Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ótrúlegt... þetta minnkar ekkert....

 Ég er búin að ná að fræðast aðeins um fimmtu véikina á netinu. Hún byrjar að koma fram í andliti s.s. á kinnum og höku og svo dreyfa útbrotin sér neðar á líkamann, fimmta veikin er bráðsmitandi og leggst á krakka á aldrinum 5-15 ára. Þessi útbrot ganga yfir á 4-5 dögum. Ok... Kormákur er 8 ára, sem sagt á þessum aldri, en það er það eina sem passar þannig að ég er búin að útiloka þessa fimmtu veiki. Nú útbrotin byrjuðu á fótunum á honum, og þau komu í andlitið á honum á 5 degi. Í dag er 7 dagur með útbrot og þetta er ekki að fara hjá honum. Hann er ekki með óþægindi með þessu, en honum finnst þetta "ógeðslega" ljótt.

Ég fór með hann á læknavaktina á miðvikudag, læknirnn vissi ekki hvaða útbrot þetta væru, en sagði að þetta væri alveg örugglega ofnæmi fyrir einvherju...... en hverju, hefur hann ekki hugmynd um. Nú hann lét hann haa Lórítín og agði að hann ætti að taka það í 4 daga, 1 töflu á dag og að útbrotin ættu að vera farin á laugardaginn, ef að hann fengi það aftur þá skildi ég panta tíma hjá ofnæmissérfræðingi.

Hann er að fara til pabba síns í dag og ef að það verða engar breytingar þá panta ég tíma strax eftir helgina.

Hér eru nokkur sýnishorn af barninu.

útbrot 009

útbrot 010

útbrot 011

útbrot 012

Þessar myndir voru teknar sérstaklega fyrir bloggfærslu núna rétt áðan.


Honey, þetta grær áður en þú giftir þig.

Þetta er alveg magnað..... hunang eitthvað undrakrem. Það er gott að það er notað eitthvað náttúrulegt í lækningum eða kannski ekki gott, það er eiginlega bara frábært. Nema ætli þetta verði ekki sett í einhverjar framandi litlar dósir og selt dýrum dómum í öllum apótekum núna ??

Þetta er a.m.k. gott mál, pössum okkur á að eiga alltaf hunang upp í skáp.

honey1

Munið eftir færslunni hjá mér um daginn þar sem ég var að argast yfir 40.000 býflugum sem var verið að flytja inn í landið ??? Ok, ég skal hætta að argast ef að núverandi eigandi fluganna lofar mér því að vera duglegur að rækta hunang..... segir maður rækta hunang ?? Eða bara að flugurnar hans verði duglegar að búa til hunang.

images

ókítókí gúdd bæ í bili......honey


mbl.is Síðasta hálmstráið var hunangið sæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

afmæli... betra seint en aldrei...

Hún Guðný Bæringsdóttir vinkona mín varð 45 ára í dag....

Til hamingju með daginn Guðný, sorry að ég náði ekki fyrir miðnætti. Eiginlega áttir þú þá afmæli í gær...

Gamlar myndir 224

Fann bara eina mynd af þérí tölvunni, hún er reyndar nokkra ára gömul, en þetta er a.m.k. Guðný og Hafdís í miðjunni og Svana lengst til hægri.

Fyndið þegar að ég var að gramsa í þessari gömlu möppu, þá var þar mynd af mér og Guðnýu Ben, sem er tekin á svipuðum tíma.... þarna er ég ansi mörgun kílóum léttari, en nú er öldin önnur. Verð að skella henni hérna líka.

Gamlar myndir 238

Kræst....fyrst að ég er byrjuð þá set ég líka inn eina hérna ELDGAMLA...... tekin á síðustu öld.

Gamlar myndir 002

Krúttið ég.... af hverju er ég ekki ennþá svona lítil og saklaus Whistling


EKKI besta kaffið í bænum.

Cafitesse%203000

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafi brotið gegn lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum með auglýsingum þar sem fullyrt er að Merrild sé besta kaffihúsið í bænum....... þá er búið að skemma það fyrir mér.

Hvaða kaffi á ég þá að slafra í mig ?? Ég vil fá besta kaffið í bænum, ekki eitthvað slor. Besta kaffið heldur mér sko vakandi......

CaffeineCat

Ok.... fer þá bara og fæ mér pepsi Max hehehe


mbl.is Kaffiauglýsingar í andstöðu við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pjúra dónaskapur ekkert annað !!!

