hlussur.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:11
æi greyin óskup saklausar.
Gunnar Gunnarsson, 4.6.2008 kl. 23:12
Veit að þær eru meinlausar, ég er bara með randaflugu-phobiu.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:14
Ég er nú smeykari við geitunga en randaflugur, enda eru þeir mun árásagjarnari. Annars er mér mein illa við öll skordýr sem annað hvort bíta eða stinga, ég er með svo mikið ofnæmi
Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 23:15
Þá er það eðlilegt að vera smeykur við skordýr. En ég er reyndar líka með Köngulóar-phobíu, höndla ekki einu sinni dordingla.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:19
Ok ég flyt með þér. Hvert eigum við að fara? Hugs.. hugs... Svalbarða? Ætli það séu pöddur þar?
Tékka
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:24
Fyrirgefðu en nú flissaði ég. Svona get ég verið mikið kvikindi þegar að málin snúa ekki að mér
Annars er allt fullt af allskonar pöddu ættbálkum hér, ég get ekki einu sinni setið úti í garði á meðan ég smóka. Fæ þá bara bit í rassinn!
Sporðdrekinn, 4.6.2008 kl. 23:25
Hvaða hvaða,stelpur mínar,hunangsflugur og köngulær gera ekki flugu mein haha nema jú köngulærnar drepa flugur,,,
Guðný Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:28
Jenný við förum á norðurpólinn, ég trúi því ekki að það lifi flugur og skordýr þar. En verðum að muna eftir þvi að taka með okkur föðurland.
Það gat skeð að það væri púki í sporðdrekanum
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:28
Sko Gulla..... köngulær gera flugum mein.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 23:29
Já veit það en þær gera kannski ekki manni mein annað en að vefa sig út um allar svalir og urrr vefja sig um snúrurnar...skítt með flugurnar
Guðný Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:49
mikið er ég sammál ykkur stelpur,ég hata mest helv... geitungana,þeir eru bara ógeðsleg kvikindi,þeir eyðileggja alla útiveru fyrir mér,áður en geitungarnir komu hingað hataði ég randaflugurnar.. en ekki lengur því að þeir tóku við hehehe... er maður ekki skrítinn ???? ef moskító flugurnar koma hingað þá fer ég út úr húsi á sumrin og öll samskiptin mín við fólk fara í gegnum tölvuna.. og hana nú !!!
Dóra Maggý, 4.6.2008 kl. 23:51
hahaha.. égmeina þá ferég ekki út úr húsi allt sumarið.. sorrý og ég mun horfa bara á náttúrumyndir í tölvunni.... ohhh það yrði bara sorglegt
Dóra Maggý, 5.6.2008 kl. 00:02
Linda mín ! þú ert með svo mikið af skordýra matar-uppskriftum svo er ekki upplagt að veiða í matinn ???? hehehe. Velta þeim uppúr orly deigi og steikja, þá er komið hið fínasta snakk, rétt eins og með fíflana. Vala Matt lærði það af einni að steikja fifla hausana.
Aprílrós, 5.6.2008 kl. 00:14
Hvernig er hægt að vera hræddur við litlu saklausu býflugurnar, mér þykir vænt um þær. En vegna geitunganna í garðinum mínum hef ég vanrækt garðinn minn í nokkur ár
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:58
æææ þær eru svo loðnar og flottar. Fyrir tveimur árum síðan stakk ein hlussan mig og það var hrykalega sárt. En... mér finnst þær samt eiginlega flottastar í teiknimyndunum og verð eiginlega að viðurkenna að ég er líka hrædd við þær
Emma Vilhjálmsdóttir, 5.6.2008 kl. 01:01
Mér finnst þessar stóru ( big mamas ) æðislegar dúllur!! En blesssaðir geitungarnir - úff en maður verður bara að muna að ef þessar elskur væru þurrkaðar út - þá væri heimurinn ekki lengi til, þær smáu halda uppi stórum hluta vistkerfisins...
alva (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 01:44
Ef þetta eru genabíflugurnar sem framleiða mikið af hunangi, líst mér ekki á þetta. Þær eru árásargjarnar og gera hópárásir á einn mann í einu. Vona bara að þetta séu "Normal" flugur. Það er víst ódýrir fuglaflensu kjúklingar í dag tilbúnir til útflutnings og innflutnings hingað. Ætli það verði ekki næsti innflutningurinn. Flest dettur fólki í hug...
Óskar Arnórsson, 5.6.2008 kl. 05:10
Æ mér finnast þessar flugur voða krúttlegar - en bara í fjarlægð sko! En þessar sem er verið að flytja inn.....ER EKKI ALLT Í LAGI????? Til hvers eiginlega? Við höfum alveg nóg úrval af flugum hérna, takk kærlega. Þurfum ekkert fleiri.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:51
Markús: Ég myndi halda að þetta væru þessar flugur sem þú ert að tala um. Ég meina, ef að það er verið að flytja inn 40.000 bíflugur er það ekki í einum tilgangi ? Er það ekki fyrir hunangsframleiðslu ? Eða kannski bara til að hræða mig úr landi. hehe
Linda litla, 5.6.2008 kl. 10:49
Ég skil ekki af hverju það er leyft að flytja inn nýja dýrategund, hvað eina sem að gerir manni lífið leit!
Sporðdrekinn, 5.6.2008 kl. 13:58
Héddddna var einhver að tala um flugur
Iða Brá (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.