Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
6.6.2008 | 18:59
Sólin á norðurlandi um helgina NOT !!!
Sauðárkrókur, Hofsós.....Ósland. Við erum komin í sveitina. Komum á Krókinn í dag, byrjuðum á því að bruna til Silló, en misstum af henni. Því miður, mig langaði svo að knúsa hana. En tókum rúnt um bæinn og kíktum svo í Skaffó (kaupfélag skagfirðinga).. það var svo gaman að hitta alla gamla vinnufélaga. Hittum Lilju, Dýllu, Höllu, Siddý, Huldu, Svein Brynjar, Bigga, Rósu..... vona að ég gleymi engum. Æðislegt að hitta þau og knúsa. ´Jæja, þaðan brunuðum við í sveitina.
Planið var að eyða helginni í sólinni fyrir norðan þar sem að sumarið á að vera hér um helgina.... NEI !!! Hér er grenjandi rigning. En samt yndislegt að koma. Æðislega vel tekið á móti okkur. Takk fyrir það Hrafnhildur, Gummi og Sigríður (Sigga sæta).
Núna er Kormákur að skoða fjósið með Sigríði og Ásu, hann er að fíla sig í sveitinni. Annars er planið bara slugs, leit og einhverjar heimsóknir. Svo hafði Hrafnhildur það af að fá mig til að taka þátt í kvennahlaupinnu með sér, ég sammþykkti það ef að ég fengi verlaunapening sem stæði á annað hvort 1. sæti eða Maraþon. Þó að ég ætlaði bara að rölta með henni 1 kg.
Jæja... nóg í bili, bara rétt að láta vita af okkur. Sjáumst.... góða helgi. Farið vel með ykkur krúttin mín. Kv. Linda litla sveitamær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.6.2008 | 09:24
Farin í ísbjarnarfaðm.
Jæja, þá er kominn nýr dagur. Við ætluðum að fara snemma á fætur í morgun og leggja í hann norður á Sauðárkrók í síðasta lagi klukkan 8 í morgun. En.... það fór ekki alveg þannig. Við sváfum yfir okkur og erum ekki enn farin, núna er verið að klára að ganga frá farangri og borða og svo förum við.
Ég verð nú að segja að það er spenningur í mér, við fluttum frá Króknum um áramótin 2004/2005 og ég hef ekki komið þangað síðan held ég. Við ætlum að vera á Óslandi sem er bær við Hofsós en það býr Hrafnhildur systir.
Segji þetta bara fínt í bili, vonast til þess að komast í tölvu hjá Hrafnhildi. Það er eiginelga nauðsynlegt þar sem að ég er tövlufíkill hehehehe
Hafið það gott um helgina elsku krúttin mín.
Kv. Linda litla norðurfari.
P.s. Bubbi Morthens á víst afmæli í dag og er KARLINN orðinn 52 ára, það styttist í að hann verði löglegur sá gamli. hann er nú orðin soldið krumpkrump.
Þar sem að ég er að fara norður og Bubbi á afmæli í dag, er þá ekki tilvalinn dagur fyrir ísbjarnarblús ???
![]() |
Bubbi Morthens á afmæli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2008 | 15:14
Vitnisburður 2008.
Við mæðginin erum búin að eiga góða daga undanfarið og var gærdagurinn alveg frábær. Það voru skólaslit, svo fórum við í bakaríið og héldum upp á skólaslitin, síðan lá leiðin á Dýraspítalann í Víðdal með Patta, en hann er búinn að vera lasinn undanfarna daga. Ætla að henda inn nokkrum myndum af skólaslitunum og línuskautamynd í góðu veðri.
það er búið að nota mikið línuskautana í vor og sumar.
Og sést það á klæðaburði hvað veðrið hefur verið gott.
Beðið eftir einkunum.... fyndinn munnsvipurinn á Kormáki þarna, þetta er eiginlega ekkert líkt honum hahahahaha
Kormákur vildi endielga fá vélina lánaða til að taka mynd af Kristínu skólastjóra.
Nú Sædís og Skjöldur voru auðvitað á staðnum líka.
Þetta voru skólaslit fyrir 1-4 bekk í Fellaskóla.
Nú Elísa smellti auðvitað af einni mynd af krúttum dauðans...
Þarna er Valgerður kennari að afhenda Kormáki herlegheitin og Kristín skólastjóri bíður eftir að fá að taka í hendina á honum
Minn alveg búinn á því eftir góðan dag. Steinsofnaði inni í stofu.
Hérna ætla ég að leyfa ykkur að sjá hvernig honum gekk í vetur.
Vitnisburður júní 2008.
Lestur 5,8 (6,0)
Skrift 4,0 (6,0)
Stærðfræði 9,0 (10,0)
Mál og leikur. Gott
Heimilisfræði 8,5 (10,0)
Myndmennt 9,0 (9,0)
Hönnun og smíði 8,0 (10,0)
Textílmennt 8,0 (10,0)
Ég er rosalega ánægð með þetta hjá honum. Mætingin var reyndar MJÖG slæm, en það er eitthvað sem að ég vissi, er búin að vera í stríði með að koma honum í skólann í allan vetur. Hann fékk 4 fyrir mætingu af 10 og það err hræðilegt. En hann lofar að bæta það upp á næsta ári, ásamt þvi að fra að vanda sig við að skrifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
5.6.2008 | 11:06
Undarleg frétt, ef frétt skal kalla.
Það koma oft furðulegar fréttir frá fjölmiðlum bæði í netheiminum, dagblöðum, tímaritum og öllu slíku. Sumt af þessum "fréttum" eru ekki fréttir. T.d. eins og þessi "frétt"...... "elskar hamborgara og kók" !??!?!?!?! Hvað er að .... þetta er svo ómerkilegt og í rauninni ef að við hugsum út í það, þá þurfum við ekki að vita hver það er sem að elskar þennan mat af því að okkur er skít sama... Ekki satt ??
En það er víst Cameron Diaz sem að elskar þennan mat í þetta skiptið og ég er viss um að ég gæti bætt við fullt af nöfnum ef að ég færi að spyrja út í það, og finnst þá ekkert merkilegra að hún elski hamborgara og franskar heldur en bara Sigurður í næsta stigagangi.
Hún segir líka að ef að þú setur skál með frönskum kartöflum fyrir framan hana, þá klárar hún þær um leið......SO !!! Ég líka......
![]() |
Elskar hamborgara og franskar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.6.2008 | 22:24
Oj!!!! Ég flyt úr landi.
Er ekki verið að grínast ?? Ef að ég er hrædd við eitthvað, þá er það þetta helv..... og það er verið að flyjta inn 40.000 stk af þessu..... Ég ætla rétt að vona að þetta verði einhvers staðar hinu megin á landinu, þar sem að það hlýtur einvher að ætla að byrja á býflugnaræktun hérna. Hafði nú eiginlega haldið að hér væri of mikill kuldi.....
Ég er flutt..... farin úr landi, ég er svo hrædd við þetta. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að eignadinn byggi á móti mér og þær myndu sleppa og fljúga allar til mín.
over and out HONEY..
![]() |
Býflugur fá leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
4.6.2008 | 19:41
Stór skjálfti fram undan nær Reykjavík..... ?!?!?!?!
Menn eiga að vera viðbúnir stórum skjálfta
Suðurlandsskjálftahrinunni er ekki lokið og menn eiga að vera viðbúnir jafnstórum eða stærri skjálfta og varð í síðustu viku, nær Reykjavík, segir Páll Einarsson prófessor. Hrikalegar jarðsprungur, allt upp í þriggja metra breiðar, hafa komið í ljós ofan Hveragerðis.
Fyrir neðan var bara að sjá svarthol sem enginn veit hve langt nær niður í jörðina. Við slógumst í morgun í för með þeim Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi við Háskóla Íslands, Maryam Khodayar, jarðfræðingi frá Íslenskum orkurannsóknum og Úlfi Óskarssyni, náttúrufræðingi við Landbúnaðarháskólann á Reykjum, en tilgangurinn var að rannsaka ummerki eftir skjálftann fyrir sex dögum.
Umrótið hér er það mesta sem Páll hefur fram til þessa séð eftir skjálftann sem bendir til þess að hér hafi skjálftinn verið einna öflugastur en Páll nefnir einnig svæði við Kögunarhól undir Ingólfsfjalli.
Sumar sprungurnar þarna eru við bjargbrún Reykjafjalls stafa af því af að fjallsbrúnin hafi gengið til.
Og telur að í votviðri hefði stór bergfylla getað fallið áleiðis að bænum Gufudal þar sem golfvöllur Hvergerðinga er nú. Vísindamennirnir fylgdu upptakasprungunni eftir á fjallinu norður af Hveragerði en hún er talin fjórtán kílómetra löng og nær suður undir Eyrarbakka.
Gamli lækjarfarvegurinn fyrir neðan er skraufþurr og höfðu menn á orði að þetta yrðu þeir að sjá sem vilja virkja fljót á skjálftasvæðum. En hverju spáir Páll um framhaldið?
Það versta sé þó sennilega afstaðið í Hveragerði en menn þurfi að vera við öllu búnir, og telur mesta hættu vestar, á svæði sem er reyndar að mestu óbyggt
Þessa frétt tók ég af www.visir.is eftir að hafa heyrt í fréttum á stöð 2 að þetta er ekki búið. Von er á stærri skjálfta nær Reykjavík sögðu þeir á stöð 2.
Þetta er ekki spennandi, núna mæli ég með því að reykvíkingar festi niður allt sem hægt er að festa niður. Smámuni eins og styttur, punerý og annað slíkt er gott að festa niður með kennaratyggjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.6.2008 | 16:35
Þolir ekki að fá keppinaut.....
Barbie er ekki að þola hvað Bratz er orðin fræg og er farin að fá meiri athygli og sölu heldur en Barbie.
Barbie er dúkka sem hefur mjög óeðlilega vöxt, það er engin vaxin eins og hún. En er örugglega draumur margra telpna.
Bratz dúkkan er held ég með aðeins eðlilegri vöxt en Barbie, en hún er aftur á móti með mjög óeðlilega stórt höfuð. Og vona ég að smátelpur vilji ekki hafa höfuðið þeirra.
Þessi Barnie hefur greinilega alveg misst sig, myndi segja að það sé ekki hægt að vera svona.
Alla vega þá er Mattel framleiðandi Barbie að fara í mál við MGA Entertainment framleiðanda Bratz og fara meðal annars fram á að framleiðslu Bratz verði hætt. Af hverju ekki að eiga samkeppnisaðila ?? Það er eitthvað sem að mér finnst nú bara eðlilegt.
Hvað varð um gömlu Sindy dúkkurnar ?? Ég man eftir þeim, ég átti alveg örugglega Sindy dúkku þegar ég var lítil stelpa.
Það má taka það fram að elskta Barbie dúkkan verður fimmtug á næsta ári. En Bratz dúkkurnar eru rétt að skríða í tíu árin.
![]() |
Barbie gegn Bratz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2008 | 10:47
Hvað er 1 milljón dollara mikið í íslenskum krónum ?
Ég skal þiggja eina milljón króna dollara af slúðurritinu OK og játa að ég sé lebba. Ekki málið. En í augum Lindsay Lohan er þessi upphæð bara vasapeningur. Eða hvað ætli þetta sé mikið í íslenskum krónum ??
![]() |
Út úr skápnum fyrir milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.6.2008 | 01:05
Það eru til alls konar skoðannakannanir greinilega....
Hummm..... hvern vildi ég sjá þrífa bílinn minn ?? Erfið spurning.
Flestar konur vildu sjá Johnny Depp og George Clooney...... ég veit ekki, verð að hugsa aðeins. Þeir eru jú flottir. Brad Pitt er það líka Jim Morrisson líka..... kannski ég myndi bara vilja sjá hann, en reyndar bara ef að hann væri á lífi..... hehehehe
Eða ef að ég hugsa aðeins út í það.... þá kannski myndi ég vilja sjá unga hótelstjórann hehehehe á bara því miður enga mynd af honum, reyni að redda því þegar að ég fer austur næst.
Nóttin komin og þá er ég farin í rúmið. Góða nótt snúlludúllurnar mínar og farið vel með ykkur. Kv. Linda litla skoðanakannanaóða.... hehehe (ekkert smá orð og örugglega of mörg N í því)
![]() |
Depp og Kournikova í bílaþvottinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2008 | 20:34
Hvað er að ??
Forseti Gambíu er búin að gefa samkynhneigðum 24 klukkustundir til að yfirgefa landið, af því að hann hatar samkynhneigða. Í síðasta mánuði hótaði hann að hálshöggva alla samkynhneigða. Hvað er að svona fólki ?? Ég held að hann ætti að drullast til að segja af sér og snáfast út landi sjálfur.
Kynlíf samkynhneigðra er ólöglegt í Gambíu og þeir sem eru fundnir sekir um það eiga yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi
![]() |
Tveir fangelsaðir vegna samkynhneigðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 232969
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
bifrastarblondinan
-
doramaggy
-
halkatla
-
annabjo
-
diddan
-
ragjo
-
greenbrown
-
ingunnjg
-
katja
-
gullaeinars
-
siggathora
-
loathor
-
komaso
-
addabaldurs
-
raggafg
-
ollana
-
gelgjan
-
kruttina
-
arijosepsson
-
asthildurcesil
-
beggita
-
biddam
-
brandurj
-
brybba
-
skordalsbrynja
-
tungirtankar
-
jyderupdrottningin
-
rannug
-
topplistinn
-
gydadrofn
-
osland
-
hronnsig
-
hugarafl
-
danjensen
-
kliddi
-
ijt
-
keli
-
jonaa
-
ktomm
-
markusth
-
rebekkarut
-
roslin
-
sisvet
-
bogatun8
-
sikklida
-
scorpio
-
svala-svala
-
svetlana
-
taraji
-
skog3