Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 11:12
Heimilislausir
Ég var að fletta minnir mig 24 stundum í vinnunni í gær og var þar frétt um að það væru 111 manns heimilislausir í Reykjavík. Það er nýbúið að opna heimili á Njálsgötunni fyrir heimilislausa, en það rúmar eingöngu 8 manns, sem er ekki nema dropi í hafið af þessum fjölda. Ég man nú hvernig mótmlin voru gegn húsnæðinu á Njálsgötunni, þar sem fólk safnaði undirskriftum gegn heimilinu. Ef að allir myndu haga sér svona þá fær þetta fólk hvergi heimili og fær hvergi að vera. Ég vil að borgin geri eitthvað í þessum málum það hlýtur að vera hægt að finna fleiri húsnæði fyrir þetta fólk, því einhvers staðar verða vondir að vera (orðatiltæki) ég hef ekkert á móti þessu fólki og myndi ekki skrifa undir mótmælalista ef að það finndist húsnæði fyrir einhverja í minni götu. Stór hluti af þessum 111 eru fólk með mikil geðvandamál og ég veit að það er ekki hægt að takast á við þau á meðan fólkið er á götunni. Við vitum öll að okkur líður ekki vel ef að við erum ekki örugg.
Annars er þetta búið að vera ágæt helgi, ég er búin að vera að vinna alla helgina og er að fara að vinna núna klukkan 12 og er að vinna held ég til klukkan 9 í kvöld. Ég er búin að vera hjá Gullu um helgina og búin að fá að sofa í sófanum hjá henni, sem er bara fínt. Eins og ég skrifaði áðan, einhvers staðar verða vondir að vera
Ég er búin að hitta nokkra um helgina sem að ég hef ekki hitt í mörg ár, það er svo gaman þegar ég er að hitta fólk sem ég hef ekki séð lengi. Það hrærir alltaf í hausnum á mér að ég vilji flytja hérna heim aftur. En ég var einmitt að hugsa það í gær, að það er kannski best að halda sig áfram að búa í Reykjavík, a.m.k. á meðan ég er að vinna í mínum skuldum, en það lítur einmitt mjög vel út. Kbbanki á Hlemmi(bankinn minn) er að hjálpa mér að raða þessu niður og setja þetta í heimilislínuna, og eins og ég segi þá lítur það allt vel út.
Jæja, held að þetta sé orðið ágætt. Ætla að fara að koma mér í föt og fara að rölta í vinnuna. Hafið það gott elskurnar mínar, þangað til næst.
Kv. Linda litla Einmanna amman, sem saknar Músa síns.
Ps. Til hamingju með daginn konur !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2008 | 17:41
Úfffff....... þetta er eitthvað svo ég.
![]() |
Velti á leið í bílprófið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2008 | 10:33
Frjósemi í Argentínu
16 ára gömul og er 7 barna móðir. Ég varð ung móðir, eða 15 ára og var með eitt barn, en hún er með 7 kommon.......stelpugreyjið. Ég rétt vona hennar vegna að hún sé ekki einstæð.
Geri aðrir betur og hana nú !!!
![]() |
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2008 | 09:08
Vetur yfir heiðina.
Þessi mynd sýnir hvernig færðin og veðrið var á leiðinni austur þegar ég fór þangað síðast, ekki er þetta nú skemmtilegasta veðrið.
Hálka og éljagangur á Hellisheiði, ég er ekki frá því að það sé búinn að vera vetur á heiðinni í allan vetur. Ég er einmitt að fara austur á eftir með Unni.
Það er eins gott fyrir kellu að vera með þetta teppi með sér, því að það er viðbúið að það verði kalt á leiðinni þarna yfir.
Kormákur Atli byrjaði að blogga í gær, og hann er að kafna úr montni. Hann sagði í morgun að hann ætlaði sko að blogga hjá pabba sínum um helgina. Það er einmitt pabbahelgi núna. Ég bið ykkur endilega að kíkja á síðuna hans www.bestilitli.blog.is svo kemur bara í ljós hvort að hann sé að nenna að blogga eða ekki, hef nú ekki of mikla trú á 7 ára barni í bloggheiminum.
![]() |
Hálka á Hellisheiði og Þrengslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 18:37
Er þetta virkilega svona ??
Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,
það er ekkert til að halda. Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?
Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
ég sit í sófanum.
hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
ég lét þig fá?
hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig
hvert sem ég fer" Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"
Spurning. Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar. Hann kaupir 2 kassa af bjór.
Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar. Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.
Maðurinn spyr guð: "Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?"
Guð svarar: "Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?"
Guð svarar: "Svo hún elski þig."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 17:24
GLEÐIFRÉTTIR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2008 | 14:08
Flökkuköttur.
Ég ætla nú bara rétt að vona að hann Patti minn sé ekki á svona ferðalagi. Hann skal ekki voga sér að fara til útlanda án mín.
Við Kormákur ætlum í stórann labbitúr þegar hann kemur heim úr skólanum á eftir. Vonandi finnst hann.
![]() |
Köttur á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 14:03
Hvar getur hann verið ??
Það er nú eitthvað lítið sem ég hef að skrifa núna, við gerum ekkert annað en að hafa áhyggjur af Patta okkar. Ég labbaði stórann hring í gær í fellunum og kallaði ýmistr kis kis eða Patti, en fékk engin viðbrögð. Kormákur fór með myndir af honum í´skólann í morgun og ég vona að einvher hafi séð hann eða tekið hann inn til sín.
Annars er þetta búið að vera frekar rólegur dagur. María og Músi fóru í gær, en þá vorum við búin að vera saman í þrjár vikur. Eins og það er búið að vera yndislegt að hafa þau, þá var samt gott að þau fóru heim. Það er orðið tímabært að fjölskyldan verði saman þarna í sveitinni og enn meira tímabært að sú gamla (ég) fái að sofa út hehehe eins og ég gerði í dag, ég svaf fram að hádegi.
Ég fer austur á morgun, Vigga verður hérna um helgina til að sjá um Tuma og ég vona að Patti verði kominn heim. Ég kem svo ekki heim fyrr en á mánudaginn, það er löng helgi fram undan hjá mér.
Hef annars ekkert að skrifa, nema það að ég sakna Patta míns og vil fá hann heim.
Hafið það gott elskurnar, þangað til næst bæjó. Kv. amma litla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 22:33
Hann er ennþá týndur.
Patti minn er ennþá týndur, við Kormákur erum alveg miður okkar og við söknum hans ekkert smá og viljum fá hann heim. Ég er ekki frá því að Tumi sé líka hálfeinmanna án hans.
Ég hef ekkert annað að blogga um núna, vil bara fá Patta minn heim. Ef að þið sjáið hann, viljið þið þá hafa samband við mig í síma 8496673 eða í Unufell 46 bjalla 3 HH. Eða í Viggu í síma 8696693.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2008 | 13:05
HJÁLP ! ALLIR AÐ LESA, ÁRÍÐANDI.
Viljið þið vera svo yndisleg og fylgjast með í kringum ykkur, ég bý á þriðju hæð í Unufelli 46 í hverfi 111.
Hann Patti minn er búinn að vera týndur síðan í gær, hann hlýtur að hafa dottið eða stokkið fram af svölunum hjá mér.
Patti er síamsblanda, hann er 4 ára gamall, gæfur yndislegur köttur sem að við sársöknum. Einhver...... hann verður að finnast. Ef að þið eruð í fellahverfi, viljið þið kíkja út og sjá hvort að þið verðið vör við hann.
Ef að þið verðið hans vör, viljið þið hafa samband við mig í síma 8496673 eða í Unufelli 46 bjalla 3 HH.
Patti er inniköttur og þolir ekki kuldann úti. Hann verður að finnast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3
Nýjustu færslurnar
- Á kaffihúsinu, ljóð frá 7. febrúar 2018.
- Kvenréttindabarátta er innihaldslaus frasi, þegar búið er að taka í burtu sjálfstæðan vilja
- Samsæriskenning dagsins - 20250418
- Misheppnuð fiskveiðistjórn: Írska hafið, V-Skotland og Rockall
- Bólusetningabjargráð, heilbrigðisnjósnir og gervigreindargeðlækningar