Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 10:13
Ja hérna, allt flokkast undir fréttir.....
Ég verð nú að byrja á því að segja að hann er rosa sjarmi maðurinn.
En talandi um þessa frétt....... ef frétt skal kalla, þetta er eiginlega frekar slúður held ég. Fréttist það að hann hefði slitið sambandinu af því að hún talaði svo mikið og svo núna verast þær fregnir að hann hafi hætt með henni af því að hún fór í brjóstastækkunaraðgerð. Sara Larsen greyjið hafði ekki einu sinni hugmynd um að þau væru hætt saman fyrr en hún las það í slúðurblöðunum.
George Clononey er greinilega maður sem vill ekki eitthvað gervi-sílíkon-brjósta-bullerý. Hann vill þetta eðlilegt frá náttúrunnar hendi..... hann ætti að komast í snert við barminn á mér.
![]() |
Hætti með Söru vegna brjóstastækkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 22:10
Löggan að störfum á Egilsstöðum.
Það hefur verið nóg að gera hjá lögreglunni og bæjarstarfsmönnum á Egilsstöðum, ætli þeir hafi notað piparúða ???
![]() |
Eltu kindur innanbæjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.6.2008 | 16:29
Það má ekkert.......
Ég auglýsi hér með eftir einhvejrum sem á "love cuffs" og er tilbúinn að tjóðra mig niður.....
Sendið mér samt einkaskilaboð..... vil ekki að viðkomandi fái sekt fyrir það Verð að geta notast við hann aftur og aftur og aftur.........
![]() |
Sektaður fyrir að flytja inn ástarhandjárn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.6.2008 | 10:00
Allir að skilja... skil þetta ekki.
Þetta er enginn smá fjöldi. Árið 2007 voru 515 lögskilnaðir og 603 pör skráðu sig í sambúð. Er er ekki svolítið til í þessu líka að fólk er að skilja af því að það hefur ekki efni á því að vera í sambúð eða gift ? Ég hef a.m.k. ansi oft heyrt um það að fólk sé ekki skráð af því að það hefur ekki efni á því. Ég verð reyndar oft pirruð þegar að ég heyri slíkt, þegar að fólk er að fara svona á bak við. Eins og ég, það fer í taugarnar á mér þegar að segjum bara Jón og Gunna að þau skilja til þess að Gunna fái fullar barnabætur með börnunum þeirra. En ég þarf alltaf að vera með mín lúsa örorkulaun á meðan aðrir svíkja kerfið.
Nei, það getur vel verið að fólk sé að skilja út af einhverjum ástæðum.... ætti hreinlega bara ekkert að vera að skipta mér að þessu.
Ég er reyndar búin að vera pirruð síðustu daga, veit ekki alveg af hverju. Ég er að láta hluti fara í taugarnar á mér sem að ég hef aldrei gert áður. Einhver pirringur í gangi....... over and out...sorry, mí pirrí túdei.
![]() |
515 lögskilnaðir og 603 sambúðarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 02:28
Lífstíðarfangelsi og ekkert minna og án möguleika á náðun.
Jesús minn..... hugsið ykkur hvað konan er veik, þetta er eins og einvher afbrýðisemi í garð vinkonu sinnar sem var ófrísk og átti börn. Hún skar fóstrið úr vinkonu sinni og tilkynnti svo að hún hefði fætt andvana barn..... er ekki allt í lagi ?? Það er svo mikill viðbjóður í þessum heimi. Ég er alltaf að reyna að skoða ekki svona fréttir en stundum verð ég að kíkja og svo liggur við að ég sé ælandi á efitr. Þetta er viðbjóður........
Það er eins gott að þessi kona fékk lífstíðar fangelsisdóm án möguleika á náðun.
![]() |
Lífstíðarfangelsi fyrir fjögur morð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2008 | 17:54
Sukk og svínarí.... vonandi á það eftir að breytast hjá henni.
Þau eru til skiptis í fréttunum hjónakornin. Og yfirleitt er það út af neyslu hjá þeim, það er vonandi að hún eigi eftir að taka sig á, alveg eins og hún náði að rífa sig upp úr þessu hræðilega útliti. Hún lítur mun betur út í dag heldur en hún gerði. Alltaf sorglegt að sjá sovna fólk sem hefur farið illa. Hún er góð söngkona, má eiga það.
![]() |
Blake Fielder-Civil játar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.6.2008 | 14:06
Þá er það búið....
Jæja, þá er Bubbi búin að festa stelpuna. Vonandi eru þau bæði sátt, ánægð og haminjgusöm. Bubbi er tónlistarmaður... hvað gerir Hrafnhildur annað en að vera sæt ?? Bara svona nett forvitni í mér, er hún kannski eitthvað að vinna við fyrirsætustörf ?? Hvað finnst ykkur annars um þetta hjónaband ??
Ég býst við að fyrsti frídagurinn minn barnlaus fari bara í það að vera í rúminu. Ég er alveg frá í bakinu eftir þetta ferðalag. Miðað við ástand núna, þá ligg ég allan daginn fyrir og ét verkjatöflur. Það er alveg ótrúlegt hvað ég má lítið gera til þess að ég er alveg frá.
Ágætt í bili.... er farin að leggjast fyrir í einvhern tíma.
![]() |
Bubbi Morthens gekk í það heilaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.6.2008 | 20:42
Home sweet home.... komin í sólina.
Talið er að 15,000 konur hafi tekið þátt í kvennahlaupinu á laugardaginn, sem þýðir það að ef að ég hefði ekki farið þá hefðu 14,999 konur tekið þátt. Gott að ég tók þátt, 15,000 er fallegri tala.
Heimasætan á Óslamdi sem tók þátt í kvennahlaupinu.... ein þeirra sem fór 4 kílómetra.
Jæja, annars bara að láta vita að við erum komin heim..... Kormákur fór reyndar áfram með systur sinni austur, hann ætlar að vera hjá henni í sveitinni þangað til á föstudag. Það þýðir það að ég klæði mig ekkert fram að föstudag og sef og blogga til skiptis alla dagana. Ummm.... hljómar alveg hreint yndislega. Skelli hérna inn nokkrum myndum sem ég tók á heimleiðinni. Heimferðin gekk mjög vel og lentum við í alls konar veðrum, það vantaði eiginlega bara snjókomuna.
Þessi finnst mér æðisleg, þetta er tekið rétt fyrir ofan Varmahlíð. Fallega gul náttúran.
Urðum að stoppa á leiðinni, það var svo yndislegt veðrið í Hrútafirðinum.
Fallegu börnin mín í sólinni.
Frumburðurinn minn
Örverpið mitt og frumburðarfrumburðurinn
Kormákur með Hjörleif Mána, hann er svo góður við hann. Hann elskar litla frænda sinn alveg út af lífinu. Þetta er tekið á pissustoppi í Borgarnesi.... fengum okkur reyndar líka ís þar.
Ein krúttmynd hérna í lokin sem var tekin í sveitinni.
![]() |
15.000 konur tóku þátt í kvennahlaupi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.6.2008 | 12:04
Helgin liðin...... fer heim með klósettsetu.
Guðmundur stórbóndi og Kormákur smábóndi í þjálfun.
Ása heimalingur, Sigríður heimasætan og Kormákur smábóndi í þjálfun.
Ása, María, Sigríður og Hrafnhildur reddí í kvennahlaupið. Stelpurnar fóru 4 kílómetra, en við Hrafnhildur létum okkur næga 1 kílómeter. Svo fengu allar ömmur rós í verðlaun og ég var eina amman í hópnum okkar
Kirkjan í Hofsós.
Lilja og Halla tóku sér pásu frá vinnunni til að fá sér kaffi og sígó með mér. Rosalega var gaman að koma í Skaffó og hitta alla gömlu vinnufélagana.
Hjörleifur er sko búinn að vera að fíla sig í sveitinni, hann fékk endalausa athygli og fullt af stelpum til að hnoðast með hann.
Gutti í rúminu sínu.
Fórum á leiðið hennar Unnar Bettýar. María og Unnur Bettý voru vinkonur þegar við bjuggum á Króknum og hún var líka að passa Kormák þegar hann var lítill. Unnur lést í bilslysi í ágúst 2006.
Hrafnhildur að rifja upp handtökin, Hjörleifur mjög sáttur.
Eina krúttmynd svona í lokin af ömmuprinsinum.
Þetta er búið að vera hin fínasta helgi hérna í sveitinni, við rennum af stað suður fljótlega eftir hádegi. Held að allir séu sáttir, býst helst við því að Hrafnhildur og fjölsk. eigi eftir að vera hálf einmanna í þögninni þegar við erum farin. EN alla vega, takk kærlega fyrir okkur. Ég fer héðan hlaðin gjöfum, eins og t.d. KLÓSETTSETA, þorskflök, kleinur, steikt brauð, sulta...... allt home made nema klósettsetan.
Enn og aftur.... takk kærlega fyrir okkur. Eigum eftir að sakna ykkar, en við komum alltaf aftur.
Kv. Linda litla sveitamær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2008 | 10:12
Saga úr sveitinni.
Það er sko ljúft að vera í sveitasælunni. Þegar við komum fram í morgun þá var var auðvitað kaffi á boðstólnum og heimabakað rúgbrauð ásamt fleiru. Þetta er alveg ekta sveitþ Gutti heimilishundur dinglandi sér í kringum mann í gærkvöldi rennandi blautur og ég pjattrófan veinandi "hættu, farðu ,oj..... hundur hættu, sestu farðu". En hann var orðin þurr þegar ég hitti hann yfir morgunsígarettunni og þá gerði ég honum nú til geðs og klappaði honum
Sveitin var falleg í gærkvöldi.
Röltum í fjárhúsin aðeins í gærkvöldi eftir nöglum og Hrafnhildur systir fór nú bara í kvölddressinu sínu.
Hérna er sveitin Ósland og eins og þið sjáið, þá þurfti Kormákur aðeins að vekja athygli á sér. Set fleiri myndir inn í kvöld, þarf víst að fara að hreyfa mig...... kvennahlaupið bíður eftir mér. Án mín verður ekkert farið hehehehe sjor...
Þangað til seinna í dag, hafið það gott krúttíbollurnar mínar.
Kv. Linda litla kvennahlaupari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 232969
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3