Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðileg jól öll

Við Kormákur viljum óska ykkur gleðilegra jóla elskurnar mínar og hafið það gott yfir jólin.

hgfopkd


Skötuveisla ? Mætti sleppa henni mín vegna.

Skötuveislur úti um allt. Mér hefur alltaf þótt skötulyktin ógeðsleg, en það er lán í óláni núna þar sem ég er búin að missa lyktarskynið. Í þessu tilfelli finnst mér það gott þar sem að mér er ofarlega í huga lyktin af skötunni. En aftur á móti, þá langar mig að finna lyktina af jólunum svo ekki sé minnst á kaffilykt og fleiri lyktar.

En ég er búin að venjast því að vera lyktarlaus og sætti mig því bara við það.


mbl.is Skatan smökkuð í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorláksmessa

Það er nokkuð ljóst að ég set ekki skötu inn fyrir minn munn í dag frekar en aðra daga. Annars byrjaði ég morguninn á að hella á könnuna og morgunmaturinn var ekki af verri endanum, það var ristað brauð með graflax og graflaxsósu nammi namm. Ekki slæm byrjun á degi það.

Hér er annars allt á hvolfi hjá mér, er þó búin að vaska upp, en allt jóladótið hér er út um allt og á ég eftir að ryksuga og strjúka yfir gólfið og þá mega jólin koma.

Kormákur er alveg að flippa yfir af spenningi hérna, suðar endalaust um að fá að opna bara einn pakka. Sem betur fer er nóg af barnaefni í sjónvarpinu,  það fær hann aðeins til að gleyma pökkunum. Ég var einmitt að enda við að pakka inn tveimur pökkum til hans, en það voru einmitt pakkarnir frá Tuma og Patta og Kormákur sagði að þeta væru greinilega bók og dvd diskur.

Ég fór í Bónus í gærkvöldi og kláraði matarinnkaupin fyrir jólin og kippti með rækjum og rjóma fyrir strákana, þeir verða auðvitað að fá sitt greyjin.

María og Rúnar eru hér ennþá en þau fara í dag/kvöld og koma aftur á jóladag/afmælisdaginn minn. Ég vildi samt að þau væru hérna hjá okkur á aðfangadag, en ég get ekki farið fram á það. Þau verða hjá Rúnars fjölskyldu á aðfangadag. Mér finnst samt að þau ættu að vera hérna. Þetta eru fyrstu jólin síðan María fæddist sem að hún verður ekki hjá mér, ég er viss um að við Kormákur verðum hálf einmana.

Ég henti inn smá bloggi fyrir Kormák áðan, endilega kíkið á síðuna hans, honum finnst svo gaman að sjá hverjir kvitta í gestabókina hans. www.barnaland.is/barn/15147

Annars nóg í bili, ætla að fara að koma mér að verki. Eigið góðan dag elskurnar.

Kv. Linda litla


Ferðasagan.

Já Kúba er yndisleg og fólkið á Kúbu er enn yndislegra. Það er alveg ljóst að við vinkonurnar eigum eftir að fara þangað aftur og á Las Morlas aftur hotelið sem að nýju vinir okkar eru að vinna á. Það er alveg magnað, við eignuðumst frábæra og góða vini þarna. Sumir eru að strkja sos þorpin og fleira, en við Vigga erum með nokkar adressur hjá fólki á Kúbu sem að við ætlum okkur að styrkja í framtíðinni. Það er ekki minna en það.

Við lentum í Varadero um klukkan hálf eitt miðvikudaginn 5 desember. Það var svakalegur hiti, fyrsti furðusjónin var löggubíll og eru þeir ekki í líkindum við löggubílana hérna heima. Þessi löggubíll var hvít Lada. En það er einmitt mikið af Lödum á Kúbu, margir leigubílar eru af þeirri gerð og ég held að fyndnasta Ladan sem við sáum var svona Lada limmó, það fannst okkur mjög sérstakt og fyndið. Við sáum líka Lödur með topplúgur og spojler, það er mjög sérstakt og málaðar með tripal táknum (ætli það séu ekki gæjarnir sem eru á þeim).

