Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Komnar til Kúbu.

Jaeja, tá erum vid maettar á stadinn. Flugid gekk rosalega vel og var millilent í Halifax í Kanada. Stoppid tar var sirka 2 til 3 sígó og svo var farid af stad aftur, tad var snjór og frost í Halifax. Vid tókum rútu frá flugvellinum hérna og á hotelid. Ég verd eiginlega ad segja tad ad ég vard fyrir miklum vonbrigdum med hotelid, en tad er ekki adalmálid tví ekki aetla ég ad hanga tar allan daginn he he he

Vid byrjudum á ad fá okkur ad borda hérna á hotelinu og tad var hladbord, tad var ágaett. Ekkert nema smáfuglar í kringum okkur ad borda leifar af diskunum. Svo kíktum vid Vigga adeins í sjóinn en hann er alveg ofsalega fallegur og hreinn. Skelltum okkur allar á lobby barinn og fengum okkur tjódardrykk kúbverja Mojito og hann var alveg geggjadur, tannig ad ég fékk mér annan. he he he

Núna aetlum vid vinkonurnar ad kíkja hér adeins í tolvu og aetlum svo adeins ad halla okkur, erum hálfdasadar eftir tetta langa flug. Ég kem alveg orugglega ekki til med ad blogga á hverjum degi. En ef ad einhver tarf ad ná í mig, tá er haegt ad senda mér tolvupóst á lindajons@msn.com

Nóg í bili, sjáumst fljótlega. María gangi tér vel med bródir tinn. Kv. Linda litla á Kúbunni.


Við förum með gjafir handa fátækum.

Jæja !!!!! Þá er komið að því Grin Eftir tvo tíma leggjum við í hann til Keflavíkur. Við erum búnar að vera duglegar að setja gjafir í poka handa Kúbubúum. Það tók dágóðann tíma að setja allt í poka, en þetta var stemming og jólalög hljómuðu undir. 100_0712100_0714100_0713Þetta voru örugglega um hundrað pokar sem við settum í, bæði krakkapokar og svona pokar fyrir konur. Svo erum við með helling að dóti sem við ætlum að fara með í skóla. Þ.á.m. 150 stk af stílabókum. Söfnunin gekk rosalega vel, það eru t.d. tannkremstúpa í hverjum einasta gjafapoka.

Við förum fjórar til Kúbu. Það eru ég og Vigga vinkona og Hrafnhildur mamma hennar Viggu og Stella vinkona hennar. Auðvitað tókum við myndir af okkur til að setja hér á síðuna kvöldið sem við förum. 100_0710100_0717100_0718100_0711 Kormákur fór til pabba síns í dag og ætlar að vera hjá honum í nótt og svo kemur María á morgun og verður hérna heima á meðan ég er úti. Og það er eins gott fyrir að koma ekki með barnabarnið á meðan af því að ég ætla að vera viðstödd fæðingu þess.

Tumi og Patti eru reyndar ekki alveg sáttir við það að við skulum vera að yfirgefa þá. Þeir eru búnir að heltaka ferðatöskurnar og neita að færa sig af þeim, eins og þið sjáið. 100_0715Og svona rétt í restina ætla ég að segja ykkur frá afmælinu hans Markúsar sem að við héldum upp á í dag, en Markús varð einmitt 1. árs í dag. Og fyrir þá sem ekki vita það þá er Markús kanínubangsinn hans Kormáks. Afmælið gekk alveg dúndur vel og komu nokkrir afmælisgestir og komu allir gestirnir með bangsa í afmælið. Hér var á boðstólnum nammi-skúffukaka, pönnukökur og mjólk og svo pepsi max og kaffi fyrir fullorðna. 000_0044 Annars er þetta bara orðið gott í bili, enda styttist í að við förum á flugvöllinn (tengdó keyrir okkur). Hafið þið gott elskurnar þangað til næst, en ég ætla að reyna að blogga eitthvað á Kúbu. Bæ bæ

Kv. Linda litla bráðum sólbrúna.


Dagurinn í dag.

Þetta er nú soldið skondin stjörnuspá fyrir daginn í dag "laðar að þér allan fágaða útbúnaðinn á leiðinni" Hva ? Þá á leiðinni til Kúbu í nótt ??
Líka skondið að "Hrútur og Tvíburi séu upplagðir í þetta ævintýri" Við erum jú eins og þið ættuð að vera að farin að vita að fara til Kúbu og Vigga er HRÚTUR Grin en ég veit ekki með Hrafnhildi (mama) og Stellu, kannski er önnur hvor eða báðar tvíburar he he verð eiginlega að kanna málið.
STEINGEIT 22. desember - 19. janúar
Þú ert í James Bond-skapi og laðar að þér allan fágaða útbúnaðinn á leiðinni. Hrútur og tvíburi eru upplagðir félagar í þetta ævintýri.

Sólarhringur eftir....

Jæja, núna er ekki nema einn sólarhringur þar til við förum til Kúbu og ég verð að viðurkenna það að það er enginn spenningur kominn í mig ennþá, ekki einu sinni kvíðahlakk. En kvíðahlakk er einmitt mjög sterk tilfinning í mínu lífi, þar sem að ég þjáist svolítið af kvíða.

Ég fékk reyndar smá sjokk í kvöld..... sko, Linda litla ætlaði að fara að finna passann sinn, en hann fannst ekki. Ég var alveg miður mín, orðin ein stress-tauga-hrúga og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Ég var eiginlega komin að því að hringja í Viggu og segja henni að ég kæmist ekki með til Kúbu. En samt þorði ég því ekki, ég var alveg í sjokki. Ég fékk í magann og allar græjur og þurfti að heilsa upp á Hr. Gustavsberg á tímabili, en svo kveikti ég allt í einu á perunni og mundi hvar helv.... passinn var. Þannig að ég er eignlega reddí í að fara fyrir utan það að ég á eftir að pakka niður, en ég geri það bara annað kvöld áður en við förum það liggur ekkert á því.

Ég hafði samband við hárgreiðslukonu í dag sem að kom hingað heim upp úr klukkan 7 og klippti mig, ég gat ómögulega farið svona um hárið til útlanda, ég var eins og úfið hænurassgat. Núna er ég rosa ánægð með hárið á mér, hún bjargaði mér alveg og svo kostaði þetta bara 2000 kall. Enginn peningur fyrir að bjarga á mér hausnum.

Það verður nóg að gera hjámérá morgun, við Kormákur ætlum að halda upp á 1. árs afmælið hans Markúsar, en Markús er kanína sem hann á sko........ kanínubangsi. Afmælið byrjar klukkan 3 og stendur til 5 og það koma 5 krakkar í afmælið og auðvitað mæta þau með bangsana sína. Ég ætla að baka skúffuköku og pönnukökur í fyrramálið fyrir þau.

Það var nú ekki mikið pláss í rúminu hjá Kormáki í kvöld þegar hann fór að sofa, Rebbi og Markús sem eru vanir að sofa hjá honum gátu það ekki í nótt af því að Markús er kominn með kórónu og slaufu fyrir morgundaginn og Rebbi slaufu, en EL SVÍNOS 100_3501 svaf upp í hjá honum í staðinn og EL SVÍNOS er sko enginn smá smíði. Hann er spænskur og hann kom með mér til Íslands í sumar þegar ég kom frá Spáni. Ég er ekki frá því að hann hafi tekið hálft rúmið hjá honum.

Þetta er nú eiginelga bara ágætt í bili, hafið það bara gott elskurnar þangað til næst. Ég skrifa örugglega eitthvað kveðjublogg hérna annað kvöld áður en við skellum okkur í flug.

Bæ bæ Kv. Linda litla.thumb_12647_633321913115156250


Ástralskur Hrói Höttur ?

Þetta er hreinlega snilldarfrétt, ætli ástralskur Hrói Höttur sé mættur á svæðið ?

Mér finnst reyndar magnað að þeir skuli hafa getað hirt 16 tonn og ekki komist upp um þá. Ótrúlega samt almennilegir að skilja eftir jólakort he he he Bandit


mbl.is Stálu sextán tonnum af skinku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að strippa.

Við kvenþjóðin fáum sem sagt ekki að njóta þess að horfa a fallegan kroppin á Brad Pitt framar.

Ætli það hafi verið frúin Angelina Jolie sem ákvað að deila honum meira með okkur ??

Ég skil það reyndar ósköp vel að hún vilji eiga hann fyrir sig eina, ég myndi vilja það líka ef að hann væri minn he he he

 


mbl.is Aldrei aftur allsber Pitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir eru harmi slegnir.

Það verður bænastund í dag í Keflavíkurkirkju klukkan 18.

Ég vil senda foreldrum barnsins og fjölskyldu samúðarkveðjur.

Ég bað fyrir fjölskyldunni í gærkvöldi þegar ég fór að sofa. Þetta er hræðileg sorg, og eru allir landsmenn held ég harmi slegnir yfir þessu.

Elsku fjölskylda, Guð veri með ykkur.


mbl.is Bæjarbúar eru harmi slegnir yfir banaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún óskaði þess að amma hans dytti niður dauð !!

Þetta er bara fyndið...... 82 ára kvennsa slær manninn utan undir og segir að hún óski þess að amma hans dytti niður dauð. Þetta er nú bara eins og atriði úr einhverjum gamanþætti, sé þetta eiginelga fyrir mér hehehehehehe
mbl.is Norsk amma réðist á fílhraustan karlmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það styttist í Fidel Castro

Jæja, þetta er búin að vera ágætis helgi. María er búin að vera hjá mér síðan á miðvikudag og erum við búnar að versla og versla jólagjafir alveg til hægri og vinstri og svo var ég sett í að pakka inn í dag, þar sem að dótturinn þykist ekki kunna að pakka inn. Við fórum í bíó á föstudagskvöldið og fórum á myndina "Dan in real life" hún var ágæt, en ekkert geðveikislega fyndin.

Ég gaf Kormáki 3 leikhúsmiða á Gosa áður en hann fór til pabba síns, þannig að hann, Ragnar bróðir hans og pabbi hans gætu farið saman í leikhús um helgina. Ég hef ekki hott Kormák ennþá þannig að ég veit ekki hvernig var, en ég er reyndar alveg viss um að það hafi verið gaman.

Nú styttist í Kúbuferðina, við erum komnar með alveg helling af dóti sem að við ætlum að gefa. Rétt áðan kom kona frá Selfossi með fullan poka fyrir okkur til að taka með og gefa. Ég auglýsti nefnilega á www.barnaland.is og fékk mjög góð viðbrögð þar. Já, við fljúgum á aðfaranótt miðvikudags, þannig að það verður ekkert sofaið á þriðjudagsnóttina. Þetta er eiginlega góðgerðarferð en ekki skemmtiferð. En við eigum eftir að njóta þess að gefa fólkinu gjafir, það er einmitt það sem að ég hlakka mest til held ég.

Jæja, annars segi ég þetta bara nóg í bili og hafið það gott þangað til næst. Kv. Linda litla.


Hræðilegt.

Við erum að tala um að það liggur fjögurra ára gamallt barn illa haldið á sjúkrahúsi vegna þess að það var ekið á það klukkan 5 í dag.

Er ekki byrjað að dimma klukkan 5 ?

Hvar eru foreldrar 4 ára gamals barns sem er úti í myrkrinu klukkan 5 síðdegis ???

Á svona lagað að geta komið fyrir svona ungt barn ?? Án vitnis foreldra..... hvar voru foreldrarnir ???

Þetta er hræðilegt að heyra að ökumaðurinn skuli hafa stungið af, og ég vona svo sannarlega að hann finnist og í guðanna bænum foreldrar EKKI LÁTA BÖRNIN VERA EIN ÚTI Í MYRKRINU !


mbl.is Allar vísbendingar kannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband