Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 18:43
Fljúgandi hlussur.
Þær voru nú komnar fyrir 18 apríl þessar skelfilegu hlussur. Þegar ég var fyrir austan fyrir hálfum mánuði þá flaug nú eitt svona kvikindi í kringum okkur Gullu úti á svölum, þar sem við sátum í rólegheitum með kaffi og sígó.
Hunangsflugan boðar til vors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.4.2008 | 12:20
Meira af Satan sjálfum.
Þegar ég las fyrstu fréttina af þessu máli, þá var auðvitað fyrsta hugsunin dauðadómur. En önnur hugsun skaust líka upp í huga minn, þessi maður er viðbjóður og ég trúi hverju sem er upp á hann. Þetta er það nýjasta í fréttum "grunaður um morð á ungri konu sem var myrt fyrir 22 árum" og ég efast ekkert um að karlhelvítið hefur nauðgað henni áður en hann drap hana.
Hvað er hægt að gera við svona menn ??
Hvaða dóm gæti hann fengið til að hegna honum fyrir gjörðir sínar ?
Elsku bloggarar og allir hinir.... ekki segja að maðurinn þurfi sálfræðimeðferð, það er ekki málið. Hann á skilið að líða fyrir það sem hann hefur gert dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum.
Josef Fritzl grunaður um morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2008 | 08:18
Allt að 6 ára fangelsi.
Strákarnir fjórir sem voru handteknir í fyrrinótt hafa játað á sig íkveikjurnar. Þeir geta haft yfir höfði sér allt að 6 ára fangelsi.
Þegar við horfum á þennan dóm... allt að 6 ár er það hár dómur ? Hvað ef að við horfum á kynferðisglæpi......... hugsum aðeins út í dómkerfið á Íslandi í dag.
Játuðu íkveikjuna á skógræktarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.4.2008 | 04:05
Adult channel
Ég er mikið búin að liggja fyrir síðustu daga þar sem að ég er búin að vera með leiðinda magapest, endalausan svima og ógleði. Held að þetta sé loksins að ganga yfir. Nema þar sem að það er ekki oft sem að ég horfi á sjónvarp, þá er ég samt búin að liggja yfir því í 2-3 daga og fletta rásum.
Animal Planet hef ég horft soldið mikið á, finnast lífsglöð falleg dýr alveg yndisleg og þegar ég sé vanrækt, illa farið horað dýr fyllist ég samúðar.
Nú á stöð 20 á fjölvarpinu er íslensk stöð sem heitir ÍNN..... stöð sem að ég hafði ekki hugmynd um að væri til, nema á mánudaginn er þáttur sem er um mæðgur og vildi það svo skemmtilega til að Magga Sigurgeirs var þar í þættinum ásamt Evu Dögg systur sinni og Eddu Björgvins mömmu sinni. Gaman að detta inn á þátt þar sem að maður þekkir einhvern þar í viðtali. Þetta var furðulegur þáttur. Hann var jú um mæðgur og í þáttinn voru komnar mæðgur en kommon.... fannst þetta eiginlega ekki vera sjónvarpsefni, þarna var einhver Steinunn sem að sá um þáttinn, máluð eins og það var 1984 hjá henni, með þvílíka augnskuggann ó mæ god... og þetta var bara allt hallærislegt. Jæja, seinna þetta kvöld er ég að fletta rásunum á fjölvarpinu og þegar kemur að stöð 20 þá er verð að endursýna þennan þátt.... í dag kveiki ég á sjónvarpinu og ráfa eins og áður og hvað haldið þið að hafi verið á stöð 20 ??? Já, þessi mæðgnaþáttur enn einu sinni..... hvaða stöð er þetta ?? Er þetta eini þátturinn á þessari stöð ?? Jæja, ég er amk ekki hissa á því að ég nenni varla að horfa á imbann, þegar sjónvarpsefnið er svona.
Í kvöld var ég svo að vafra og ákvað nú að kíkja á rás 90 á fjölvarpinu, en fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er að Adult Channel. Og vá... kommon.... HO HO HO kræsturinn !!! Ég átti ekki til orð yfir því myndefni. Hvaða kúnstir eru notaðar í kynlífi í dag ?? Miðað við stellingar þá mætti halda að konan hafi verið liðamótalaus og alveg örugglega búin að láta taka úr sér ein 20 rifbein..... ég get ekki ímyndað mér að þessi kona geti hreyft sig mikið eftir þessa upptöku, vá.... er ég bara svona gamaldags eða hvað ? Það er amk nokkuð ljóst að ég er ekki manneskja í þennan kvikmyndaleik hehehe
Svona tæki ég mig út í klámmynd LOL Óska eftir mótleikara í eina senu með mér hehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.4.2008 | 00:25
Viðvörun.....
Varað við hvassviðri og slæmri færð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 17:59
Ég styrki krabbameinsfélagið.
Ég held að salan á bleiku slaufunni hafi gengið vel og ég vona að varalitaglossinn frá Yves Saint Laurent eigi einnig eftir að slá í gegn. Ég var einmitt búin að fá smjörþefinn af þessum gloss á bloggsíðunni hjá henni Ásdísi bloggvinkonu, en hún ætlar einmitt að redda einhverjum slatta fyrir bloggara og ætla ég að vera ein af þeim sem styrkir krabbameinsfélagið.
Ég vona að sem flestir sjái sér fært um að kaupa svona gloss.... þetta er fyrir góðu starfi.
Hafið samband við Ásdísi á bella@simnet.is ef að þið hafið áhuga fyrir því að strykja gott málefni.
Varalitir seldir til styrktar Krabbameinsfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2008 | 10:16
Djöfull í mannsmynd.
Josef hefur greint frá því að dóttir hans hafi tvisvar hlaupist að heiman og að hann hafi óttast að hún lenti í slagtogi með fíkniefnaneytendum......... og hvað ?? Það hefði verið mikið nær að lenda í slagtgi með dópistum heldur en að vera lokaður ofan í kjallara í 24 ár og vera misnotaður af föður sínum.
Þetta karlhelvíti er skrímsli. Þetta er djöfull í mannsmynd.
DÆMUM HANN TIL DAUÐA !!!
Hótaði börnum sínum dauða í kjallaranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.4.2008 | 19:37
Sitt lítið af hverju, aðalega samt sumu, frekar en öðru.
Til hamingju með daginn Óskar ! En Óskar frændi er einmitt 23 ára í dag.
Annars er þetta búið að vera heldur strembin helgi. Það var haldið upp á afmælið hans Kormáks með pomp og prakt. Á laugardaginn var krakkaafmæli þar sem að hann bauð nokkrum vinum sínum í pizzu og star wars köku og var mikið fjör. Á sunnudaginn var svo fjölskylduafmæli en þá komu ættingjar í kaffi. Mikið fjör og mikið gaman í Unufellinu um helgina.
Bína, Hjörleifur, María, Anna Bíbí og Sigurbjörg.
Brynja og Mamma. Pabbi á bakvið.
Anna Bíbí, Garðar, Margrét Birna, Helgi, Rúnar, Hjörleifur og mamma.
Það var ekki mikið um myndir af afmælisbarninu, þar sem að annað hvort hékk það inni í herbergi eða fór út. Hann var ánægður með daginn eða báða dagana.
Rúnar kom með "nýja" hjólið mitt (sem að ég er að kaupa af henni Ásdísi bloggvinkonu) frá Selfossi í gær. Áður en hann fór svo austur í gærkvöldi skrapp hann með það í shell og blés í dekkin og auðvitað þurfti hann aðeins að prófa það í leiðinni og leist honum vel á. Svo í morgun fórum við María út með Hjörleif í vagni og við skiptumst á að hjóla og keyra vagninn. María hjólaði nú mikið meira, ég er ennþá eitthvað skrítin eftir þessa flensu, ég er alltaf að fá svimaköst, er með endalausa ógleði og kasta upp minnst þrisvar á dag. Ég er ekki alveg sátt við þetta, held að ég verði að hafa samaband við lækni í fyrramálið, hlýt að fá símatíma.
Ásdís..... !!!! Hjólið er geggjað, takk kærlega fyrir það. Það á sko eftir að vera notað og það mikið.
Annars er þetta orðið ansi löng færsla hjá mér, hætti núna og fer að hátta mig. Held að það sé best að koma sér snemma í rúmið. Vona svo sannarlega að ég verði betri á morgun.
Hafið það gott elskurnar, njótið ykkar sumarið er jú komið. Kv. Linda litla gubbulína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2008 | 21:56
Viðbjóður alls.
Þetta er svo viðbjóðslegt að mig langar hreinlega að gráta, aumingja konan. Jesús minn, hvernig er hægt að gera börnunum sínum þetta ?? Hvað er að þessum viðbjóðslega karlógeði ?? Ég er svo reið yfir þessu, en það er ekkert sem ég get gert eða sagt......
Ætli það sé eitthvað hægt að bjarga konunni ?? Hún hlýtur að vera ónýt, andlega séð.
Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð