Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 14:33
Viðbrigði, vann í 17 tíma.
Það eru nú heldur betur breytingar hjá mér þessa helgina. Ég hef ekki unnið í tæp 5 ár og í gær vann ég frá 12 á hádegi til 5 í morgun, í 17 tíma tak fyrir, ef að ég var ekki þreytt, þá er ekki hægt að vera þreyttur, en þetta er góð þreyta og fyrir henni hef ég ekki fundið fyrir lengi. Svo byrjaði ég að vinna á hádegi í dag og er að vinna til 10 í kvöld, og þá er fyrstu vinnuhelginni minni lokið.
Ég er búin að passa mig alla helgina í matarmálunum og ekki borðað neitt nammi, en fékk mér reyndar eina kók í gær, en það er líka eina gosið sem ég er búin að fá mér. Þegar ég kem heim þá ætla ég að taka mig á í hjólamálunum og vera aktív í þeim.
Eins og áður, þá er ekkert að frétta hjá mér, nema ég er bara að vinna og það er æðislegt, .það er bara frábært að hitta allt þetta fólk sem að ég hef ekki séð í mörg ár, og það eru ansi margir. Og allir margir fagna mér með kossum og knúsi.
Segjum þessa bloggfærslu stutta og netta í dag, ætti kannski að vinna eitthvað fyrir laununum mínum.
Kv. Linda litla (glaða amman)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.1.2008 | 18:29
Bloggað í vinnunni.
Jæja, þetta er nú búið að vera aldeili fínir dagar. Fór með Árna austur á Hellu í gær, lentum í smábyl og það var keyrt á 40 þar til vorum komin upp brekkuna hjá litlu kaffistofunni, þá batnaði veðrið. Hellisheiðin var lokuð og fórum við því þrengslin, þar var svolítil hálka en veðrið fínt. Ég byrjaði á því þegar ég kom á Hellu að kíkja á pabbaog mömmu í klukkutíma og skellti mér svo í vinnuna, það var ég til hálf eitt í gærkvöldi. Nú ég gisti hjá Gullu, aumingja Gulla þurfti að þola í mér hroturnar heila nótt. Fór til pa og ma upp úr klukkan 11 í morgun, gleypti í mig flatbrauð og svo beint í vinnu, mér finnst æðislegt að ég er farin að gera eitthvað. Ég byrjaði klukkan tólf á hádegi og ætla að vinna fram á lokun, og vera á barnum ef að eitthvað verður að gera.
Annars er lítið annað að ske, ég get engum myndum hent inn hérna þannig að það verður að bíða betri tíma. Var einmitt að mynda Nóru, kisuna þeirra pa og ma í gær, hún er algjör loðbolti.
Ég held að planið sé eitthvað að breytast hjá mér, ég ætlaði í sveitina á mánudaginn og hjálpa til með flutninga, en það lítur´út fyrir að það breytist að María og músin mín komi frekar með mér heim. Þar sem það er seinkun á flutningi hjá þeim.
Takk í dag, sjáumst . Kv. Linda litla (stolta amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 23:05
Barnavagn, skilrúm, vinna, flutningar, ömmu-mús og fleira.
Jæja, það má nú eiginelga segja að það sé komin helgi hjá mér. Kormákur fer í skólann í fyrramálið og pabbi hans sækir hann, hann skilar honum svo í skólann á mánudaginn og þá sækir Björk hann og hann verður hjá Björk og Berg fram á miðvikudag. Ég er að fara austur á Hellu eftir hádegið á morgun, og verð að vinna alla helgina fyrir austan (loksins, vinna. hef ekki unnið síðan 2003). Svo á mánudagsmorguninn fer ég í sveitina til Maríu, Rúnars og ömmu-músarinnar minnar og hjálpa þeim að flytja, en það er loksins að skella á. En þar verð ég fram á miðvikudag og ég vona að þau mæðginin komi með mér suður og verði hjá mér í einhverja daga.
Við Björk fórum í Hafnarfjörðinn í dag og sóttum barnavagn sem mér var gefið í gegnum www.barnaland.is , þetta er rosa flottur vagn og á hann eftir að koma að góðum notum hérna heima. Þá þarf María ekki alltaf að vera að taka sinn vagn með þegar hún er að koma til mín. Í kvöld kom svo par að kaupa af mér skilrúmið sem ég var að selja, en ég var einmitt að selja það í gegn um www.barnaland.is ég elska þennan vef, er alltaf hangandiá honum ef að ég er í tölvunni, enda mikið búin að versla þarna og einnig fá gefins. Fólkið bauð 4000 í skilrúmið og ég tók því. Þegar við Björk fórum og sóttum vagninn þá vissi ég eiginlega ekki hvort að ég ætti að hlæja eða gráta, hvað haldið þið að konan hafi spurt mig að ?!?!?!?!?!?!? Hún spurði hvort að Björk væri dóttur mín !!!!!!!!!! Er Björk svona ungleg, eða er það ég sem er svona assskoti ellileg ?? Við urðum gjörsamlega eins og einhverjir kartöfluálfar og sögðum í kór... "nei, við erum á svipuðum aldri"
Annars veit ég ekki hvernig þetta verður hjá mér, hvort að ég bloggi nokkuð fyrr en ég kem heim á miðvikudaginn. Ef að ég kemst í tölvu á Hellu þá blogga ég annars verður bara nóg að skrifa þegar ég kem heim á miðvikudaginn.
Hafið það gott elskurnar mínar og njótið helgarinnar, skellið ykkur á skíði eða sleða. Núna er einmitt snjórinn til þess.
Kv. Linda litla (montna amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.1.2008 | 15:34
Nýbökuð langamma 63 i dag.
Mamma er 63 ára i dag. Til hamingju með daginn mamma mín.
Hér er einmitt mynd af hjónakornunum í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2008 | 23:10
Svefninn sækir a mig......
Þetta er svo sannarlega buið að vera letidagur i dag, eg svaf til half tvö, for ut að þvælast, kom heim um 4 og sofnaði yfir sjonvarpiu til held eg half 7. Eg er buin að vera með hausverk og leiðindi, vona bara að eg verði hressari a morgun. Eg þarf að fara i bankann minn a Hlemmi og skreppa i Hafnarfjörðinn og sækja barnavagn sem verið var að gefa mer, til að hafa ömmustrakinn minn i þegar þau eru hja mer.
Björk og Bergur eru buin að vera hja okkur siðan i gær en þau foru heim i kvöldþ A von a þeim aftur a morgun. Það er alveg yndislegt hvað þeir eru miklir vinir Kormakur og Bergur.
Eg er að vonast til þess að eg fari a Selfoss a morgun, eg er komin með frahvarfseinkenni fra ömmumusinni minni. Eg er alltarf að fara inn a www.barnaland.is/barn/65282 að skoða musina mina.
Eg er buin að heyra nokkrum sinnum i Mariu i dag og hun er alltaf að tala i kringum að eg komi i heimsokn. Hun bjost við þvi að þau færu heim a morgun i sveitina. Eg se til a morgun hvað eg geri.
Ekkert neitt meira að segja nuan, nema bara hafið þið það gott elskurnar.
Kv. Linda litla (stolta amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2008 | 00:25
Blogg i tæp 5 ar.
Nuna er þriðji dagur i ömmu. Eg for ekki að kikja a litlu musina mina i dag, að sökum veðurs. Eg var að hugsa það i gærkvöldi að það er komið vel a fimmta ar sem eg er að blogga, og blog.is finnst mer vera besti staðurinn til að blogga a. Það er einmitt mikið buið að tala um það undanfarið að allir seu farnir að blogga, að þetta se eins og einvher tiskubylgja. Eg byrjaði að blogga 2003 þegar eg veiktist og hætti að vinna, þegar eg svaf ekki solarhringum saman. Bloggið bjargaði mer svo sannarlega a þeim tima, eg opnaði heimasiðuna hans Kormaks a sama tima, endilega kikið a hana bloggvinir minir www.barnaland.is/barn/15147 i leiðinni getið þið kikt a siðuna hja ömmumusinnni minni www.barnaland.is/barn/65282 , en hingað til þa hef eg alveg seð um hana og geri það örugglega eitthvað afram. Mer finnst gaman að þessu, það kemur fyrir að eg er mikið ein og þetta er goð leið til að stytta ser stundir og jafnvel bulla i folki. Eg man einmitt a fyrsta blogginu minu sem het www.lindajons.blogspot.com það var eitthvað að ganga brösuglega hja mer http://linda-jons.blogspot.com/ þar gerði eg mikið i að reyta af mer einvherja brandara og var stanslaust fyndin og inn a milli talaði eg um lyfjafiknina mina. Enn eitt bloggið mitt er http://blog.central.is/lindajons va hvað það er mikið af þessu, en siðasta bloggið mitt aður en eg kom hingað inn var einmitt www.bestalitla.bloggar.is og her er eg nuna og er ekki að fara neitt, það er sama hvað þið reynið..... eg fer ekki !!!
Eg veit að eg er klikkuð, eg geri ekkert annað en að mynda kettina mina, þeir eru bara svo mikil krutt.
Svo ein mynd af sttoru musinni minni og Vilborgu vinkonu hans, en hun gisti einmitt herna hja okkur um helgina og var mikið stuð a okkur, serstaklega fannst þeim nu samt að fara a Arbæjarlaugina.
Jæja.... nog fra mer i dag....... by the way, hvað i osköpunum a eg að gera til þess að komman virki a lyuklaborðinu, þetta er að gera mig meira grahærða en eg er.....
Kv. Linda litla (amma)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 13:42
Litla ömmumusin min.
Ef að ömmustrakurinn minn er ekki sætastur, þa veit eg ekki hvað. Hann er svo slettur og finn og pruður, það heyrist ekkert i honum. Set herna inn nokkra myndir af honum Linda Mariusi
Er maður ekki sætastur ?? Ekki einu sinni orðinn solarhrings gamall og svo slettur og finn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.1.2008 | 20:29
Amma i dag 36 ara
Jæja, þa er elsku ömmustrakurinn kominn i heiminn og hann var 14 merkur og 54 cm.
Herna erum við, eg og Sigrun amma.
Bloggar | Breytt 21.1.2008 kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.1.2008 | 20:24
Nu er skak og mat.
Fischer hvíli í íslenskri mold | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2008 | 01:19
Tiltektaralfur og Sorpuberi.
Tiltektaralfurinn og Sorpuberinn komu i heimsokn i dag og nanast tæmdu ibuðina hja mer. Þvilik gleði og hamingja. Jolaskraut, borð, tölvuturnar, skogrind og fleira er komið niður i geymslu. Örugglega 10 ruslapokar af rusli, fötum, gardinum, leikföngum o.þ.h. og storar leikfangaumbuðir eru komnar ut i bil og biða eftiir að komast a Sorpu. Það er allt annað að sja ibuðina mina, eg er ekki fra þvi að hun hafi stækkað um nokkra fermetra. Svo ekki se minnst a allt skapaplassið sem komið er. Nu bið eg bara morgundagsins þar sem að eg a von hreingerningaalfinum og breytingagurunum. Þa a ibuðin eftir að ilma eins og AJAX og husgögnin að færast a milli herbergja.
Þetta er annars buið að vera storgoður dagur. Eg skrapp i bakariið um hadegið og keypti runstykki og kringlur þar sem að eg atti von a Unni i kaffi. Við satum og atum og spjölluðum um lifið og tilveruna. Kormakur og Vilborg komu heim eftir skola, þau leku ser fram að kvöldmat, þa skelltu þau ser i bað, svo var hattað og sofnuðu þau yfir einvherri teiknimynd i dvd-inu.
Vigga og Florin komu eftir hadegið og ætla að vera herna um helgina, Florin er að vinna i bænum nuna og við Vigga ætlum að stinga saman nefjum a meðan og t.d. fara i heita pottinn a morgun og svo ætlum við að skreppa i HUSASMIÐJUNA OG KAUPA EINS OG EITT STYKKI ÞREKHJOL. Það er eins gott að min taki sig a þegar að hjolið verður komið a heimilið he he he
Annars er þetta bara buið að vera goður dagur i dag og eg þar af leiðandi buin að vera brosandi ut að eyrum. Segi þetta gott i bili, þangað til næst elskurnar minar. Hafið það gott og eigið þið goða helgi.
Kv. Linda litla (braðum amma)
p.s. vildi bara lata ykkur vita að slimtappinn er farinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Innlent
- Eldur í ruslagámi á Suðurlandsbrautinni
- Aldrei tekist áður í heiminum
- Undirbúa vatnsaflsvirkjun á Austurlandi
- Sigldu yfir tún til að bjarga innlyksa konu
- Rennslið minnkar en bæir enn innlyksa
- Grét sig í svefn í 15 ár
- Skiptifarþegar aldrei verið fleiri
- Þórður ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks
- Erlendir verktakar gætu komið að Fossvogsbrúnni
- Hefja undirbúning verkfalla