Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
16.5.2008 | 10:56
Ég er hætt og farin.
Klukkan er 10:50 og ég er ekki alveg að standa mig í heimilisverkunum í dag, ætlaði að gera svo mikið a´ður en ég færi austur. Rútan fer frá BSÍ klukkan 12:30 og ég fer með henni, verð að vera komin þangað tímalega, þoli ekki að taka strætó, þeir eru svo lengi á leiðinni að maður verður að fara að heima 11:30 til að missa örugglega ekki af henni.
En alla vega... ég er hætt að blogga í dag og ég er farin að gera gagn.
Vonandi verður þetta góð helgi hjá ykkur. Sjáumst á blogginu á mánudaginn, ég er farin í blogg helgarfrí, færi ykkur svo fyrstu fréttir að húsamálum þegar ég lendi í Unufellinu á Mánudag.
ENn og aftur góða helgi og ekkert vesen núna, reynið að haga ykkur sómasamlega þessa helgina. Gúdddd bææææææ
Kv. Linda litla sem dreymir um stórt einbýlishús og garði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.5.2008 | 09:19
Enn einn viðbjóðurinn.
það er ekki bara viðbjóður í Austurríki, í þetta sinn er um að ræða Svíþjóð. Svía á fimmtugsaldri sem hefur haldið 19 ára þroskaheftri konu sinni í kynlífsþrælkun og selt hena a.m.k. 100 karlmönnum, auglýsti hana á netinu.
Hvað getur fólk verið viðbjóðslegt ?
Hvað fær karlmenn til að borga fyrir kynlíf með þroskaheftum eintstaklingi ?
Hvar var fjölskylda konunnar ?
Hvað er þetta viðbjóðslegt, ég er ekki alveg að höndla þennan heim í dag. Það er svo mikið af kynferðisglæpum, þetta er viðbjóður. Það komst upp um þennan viðbjóðslega mann þegar barnaklám fannst í tölvunni hans.... Barnaklám það er eitt... það er viðbjóður. Hvers vegna eru ósjálfbjarga einstaklingar svona oft misnotaðir ? Hvað er eiginlega til mkið af pervertum í heiminum ? Vegna þess að við vitum ekki nema smá part af því sem í gangi er.
![]() |
Svíi hélt konu sinni í kynlífsþrælkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2008 | 20:02
Meira af villtu kynlífi...
Þetta er búið að vera hinn furðulegasti dagur..... ég hékk á netinu og í símanum í nánast allan morgun, og eyddi svo megninu af eftir hádeginu í bælinu í letikasti. Ég er búin að vera að hringja út um allt í morgun, og fæ svar með hús á Hellu um helgina. Ég vona svo innilega að ég fái þetta hús.... ég er nefnilega með einbýlishússasýki núna þessa dagana. Mig langar að búa í stóru einbýlishúsi með bílskúr og garði, og vera með snúrur í garðinum til að þurrka rúmfötin mín. En þetta kemur víst allt í ljós um helgina, og þegar ég kem heim að austan á mánudaginn þá segi ég ykkur hverngi helgin fór og vonandi fylgja þá myndir af húsinu.
Ég bara varð að hafa þessa fyrirsögn HA HA HA HA Það er einvher púki í mér í dag. Annars er ég eiginlega bara hálf þreytt eftir daginn, ég er búin að gera svo mikið af engu hehehe þannig að ég þyrfti eiginlega að leggja mig í dágóða stund eftir það. Kormákur kom heim úr skólanum með vini sínum og stoppuðu þeir stutt inni, fóru út að leika sér, svo hringdi Kormákur um klukkan 7 og spurði hvað hann mætti vera lengi... ég sagði honum að koma heim að borða en NEI.... hann var ekki svangur, það er svo gaman á svona góðum dögum, það er bara leikið sér út í eitt. En hann kemur nún um 8 leytið, og þá hendi ég honum í bað, við lærum og skríðum svo í rúmið og knúsumst.....
Segjum þetta ágætt, ætla að snáfast fram í eldhús og vaska upp og gefa loðnu strákunum mínum eitthvað að borða.
Hafið það gott snúllurnar mínar..... og ekki gera neitt sem að ég myndi ekki gera..... sem sagt ALLT LEYFILEGT.!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.5.2008 | 14:52
Kynlíf-sex-sex-sex-sex......
Var að skoða bloggið hennar Jennýar, er það virkilegt að ef að fyrirsögnin varðar eitthvað kynlíf... er síðan þá virkilega meira skoðuð ? Berð ég að fara að ræða kynlífið mitt ef að mig langar að fá einvherja athygli ?? GLÆTAN !!! Fengi aldrei athygli út á það, er bara kona ein, enginn karlmaður. Ég hefði nákvæmlega EKKERT að segja frá og hver nennir að lesa um kynlífsfrásagnir sem ekkert kynlíf er í ??
Ein mynd hérna fyrir þessa gr***.
Og hún er meira að segja náttúruleg þessi mynd. Verði ykkur að góðu dónarnir ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.5.2008 | 01:05
Nú varð ég hissa..... og það skeður ekki oft.
Er þetta ekki grín ??
Tjaldstæðin eru eingöngu fyrir 23 ára og eldri nema.......... í fylgd með fullorðnum ?!?!?!?!!?!?
Dóttir mín má sem sagt ekki tjalda á Akranesi,( ef að henni dytti til hugar að fara í ferðalag í sumar) nema ég væri með henni. Reyndar er sambýlismaður hennar eldri en hún.... ætli það sé nóg ? En ef að hann væri að vinna mikið og hún myndi fara ein með barnið.... mætti hún ekki tjalda ??
Þetta er nú meiri (kúrva) vitleysan.
Ok, það er kannski bara verið að tala u m Írska daga, en kommon.....
![]() |
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.5.2008 | 16:01
Enn fleiri látnir finnast.....
Tölurnar hækka bara og hækka og það ekkert smá á hverjum degi. 34.273 eru látnir í kjölfar fellibylsins í Búrma og samt eru enn 27,836 manns saknað ennþá. 1.5. milljón manns eru enn í lífshættu á hamfarasvæðinu. Þetta er svo hræðilegt.
Í Kína hækka tölur látinna líka, þegar ég bloggaði í gær voru 10.000 látnir, í fréttum í dag stendur að 12.000 séu látnir.
Biðjum fyrir þessu fólki. Biðjum saman þegar mikil þörf er á. Í kvöld ætla ég að kveikja á kertum fyrir fólkið.
Hugsum til þeirra sem minna mega sín.
![]() |
Yfir 34 þúsund látnir á Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.5.2008 | 00:04
Hörmungar í heiminum.
23.000 manns létust í Búrma, 10.000 hafi látist í Kína. Náttúruhamfarir er miklar þessa dagana, tugir fólks deyr, þetta er sorglegt hvernig náttúran getur tekið mörg mannslíf. Óveður í Bandaríkjunum, þessu ætlar ekki að linna.
Hugsið ykkur þessar hörmungar, hugsið ykkur ef að þetta væri landið okkar. Ættingjar, vinir og fjölskyldur sem fólkið er að missa. Það hlýtur að vera brýn þörf á áfallahjálp á þessum stöðum. RauðiKrossinn er örugglega á fullu með sína sjálfboðaliða að hjálpa þessu fólki.
Við megum vera þakklát fyrir Rauða Krossinn. Ég man þegar að Suðurlandsskjálftinn reið yfir 17 júní 2000. Ég átti þá heima á Hellu, Kormákur minn var skírður þennan dag (mér var reyndar bent á það síðar að ég hefði átt að skíra drenginn "Skjálfti Richter"). Nema jarðskjálftinn var ekki þægileg upplifun, fólk ruddist út úr salnum þar sem skírnarveislan fór fram í og það RUDDIST í orðsins fyllstu merkingu. Börn urðu undir þegar skírnargestir ruddu sér leið út. Ég og Garðar bróðir, tókum að okkur að fylgja/draga þá út sem frusu í sætunum. Ég var hrædd við jarðskjálftann en ekki svo mikið að ég missti mig. Mér fannst ég ein af þeim abyrgustu þarna, sem var í því að róa niður mannskapinn og hugga þá sem á því þurftu að halda.
Rauði Krossinn var með aðstöðu í skólanum og veitti þar fólki áfallahjálp sem á því þurftu að halda og það voru ansi margir. Rauði Krossinn er að vinna gott starf og er starfsfólkið sem aðstoðaði fólk var allt í sjálfboðavinnu.
Þessar hörmungar sem ríða heiminum á fullu núna eru skelfilegar en á svona stundum eigum við að hugsa til þessar góðgerðar......
![]() |
10 þúsund látnir í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008 | 17:04
Hverju verður stolið næst ??
Ja hérna hér.... öllu er hægt að stela. ROTÞRÓ... hvað er að .
Ég meina kommon... það er ekkert lítið mál að stela einu stykki rotþró. HA HA HA HA afsakið mig, en ég er bara svo hissa að mér finsnt þetta bara fyndið.
Ég þarf einmitt að fylgjast með því þegar ég fer í heimsókn næst, mig vantar svo nýja klósettsetu hjá mér. Fattaði ekki að tékka á því þegar ég var á kaffihúsi í gær, kannski hefur setan þar verið eitthvað sætsýnisleg hehehe
bullírugl í mér
gúddbæ.....
![]() |
Rotþró stolið og sett niður í nágrenninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.5.2008 | 02:51
Mæðradagurinn happadagur hjá sumum.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég er ekki mikil fótboltaáhugamanneskja. En þegar ég rak augun í þessa frétt, þá datt ég ansi mörg ár aftur í tímann.
Ég er yngst í mínum systkynahópi, við erum fimm systkynin. Ég held að sem krakka og ungling þá hafi mér komið best saman við bræður mína. Þeir eru að verða 39 ára í júlí, eða 2 árum eldri en ég. Þegar ég var krakki þá fékk ég að vera með þeim í fótbolta, við vorum alltaf í garðinum heima á Heiðvangi með boltann. Alltaf einn í marki og tveir úti að keppast, markið var á milli tveggja trjáa. mamma var aldrei ánægð með okkur þarna útií garði og alltaf að skamma okkur fyrir að vera að skemma gróðurinn.
Nema ég var Manchester United aðdáandi, Helgi bróðir var Liverpool (líf er púl) og Garðar var Tottenham fan. Enginn okkar hélt með sama liðinu og aldrei vorum við sammála með nokkurn skapaðan hlut varðandi fótbolta. Þetta hefur gengið í einhver ár að við vorum í boltanum saman, þeir voru reyndar ósparir á að kalla mig tudda strákarnir, mér var alveg sama af því að ég gat sko alveg náð boltanum jafnt af þeim eins og þeir af mér. Svo breyttist þetta allt og Linda litla nennti nú ekki að vera alltaf í fótbolta, líkaði betur að vera kannski heima hjá Iðu Brá, við gátum verið úti að labba, fela okkur á bak við skúra og reykja, eða jafnvel á rúntinum með Steinari, Denna og Ása heitnum.
Það eru ekki mörg ár síðan að bræður mínir tjáðu mér það að ég hefði verið góð í fótbolta..... af hverju var mér aldrei sagt það ?? Þá hefði ég kannski haldið áfram að spila með og áhuginn orðið meiri. NEI.... aldrei fékk ég að vita þetta í æskunni. Ég er búin að sjá það út, að það er allt Helga og Garðari að kenna að ég er svona feit !!! Ef að þeir hefðu sagt eitthvað þegar ég var yngri þá væri ég örugglega fræg (grönn) fótboltastjarna á Spáni !!
Þetta eru hinir meintu FITUVALDAR mínir, þeir Garðar og Helgi.. Þeir fá EKKI prik dagsins.
Mér er alveg óhætt að púkast aðeins svona í þeim, þar sem að ég veit ekki til þess að þeir skoði/lesi bloggið mitt muhahahhahaha
En aðalmálið !!! Bloggfærslan átti víst aðallega að vera um "uppáhaldsliðið mitt" MANCHESTER UNITED. Þeir eru ensku meistararnir í knattspyrnu, annað árið í röð. Hver hefur svo alltaf haft rétt fyrir sér varðandi besta liðið ?? hehehe audda litla sys hún Linda litla.
Ef að þið nenntuð að lesa þetta..... þá segi ég bara takk fyrir að nenna því.
Góða nótt og megi draumar ykkar vera fagrir.
Hverjir eru bestir ??
![]() |
Manchester United er enskur meistari 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.5.2008 | 20:45
Halló ! Vill einhver taka að sér einstæða móðir, er hress og skemmtileg. Bara soldið lonely.
Þetta er nú aldeilis búið að vera frábær dagur í dag. Ég drullaðist á fætur um hádegið, henti mér sturtu og fór svo fljótlega með Bínu út. Fórum niðrí bæ, hittum Brynju og svo fórum við vinkonurnar á Prikið að fá okkur kaffi, en Vigga var einmitt að vinna þar í dag.
Vá, þetta var geggjuð tilbreyting. Ég veit ekki hvað það er langt síðan að ég hef farið á kaffhús á Laugarveginum. Eins og Brynja sagði að ég ætti að fara að vera duglegri að koma niður í bæ. Ég var nefnilega alltaf í miðbænum, ég var hin eina sanna miðbæjarrotta. En nú er öldin önnur... Jæja, Vigga kom svo eftir vinnu að sækja garðhúsgögnin sín, en þau eru einmit búin að vera inni í stofu hjá mér síðan í síðustu viku og mín líka, þar sem að ég þurfti að tæma svalirnar svo að það sé hægt að vinna á þeim þarna úti. Núna er ég bara með mín garðhúsgögn, en það samanstendur af 3 manna bekk, 2 stólum og 1 borði. Ef að einvher hefur áhuga þá ætla ég að selja þetta fyrir litlar 2500 krónur. Þar sem að verið er að byggja yfir svalirnar mínar og ég bý uppi á þriðju hæð með engan garð.... þá hef ég ekkert með þetta að gera.
Annars er bara rólegt kvöld framundan hjá mér, þarf reyndar að hitta fólk í kvöld. Var einmitt að fá símtalið, verða þjóta.... fer á hjólinu mínu (nema hvað).
Eigið gott kvöld í kvöld og verið góð við hvert annað.
Kv. Linda litla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3