Við fórum á markaði, siglingu á eyju sem að er það fallegasta sem ég hef séð, Caya Blanco eyjan í Karabískahafinu og hafið er ofsalega fallegt. Á leiðinni þangað byrjuðum við að koma við og sulla með höfrungum, það var stutt, hefðum viljað vera lengur, en það var samt æðislegt. Það var matreiddur humar um borð og nammi namm geggjaður. Þegar við nálguðumst eyjuna þá var stoppað og við út í sjó að snorka, það var líka æðislegt að horfa á lífið í sjónum. Að því loknu var siglt í land og stoppað þar í einn-tvo tíma drukkið Pina Colada og borðað, þar var hlaðborð í boði. Þegar líða tók á daginn var siglt til baka og dansað og farið í leikiá bakaleiðinni. Komum heim á hotel, drulluuppgefnar en ánægðar með ferðina.

Einn daginn tókum við okkur bílaleigubíl og skelltum okkur til Havana. Vorum reyndar bara í Old Habana, en það var upplifun. Húsin skelfilega hrörleg og mörg komin að hruni en fólk býr samt í þeim. Fátæktin mikil og fólk þakklátt fyrir allar gjafirnar sem við vorum að færa þeim sem að innhéldu tannkrem, tannbursta, sápur, sjampó, snyrtivörur og ýmislegt fleira. Við leituðum okkur að heimgistingu til að prófa að búa á Kúbversku heimili. Það var líka mjög spes, rúmin voru ekki þau bestu, engin seta á klósettinu, vatnið í einhverju lamasessi og annað eftir því. En þetta var upplifun sem að við hefðum ekki viljað sleppa. Við fórum í skoðanaferð með hestvagni og var það frábært, maðurinn sagði okkur mikið frá öllum byggingum, kirkjum og slíku þarna.

Einn daginn fórum við í skóla í næsta bæ, og þangað fórum við með 150 stílabækur og skriffæri, yddara, strokleður, liti og ýmislegt fleira. Skólastjórinn sagði okkur að hún mætti ekki taka vi þessu, en hún gerði það samt og ætlaði að koma þessu á staði þar sem að mest væri þörfin en láta samt lítið bera á því.

Sundlaugargarðurinn og hotelströndin voru æði !!! og þar eyddum við miklum tíma. Við vorum í fríu fæði og húsnæði á hotelinu og munar alveg ofsalega um það. Á þriðja degi á Kúbu bilaði myndavélin mín og síðasta kvöldið okkar þarna þá var myndavélinni hennar Viggu stolið með 600 myndum og fullt af myndböndum, þannig að við eigum engar minningar frá ferðinni. En þjófnaðurinn var kærður og við erum að bíða og vona eftir því að þetta eigi kannski eftir að finnast. Það er ekkert verra að vera bjartsýnn.

Annars lentum við í Keflavík á miðvikudagsmorguninn klukkan 6:50 í drullukulda, eða okkur fannst það miðað við að við vorum búnar að eyða tveimur vikum í 30 stiga hita. Við erum ofsalega ánægðar með ferðina og  langar að þakka öllum sem tóku þátt í að láta okkur hafa dót til að færa fólkinu í landinu. Þetta lenti allt á góðum stað og að geta gefið svona frá sér gefur manni mikið, okkur leið vel þegar við gátum hjálpað fólkinu.

Held að þetta sé bara orðið ágætt hjá mér núna. Hafið það gott elskurnar mínar og farið þið varlega í jólastressinu, það ætla ég að gera.

Kv. Linda litla.


Kastró ætlar ad setjast í helgan stein.

Þar sem að ég kom nú frá Kúbu í gær morgun kom það mér á óvart að sjá þessa frétt á Mbl.is núna áðan. Ekkert var þetta rætt á Kúbu þegar að vi fórum þaðan, en það var einmitt mjög mikið samband á milli okkar og starfsmanna á hótelinu sem við vorum á Las Morlas.

Það er orðið tímabært að einhver annar taki við og vonandi verður það einhver sem gerir eitthvað í málunum þarna á Kúbu. Fólkið fær matarmiða til að fá mat en það er enginn á hærri launum þarna nema 15 pesós á mánuði nema það geti unnið sér einn "tips" til að rífa launin aðeins upp. En 15 pesós er ekki nema rúmar þúsund krónur. Og getur fólkið ekkert keypst sér fyrir þann pening þarna.

Þetta er sorglegt. Ef að þig langar að gleðja einhvern og senda út pakka og kannski smá pening með þá er peningurinn tekinn úr pakkanum áður en honum er komið til skila.


mbl.is Hvíta húsið: Kastróbréfið „athyglisvert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning og meiri rigning.

Tetta er búid ad vera frábaer ferd. Í dag og í gaer hefur bara rignt og vid haldid okkur innandyra, tad er engin smá úrkoma hérna. Fórum á sundlaugarbakkann í dag og lágum tar og audvitad fékk ég mér pina colada, ég sofnadi tar sem týdir ad ég er med fallega rauda rond framan á laerinu og á skoflungnum og snjóhvít á hlidunum og fyrir aftan. Ca. 10 mín. eftir ad vid fórum inn tá gerdi tokkalgega dembu og sem betur fer vorum vid komnar inn. En ég ligg bara á maganum í sólbadi á morgun, t.e.a.s. ef ad tad verdur ekki rigning.

Takk fyrir ad redda málunum fyrir mig tarna heima María mín. Ég verd ad vidurkenna tad ad ég er drulluhraedd um ad tú komir med blessad barnid á medan ég er hérna á Kúbunni.

Annars er bara allt fínt hédan, leidinlegt ad heyra ad vedrid sé svona heima.

Stutt blogg í dag, hafid tad gott elskurnar.

Kv. Linda litla á Kúbu.


Ferdin hálfnud.

Gódan daginn allir mínir bloggvinir og vinir. Núna er ferdin hálfnud og hún er búin ad vera rosa fín, fyrir utan smá hósta og astma. Vid Vigga erum ad fara í apótek í teirri von um ad fá astmalyf hérna einhvers stadar.

Dagurinn í gaer var mest megnis eyddur í kaupaedi. Fórum í Plaza America, en tad er stñrsta mollid hérna í Varadero. En ég get ekki sagt ad tad sé stórt, tad er minna en ein haed í kringlunni. En samt gaman ad skoda. Vid fórum sídan á markadi og spredudum soldid tar. Ásdís, ég er búin ad kaupa handa tér 2 fíla annar úr tré og hinn úr keramik.

Vid aetlum annars bara ad eyda deginum á strondinni tegar vid erum búnar ad fara í apótekid. Vid skiludum bílaleigubílnum í gaer, tannig ad núna forum vid um med rútu, hestvangi, taxa eda svona dósabíl, get eiginlega ekki líst tví meira en dósabíl tetta er eins og dós á tremur hjólum.

María og Kormákur, ég sakna ykkar rosalega mikid og hlakka til ad koma heim og ég efast ekkert um ad tú eigir erfitt med ad halda nidrí tér hlátri. Vid komum heim á midvikudaginn naesta, eigum eftir nokkra daga til ad fá meiri lit. By the way, brúna bakid mitt er ad flagna af. Aetli ég komi ekki bara hvít heim

Rétt í tessu var verid ad segja mér ad tad er spád rigningu naestu 5 daga..... ekki gott.

Hafid tad annars gott elskurnar og sjáumst hérna naest.

Kv. frá Lindu litlu á Kúbu.


Old Havana.

HOLA AMIGOS !!!

Jaeja núna erum vid búnar ad fara til Havana...... ó my God.... Tad er skelfilegt í Old Havana, fátaektin mikil, húsin ad hrynja, mikid af betlurum og fólk gengur um sníkjandi ad betla af okkur. Vid vorum tar eina nótt, gátum ekki hugsad okkur ad vera lengur. En vid gátum gefid allar gjafirnar tar og yfirleitt var fólk ofsalega takklátt en inn á milli var fólk sem var med frekju og vildi bara meira og meira. Ótrúlegt, ég held ad tad aetti ad vera takklátt fyrir ad fá eitthvad.

Vid gistum í heimahúsi og tad var eitthvad sem ad vid sjáum ekki eftir, fengum smá innsýn í Kúberskt heimilislíf. Rúmin voru skelfileg, onnur hlidin í rúminu hjá okkur Viggu var bara med einhverri hjólagrind undir. Vid fengum líka morgunmat tarna, hann var ágaetur og vid fórum tadan sáttar en slaemar í skrokknum. Ferdudumst med hestvagni ad skoda borgina og fengum sogu um baei og stadi beint í aed.

Fórum út ad borda á einum stad tarna og tad var geggjadur stadur, mikid sungid og dansad, tad er mikid tónlistarlíf á Kúbu. Eftir hestaferdina, gengum vid frá ollu og logdum af stad heim á Hotel í Varadero. Tad var yndislegt ad koma "heim".

Tetta er búid ad vera aedislegt og ferdin er ekki enn hálfnud. Vid fórum í skóla í dag med fullt af stílabókum, skriffñrum, litum, blýontum og fleiru. Skólastjórinn tók á móti okkur og hún var mjog takklát, en hún má ekki taka vid neinu svona. Tannig ad hún aetladi útbýta tessu med vari til teirra sem mest turfa á ad halda.

Tegar vid komum frá skólanum var bara komid heim á Hotel og slakad á, ég var ad koma inn en ég er einmitt búin ad vera ad liggja í sólbadi. Hinar kvensurnar eru allar inni á herbergi ad leggja sig.

Segi tetta ágñtt í bili og fyrirgefid mér bloggvinir en ég kíki ekki á neinar sídur, ég kem hingad inn og nae ad blogga fyrir tennan hálftíma sem ég kaupi. Internetid hérna er ekkert edlilega haegvirkt.

Hafid tad gott, tad aetla ég ad gera. Sjáumst í naestu faerslu.

Kv. Linda litla á Kúbu sem er ekki lengur sólbrennd, bara brún ;o)


Ónýt myndavél

Tetta er búid ad vera frábaer dagur í dag. Vid voknudum klukkan 7 í morgun, eftir morgunmat fórum vid med rútu og fengum ad sulla smá med hofrungum, ekki mikid samt, hefdum viljad vera mikid lengur. En tad var tekin mynd af okkur til sonnunar. Tadan fórum vid med bát til eyju sem heitir Cay´a Blanco, á leidinni tangad var stoppad og vid fengum ad snorka og tad var geggjad, hefdi ekki ímyndad mér ad tad vaeri svona gaman. En vid snorkudum í klukkutíma og fórum svo í land á eyjuna, hún var gedveikt flott. Tar var salsa kennsla í gangi og audvitad var tad prófad og hlegid mikid. Fengum flottan mat á eyjunni. Gleymdi ad segja ad vid fengum líka humarhala um bord í bátnum, ofsalega gódur. Á leidinni heim var svakalegt stud og farid í leiki og dansad í bátnum, tessi dagur er búinn ad vera frábaer. Eitt leidinlegt vid hann, sem reyndar er ekkert haegt ad gera í, nýja kodak vélin mín klikkadi. Tannig ad ég er ekki ad fara ad taka fleiri myndir á hana, en vid Vigga notum hennar vél bara saman. Komum heim á hotelid um hálf sex, og ég get sagt ykkur tad ad ég fékk rosamikinn lit í dag. Fallega dokk vínraudann.

Í fyrramálid forum vid svo á faetur klukkan hálf átta, fáum bílaleigubílinn klukkan hálf níu. Tá verùr allt tilbúid, allar gjafirnar okkar og tad verdur lagt í hann til HAVANA. En fátaektin er svo mikil tar ad vid aetlum ad gefa allar gjafirnar tar. Tad verdur ekkert smá gaman. Tad er reyndar búid ad vera geggjad gaman og verid viss um tad ad tad koma inn fullt af myndum frá Kúbu tegar ég kem heim.

Nóg í bili, tessar tolvur hérna eru ekki alveg ad gera sig. Hafid tad gott, vid aetlum ad gera tad. bae bae... kvedja frá Kúbu.

Linda litla skadbrennda.


kobbidíkobb

Jaea. Gódur dagur í dag. Fyrir utan tad ad vid liggjum alltaf á barnum tá tókum vid okkur smá pásu frá tví og skelltum okkur á stóra markadinn hér í Varadero. Og audvitad var eytt eitthvad af peningum.

Á morgun forum vid í bátsferd og forum ad synda med hofrungum,ég er ekkert smá spennt fyrir tví. Svo á laugardaginn tokum vid bílaleigubíl og forum til Havana og aetlum ad vera tar fram a sunnudag.

Annars er vedrid rosa gott og rakinn gífurlegur. Tad er vetur hérna en samt lekur af okkur svitinn. Vi`fórum á markadinn í dag med hestvagni, var soldid kúl he he he en ekki besti ferdamátinn, aetlñum ekki ad gera tad aftur. Nóg í bili, tangad til naest.

Kv. Linda litla á Kúbu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband