Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
19.11.2008 | 07:32
Hvað er málið ??
Bíddu við ......... er Kínaforseti ekki að mæla sér mót við rangan mann??
Kínaforseti hitti Fidel Kastro og ræddi verslun á nikkel og sykri við hann....... er Raúl Kastró ekki tekið við að Fidel bróður sínum ?? Eða er það bara einhver sýndarleikur ??
Langar svoooooo til Kúbu, fór þangað í desember í fyrra og er var það æðislegt. Engar ferðir til Kúbu þetta árið, þær voru allar felldar niður.
Jæja, nóg í bili svona snemma morguns.
GÓÐAN ALLIR OG VELKOMNIR Á FÆTUR:
![]() |
Kínaforseti hitti Castro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 09:40
Það hefði betur farið einhver annar en hann.
Ég á eftir að sjá mikið eftir honum Guðna Mínum Ágústsyni. Held að það hefðu einhverjir aðrir en hann átt að segja af sér.
Annars finnst mér gott hjá Guðna að segja af sér og koma sér úr þessum skrípaleik. Það kemur í ljós hvað Guðni gerir. Kannski er hann .....
hættur....
stofnar nýjan flokk....
bara kominn með nóg af ríkisstjórninni.....
Nákvæmlega, við almúginn getum ekki sagt upp til að komast úr þessu bullshit-i, við þurfum að líða þetta áfram.
Hvað er annars málið ?? Hvað er í gangi ?? Einvher einn sem að skuldaði bönkunum 1000 milljarða..... og hvað ?? Fáum við ekki að vita hver það er ?? það er nú engin smá upphæð.
Guðni minn, ég er stolt af þér að þú skulir hafa sagt upp. Þó fyrr hefði verið.
Ég segi bara eins og Siv.... "ég virði hans ákvörðun, en ég mun sakna hans".
![]() |
Guðna verður saknað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2008 | 08:06
Gott að ekki fór verr.
Mikið er gott að ekki fór verr, það var gott að húsið var mannlaust. Eins er gott að heyra að hesthúsið slapp, það er einmitt held ég ansi mikið af hestafólki sem býr í Þykkvabænum.
Veit einhver hvar bruninn var ?? Hjá hverjum ?
Jæja út í allt annað. Við mæðginin erum auðvitað komin á fætur, Kormákur situr við eldhúsborðið og les um leið og hann borðar súrmjólkina sína og ég ákvað að henda inn hérna nokkrum línum áður en ég fer í Brautarholtið, en ég ætla einmitt að kanna stadusinn á Baðhúsinu og jafnvel skrá mig þar inn og fara á mæta á svæið a morgnana og hreyfa mig. Ég hef verið í Baðhúsinu áður og gekk það rosalega vel og finnst mér tímabært að ég fari að drulla mér til að gera eitthvað áður en ég spring.
Við Kormákur vorum líka að ræða það í gærkvöldi að sundið verður að fara að byrja hjá okkur og hann sagði að ef að ég nennti ekki þá ætlar hann að fá Elínu vinkonu sínu til að koma með sér eftir skóla á daginn. Það er náttla bara gott mál. En ég ætla samt að reyna að fara að stunda sundið líka.
Jæja gott mál......síjú leiter. Kíki á ykkur þegar ég kem heim eftir baðhúskönnunarferð.
Kv. Linda litla sem ætlar að fara að verða dugleg.
![]() |
Bruni í Þykkvabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 18:53
Til hamingju með daginn !!
Elsku Jón Ingi minn, til hamingju með 5 ára afmælisdaginn þinn.
Þessi mynd er tekin í afmælisveislunni sem var í gær.
Nú í gær gerðist meira en bara afmæli..... elsku Bína vinkona mín varð AMMA !! Elsku Bína og Deddi til hamingju með ömmu og afa titilinn. Og Elsku Selma mín til hamingju með litla prinsinn, hann er yndislegur.
Hér er litli prinsinn, ég stal (fékk leyfi) þessari mynd af bloggsíðu afans.
Annars er lítið búið að gerast í mínu lífi, ég er ennþá svona veik í maganum. Ætli hann sé ekki í uppreisn ?? Búinn að fá nóg af því sem að ég læt ofan í mig ha ??? Hvað haldið þið ha ??
Elsku ömmustrákurinn minn er kominn með þessa magapest, vonandi fer hann að lagast þessi elska.
Ekkert að ske hjá mér, þetta er bara stutt blogg. Jú, ég ætla að skreppa í Baðhúsið í fyrramálið og athuga með árskort, verð að fara að taka mig á eitthvað.
Annars var ég að tala við hana Gullu í símann áðan og hún var að segja að við ættum að stofna "fitubollufélagið" mér líst helv.... vel á það híhí
Nóg í bili, hafið það gott elskurnar.
Kv. Linda litla fitubollufélagi.
p.s. ein mynd af Gullu í restina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2008 | 00:19
Leyfum okkur að brosa.
Einn góður sem að Sigurbjörg systir sendi mér.
Maðurinn hafði fundið aðra - svo hún átti að flytja út.
Hún eyddi fyrsta deginum með að pakka öllu niður í kassa.
Næsta dag kom fluttningsbíllinn og sótti allt dótið.
Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drak flösku af Chardonnay.
Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð
rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum !
Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.
Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir
ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.
Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega kanski voru þar dauðar mýsog rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.
Meindýravörnin var kölluð til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga.
Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega.
Ekkert hjálpaði.
Vinirnir hættu að koma í heimsókn.
Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu.
Húshjálpin sagði upp.
Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.
Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.
Hann sagði henni söguna um rotna húsið.
Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.
Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.
Hún samþykkti það.
Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót
til að keyra því yfir í nýja húsið.
- þar á meðal gardínustöngunum!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.11.2008 | 23:46
Stutt myndablogg.
Ég trúi því nú varla að það séu 10 dagar síðan ég bloggaði, en það er víst rétt.
Ég er heima hjá mér núna, ekki á Hellu eins og ég ætti að vera. Ég er búin að vera með ógeðslega magapest í nokkra daga og treysti mér ekki til að fara austur.
María og Hjörleifur eru hérna hjá mér, það er nú hálfasnalegt að vera heima hjá sér og enginn Kormákur. Tók smá myndband áðan af honum Hjörleifi mínum. Verð að leyfa ykkur að sjá það. Þvílíka rassgatarófan. En ég er víst enginn snilli að setja það inn, reyni það á eftir þegar ég er búin að blogga.
Nú Hafdís frænka kom í mat til okkar í síðustu viku og var rosalega gaman að fá hana í heimsókn.
Hér er krúttin Hafdís og Kormákur.
Hafdís og Hjörleifur.
Rúnar og Hjörleifur.
María og Hjörleifur.
Gulla og Kormákur.
Hendi inn fleiri myndum við tækifæri.
Hef ekkert að segja meira, hafið það gott elskurnar mínar.
Kv. Linda litla með afturendaspítinginn......oj.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2008 | 20:02
Snilld frá Garðari bró.....
Ég var að kíkja á bloggsíðuna hjá Garðari bróðir og setti hann inn mynd af pabba í tilefni afmælis hans 2 nóvember.
Þeir sem þekkja pabba þekkja hann best sem "Jón Kalda" þar sem að pabbi er úr sveit sem að heitir Kaldárholt.
Þetta er myndin sem að Garðar bróðir setti inn í tilefni dagssins.
Sorry Garðar ég mátti til með að stela þessari mynd af síðunni þinni.....if its a problem sú mí brother.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.11.2008 | 14:04
Afmæli, kisur og fleira.
Löng og erfið helgi er búin, sem betur fer eiginlega því hún var frekar erfið, en þó að hún hafi verið erfið þá var hún skemmtileg eins og alltaf í Kanslaranum.
Karl faðir minn varð 71 árs á sunnudaginn og óska ég honum innilega til hamingju með daginn hérna. Ég vaknaði reyndar hálf 9 á sunnudaginn, skreið á Gustavsberg og svo inn í eldhús og kyssti hann á kinnina, reykti hálfa sígó og lagði mig svo aftur.
Þarna er afmælisbarnið með langafastrákinn sinn.
Þegar ég fór svo á fætur á sunnudaginn efitr að ég var búin að leggja mig aðeins aftur, þá blasti við krúttleg sjón í hægindastólnum hans pabba...... auðvitað var ég ekki lengi að stökkva eftir myndavélinni og smella af nokkrum myndum. Mömmu langaði svo að sjá eina mynd hérna á blogginu og ég sagði henni að ég hefði einmitt ætlað að skella inn einni mynd.
Þau eru ægilega mikil krútt þessar elskur. Patti og Nóra.
Nú það er nóg að gera fram undan hjá mér í vikunni. Á morgun verð ég með matargesti. Hafdís frænka, María, Rúnar og Hjörleifur koma í mat annað kvöld. Enn María og Hjörleifur koma reyndar í fyrramálið og gista eina nótt.
Nú á fimmtudaginn er ég að fara á 4 tíma fyrirlestur á Reykjalundi, sem er fræðsla um hjáveituaðgerðina sem að ég er að bíða eftir að komast í.
Ég er mjög spennt fyrir þessum fyrirlestri. Á föstudaginn þá ætlum við að elda og borða saman ég Gulla og Brynja, veit ekki enn hvort að einhverjir fleiri komi. En alla vega þá ætlum við að eiga saman gott kvöld og borða góðan mat. Nú svo á laugardaginn er það innflutningspartý sem að okkur Gullu er boðið í hjá Konna og Roger, þar sem að þeir eru loksins búnir að fá íbúð.
Ætli ég segi þetta ekki gott í bili.
Skelli hér inn mynd af Bónusfeðgum í restina..... og jú, þeir taka víst kreditkort he he
Hafið það gott elskurnar mínar.
Kv. Linda litla lipurtá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3