Nú tækni........ ég fíla ekki þessa nýju tækni, ég flokkast sem sagt undir spéhrædda og gamaldags..... Mín skoðun er sú að þetta er pjúra dónaskapur og ekkert annað.

is_shy_070824_ms

Hvernig ætli það sé, ætli þetta sé að virka ef að ég er í brynju ??? Ég myndi ekki kæra mig um að einhverjir væru að glápa á mig og sjá mig berrrassaða....... Blush

Ætli í framtíðinni verði það ekki þannig að þú þarft að vera nakin/n í passanum þínum ? SKO !! þá er ég hætt að fara til útlanda....eða Bandaríkjanna, þetta er víst nýjung þar.

Gúdd bæ.... ég er sko bara skriðin upp í sófa og set á mig sæng.... allur er varinn góður.

Annars erum við mæðginin bara inni í dag, útbrotin er helmingi verri á Kormáki í dag ehldur en nokkurn tímann í gær, samt er hann nú að taka þessi lyf. Greyið, honum finnst þetta svo ógeðslegt og svo er þetta komin svo mikið í kringum augun á honum að það leka bara tár, augun eru svo þrútin og bólgin..... knúsírúsínan mín.... er farin að kreista hann í kaf... gúdd bæ, over and out í bili...


mbl.is Gægjast gegnum föt farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtur handleiðslu hans.......

1703_spears_lg_a

Þarna eru þau tvö, vonandi getur hann eitthvað hjálpað stelpugreyinu.

finethefundaMentalist-747393

Fann líka nokkrar skondnar myndir af honum, þegar ég var að leita af mynd.

MEL20GIBSON200120-20SAMPLE

Þessi mynd er nú bara kúl.

qoae-mel_gibson

Já, hann er alkóhólisti og var með einhverja fordóma á gyðinga minnir mig, sem að hann er auðvitað búinn að biðjast afsökunar á.

æoihpæi

Tekin fullur á bílnum, það var gerður leikur á netinu út af því. Man einmitt eftir einum vinsælum leik á netinu, þar sem að Michael Jackson var að kasta börnum og maður átti að grípa þau.

Mel-Gibsonop

Þegar Mel Gibson var ungur þá var hann BARA krútt dauðans.....


mbl.is Britney nýtur handleiðslu Gibsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er snilld, varð að stela þessu af annari bloggsíðu.

Fyrirgefðu að ég skuli hafa stolið þessu hjá þér Alva.... ég bara hreinlega DÓ úr hlátri.

Sendið mér einhvern til að blása í mig lífi.......(helst karlmann)


Er ekki allt í lagi ??? Það er gott að hann náðist.

Hvaða hálviti reynir að smygla inn tæpum 200 kílóum af hassi og heldur að hann komist upp með það...... við erum að tala um tæp 200 kíló. Það er ekki eins og þetta séu nokkrir fylltir smokkar.....

eiturlyf

Það er eins gott að maðurinn náðist. Götusöluverðmæti efnisins talið vera yfir 400 milljónir króna, spáið í það.........


mbl.is Hollendingur fluttur suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kormákur glaður...."pabbi er á netinu"

Við Kormákur fórum til læknis í dag á læknavaktina. Þetta er ofnæmi en læknirinn veit ekki við hverju. Kormákur var settur á ofnæmislyf sem hann á að taka í 4 daga og ef að hann fær þetta aftur þá þarf hann að fara í ofnæmispróf til að finna út hvað er að hjá honum.

Annars vorum við mæðginin að skoða fréttir á mbl.is og finnum þar frétt þar sem að Loftorka er að vinna við endurbótum á Kringlumýrarbrautinni, ég segi við Kormák "kannski sérðu mynd af pabba þínum í vinnunni þarna, fylgstu með" Og hvað haldið þið...... er ekki bara viðtalið tekið við Unnþór pabba hans.... vá hvað það skein gleðin og hamingjan úr augunum á barninu .... það var eins og hann hefði fengið Gull......

 


mbl.is Umferðatafir á Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar myndir og útbrot..... veit einhver eitthvað um útbrot ???

Núna er ég búin að eyða smá tíma í að setja inn nýtt myndaalbúm af ferðinni okkar norður um helgina. Endilega kíkið á og skoðið myndir úr sveitinni.

Eins og svo oft áður, þá er einhver leti í mér í dag. Kormákur kom heim úr sveitinni í gær, hann er alltaf með mömmuveikina.... ótrúlegt hvað hann er mikill mömmustrákur. En alla vega, þá er strákgreyið með svo mikil útbrot að ég ætla að skella mér með hann á læknavaktina á eftir. þessi útbrot byrjuðu fyrir norðan og eru búin að vera að aukast, núna er hann allur rauðflekkóttur í framan líka, allur líkaminn á honum er rauðflekkóttur. Hann finnur ekkert fyrir þessu, enginn kláði ekki neitt. Ég var að spá í hvort að þetta gæti verið frjóofnæmi ? Veit einhver hvort að það geti verið að það komi út í útbrotum ??

útbrot 005

útbrot 001

útbrot 004


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband