Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
17.9.2008 | 12:47
Svakalegar skemmdir á vegum.
Þetta er svakalegt, svona leit þetta út eftir fárviðrið í nótt. Það er stórt skarð í veginum í botni Patreksfjarðar.
Það urðu miklar vegaskemdir á vestfjörðum í óveðrinu. Stór skriða féll meðal annars á veginn, sem liggur inn í Örlygshöfn á Patreksfirði og er hann alveg ófær.
Þetta er sem betur fer gengið yfir, en tjónið varð mikið.
Miklar vegaskemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 08:52
Það vantar 80 milljónir.
Það er sorglegt að lesa þessa frétt, en í henni er talað við TRyggva Ingólfsson sem býr í Hvolsvelli. http://greenbrown.blog.is/blog/greenbrown/entry/642831/ þetta er dóttir hans og hefur hún Berglind verið að vekja athygli á þessari söfnun.
Það þarf að safna 80 milljónum til að hægt sé að senda 8 sjúklinga í tilraunameðferð, ég vona svo sannarlega að það eigi eftir að safnast.
Söfnunin er byrjuð í gegnum símann
904 1000
904 3000
904 5000
Ég er búin að leggja mitt af mörkum, munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Á föstudagskvöldið verður svo bein útsending á stöð tvö þar sem söfnunin heldur áfram.
Hjálpum þeim að hjálpa öðrum.
Vildi að ég fyndi til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 07:42
Það ætlaði allt að fjúka til andsk.....
Það hefur verið alveg brjálað að gera hjá björgunarsveitamönnum í nótt um allt land. Gott samt að ekki fór neitt illa.
Þetta er held ég gengið yfir, a.m.k. í bili, ég hef reyndar ekki hugmynd um hverngi veðurspáin er, vona bara að það verði ekki svona hvasst og mikil rigning á næstunni.
Það er september og það er ógeðslegt veður, hvernig ætli veturinn verði þá ?? Verður allt á kafi í snjó og brjálað rok og læti ?? Bullandi bylur í allan vetur ?? Vonandi ekki, sjáum hvað verður.
Eigið góðan dag elsku vinir.
Hundrað manns að störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 22:59
Ég skal bara vaska upp.
Hún beit hann, braut myndaramma á ndlitinu á honum og lagði til hans með sverði þegar þau lentu í rifrildi um hvort hann sæi um uppvaskið.........
Ég held að ég haldi bara áfram að sjá um mitt uppvask, enda enginn kærasti til að slást við um það hehehehe.
Ætli það sé algengt á heimilum að það séu líkamsárásir út af uppvaskinu ?? Þú vaksar upp, nei þú, nei þú....... (#%/#&#)%(=# ok, einn á spítala.
Gúdd bæ, hope you get well soon.
Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.9.2008 | 08:49
ATH... viljið þið skoða þetta.
Góðan daginn elskurnar. Mig langar að byrja færsluna á að biðja ykkur um að kíkja á þessa síðu og minna okkur á þetta.: http://greenbrown.blog.is/blog/greenbrown/entry/642831/ Elsku Berglind mín, þú ert svo sannarlega með stórt hjarta.
Núna út í allt aðra sálma...... íbúar í Seljahverfi lýsa áhyggjum af innbrotum. Er einhver innbrotafaraldur í gangi núna ?? Það er hræðilegt þegar slíkt er, og líka skrítið þegar lagst er á eitt hverfi..... eru þetta þá alltaf sömu þjófarnir ?? Eða er það tilviljun að allir fari í Seljahverfið ?? Undarlegt. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvort að það sé frekar framið innbrot í einbýli heldur en fjölbýli ?? Það er auðvitað fleiri sem geta orðið vitni af innbrotum í blokk heldur en annars staðar. Eða er það ekki ?
Ég fór á þvæling í gærmorgun með Maríu og Hjörleifi, þau komu í gærmorgun og fóru svo seinni partinn í gær aftur austur. Við byrjuðum á því að skella okkur á Hressó og fá okkur "english breakfast og svo kíktum við m.a. í Eymundsson, Ikea, Max, Góða hirðirinn og örugglega eitthvað fleira, man það bara ekki he he.
Í dag verð ég svo heima að þvo þvott og þrífa eitthvað, íbúðin er eins og eftir eitthvað sem ég á ekki orð yfir. Svo seinni partinn liggur okkar leið í Ármúlann á judóæfingu.
Segji þetta gott í bili.
Kv. Linda litla sem er enn slæm eftir bónus helgina.
Íbúar í Seljahverfi lýsa áhyggjum af innbrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 22:17
My new job is killing me......
Þið trúið því ekki hver fegin ég er að helgin er búin. Þetta var MJÖG erfið helgi. Fyrsta vinnuhelgin mín í Bónus. Ég fann það, að það er ekki fyrir baksjúklinga að vinna á kassa. Mér var svooo illt í bakinu á laugardagskvöldið eftir að ég kom heim.... vá, ég hélt hreinlega að ég myndi ekki hafa það. Dagurinn í dag var aðeins betri, kannski er þetta bara viðbrigði fyrir skrokkinn á mér svona vinna. Ég er a.m.k. fegin því að helgin er búin.
Kormákur var í sveitinni hjá systur sinni um helgina og kom heim um hálf tíu í kvöld. Þau fóru í réttir á laugardaginn og líka í bíó, þau skelltu sér á grísina 3 í Selfoss bíói.
Ég hef nú eitthvað lítið að segja annars, er bara alveg uppgefin eftir helgina og er bara að spá í að skríða í rúmið.
Ég varð reyndar alveg brjáluð út í þetta strætókerfi í morgun, en ég nenni ekki að segja frá því núna af sökum þreytu, segji ykkur það á morgun ef að ég man.
Hafið það gott elskurnar, vonandi áttuð þið góða helgi
Kv. Linda litla auma og þreytta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.9.2008 | 11:46
Kaffihús í Breiðholti.... skotarnir og skólinn.
Það eru greinilega fleiri en ég sem finnst vanta kaffihús í Breiðholti. Vildi að ég hefði hugmynd um hvernig maður kemur því á framfæri, því að ég er viss um að ef að það yrði opnað kaffihús hérna þá yrði alveg örugglega eitthvað að gera þar.
Það var mikill þvælingur á mér í gær, fór héðan út á milli 9 og hálf 10 og lá leið mín fyrst í Kbbanka á Hlemmi (bankann minn) og vorum við , ég og þjónustufulltrúinn minn að fara yfir og gera nýja áætlun í heimilislínunni. Ég verð nú að segja það að það gengur betur að vera í heimilislínunni heldur en ekki.
María og Hjörleifur komu í fyrradag og fóru svo heimí gær.
Sjá þetta krútt, þarna er hann að sýna ömmu sinni tönnslurnar sínar og er sko mikið montinn með þær.
Þessi mynd finnar mér líka svo krúttleg af honum.
Jæja, á þvælingnum í gær vorum við að hlusta á útvarpið og var mikið talað um skotana á Bylgjunni, enda allt krökkt að þeim í miðbænum.
Skotar eru náttla fótboltaáhugamenn dauðans, það er nokkuð ljóst. Ekki veit ég hvað við sáum mikið af þeim í miðbænum í gær, það er gaman að sjá hvað þeir eru margir í pilsum. Held að þetta sé meiriháttar þjóð, hresst og skemmtilegt fólk. Fyndið að sjá líka, fyrir utan hvern einasta pöbb sem við keyrðum fram hjá stóð maður/menn í skotapilsum fyrir utan að reykja. En þar sem að skotarnir eru dyggir aðdáendur fótboltans, þá komu þeir til að horfa á landsleikinn Skotland-Ísland, sem að við reyndar töpuðum með einu marki, eða 2-1 eins og sjálfsagt allir vita.
Í gær, rétt fyrir klukkan 14:00 þá var svona fyrir utan Laugadalsvöllin...... og 4 0g 1/2 tími í landsleik.
Þeir ætluðu sko ekki að missa af leiknum, þeir ætluðu að tryggja sér miða og mættu því mjöööööög tímalega.
Það er gaman að fylgjast með þessu. María sagði að henni langaði að kíkja á Dubliner og komast að því hvað leyndist undir pilsinu hjá þeim....... er það annars ekki nokkuð ljóst, hvað er undir pilsinu hjá þeim ?? Þetta eru jú karlmenn og hvað dettur ykkur í hug að leynist undir pilsinu hjá þeim ??
Á þvælingi okkar í gær, lá líka leið í office1 að versla skólabækur JÁ !!! ég sagði versla skólabækur, mér fannst það hálf asnalegt. Komin vel á fertugs aldur orðin amma og allt og ég var að versla mér skólabækur. Það er ekki gefins að versla þær, núna skil ég skólakrakkana sem að þurfa að kaupa bækur fyrir fullan skóla. Ég keypti bara fyrir eitt fag og þæað kostaði mig á sjöunda þúsund og samt var bara ein ný bók í því. Nú svo er ég náttla líka búin að borga skólagjöldin....... þetta þýðir að ég er orðin blönk og mánuðurinn ekki hálfnaður. Ég talaði við félagsþjónustuna í lok ágúst um að hvort að þeir vildu hjálpa mér, og hvort að þeir vildu greiða fyrir mig skólagjöldin.... NEI.... þú ferð í fjarnám og við hjálpum ekki með það, en ef að þú ferð í skóla þá greiðum við þau fyrir þig. Mér finnst þetta skítt, en svona er þetta.
Jæja, segjum þetta bara gott í bili.
Hafið það gott þangað til næst.
Kv. Linda litla skólastelpa.
p.s. ég veit að ég er orðin blogglöt, gerði mér grein fyrir því þegar ég talaði við mömmu í símann í gær og hún sagði "þú hefur ekkert bloggað í dag". Kannski reyni ég að taka mig á .... kannski ekki, sjáum til.... gúdd bæ frends....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
8.9.2008 | 22:09
Ég vil kaffihús í Efra Breiðholt og HANA NÚ !!
Ekta mánudagur í mér í dag = löt.
Við mæðginin skelltum okkur í Mjóddina þegar Kormákur var búinn í skólanum, ég þurfti að vesenast í banka og svo var ísskápurinn tómur hjá okkur. Við fórum í Nettó að versla, Nettó er held ég ekki mjög dýr verslun en samt alveg nóg og dýr fyrir mína buddu. Við versluðum í einn og hálfan poka og kostaði það nærrum því 6000 krónur. Eina spreðið á mér var að ég keypti 2 hálfs lítra gosflöskur handa okkur. Annars var þetta cheerios, mjólk, jógúrt, hrökkbrauð, ostur, grænmeti og ávextir. Ég þakka bara fyrir að við séum bara tvö í heimili, eitthvað hlýtur matarkarfan fyrir 5 manna fjölsk. að kosta.
Ég var að spá í það áðan, Brynja vinkona hringdi og var að ath hvort að ég nennti að kíkja á kaffihús á morgun með sér. Af hverju er ekkert kaffihús í Breiðholti ?? Ég veit a.m.k. ekki til þess að það sé kaffihús í fella og hólahverfi..... er eitthvað kaffihús í seljahverfi veit það einhver ??
Þarf maður virkilega alltaf að fara í miðbæinn ef að manni langar að fá sér einn kaffibolla með vin/konu á kaffihúsi ? Þetta er eitthvað sem að mér finnst að ætti að bæta.
Jæja, annars er judo tími hjá Kormáki á morgun klukkan 17:30 og fyrir þá sem vilja getið farið á www.judo.is og kíkt á web cam-ið á síðunni og séð æfinguna í beinni. Mjög sniðugt fyrir ættingja og vini hans sem vilja fylgjast með.
Mér finnst ég eitthvað svo skrítin undanfarið, eitthvað svo stuttur í mér þráðurinn, finnst margt fara í taugarnar á mér, margt svo óþolandi...... skil ekki af hverju. Ég hálf skammast mín fyrir þetta, finnst eins og ég þurfi að tappa af mér einvhers staðar til að fá einhverja útrás. Fékk reyndar smá útrás hjá Iðu Brá vinkonu um helgina, en samt virðist það ekki hafa verið nóg. Það er ekki búið, ég verð að fá einvherja meiri útrás. Getur verið að ég sé hreinlega bara óhamingjusöm að þess vegna sé ég svona ?? Eða er ég kvíðin fyrir vetrinum í undirmeðvitundinni ?? Veturinn er jú oft mikill þunglyndistími hjá mér og ég er að fara bráðum í gegnum vetur í fyrsta skiptið í mörg ár án þess að vera á þunglyndislyfjum. Æi, veit ekki hva málið er, vona bara að þetta fari að ganga yfir.
Segi þetta gott í bili, við Kormákur erum að fara í rúmið, ætlum að lesa smá fyrir svefninn.
Góða nótt elskurnar og takk fyrir að nenna að lesa endalaust bullið og vangavelturnar mínar.
Kv. Linda litla (þessi sem er svo skrýtin í hausnum.
Ein mynd af elsku litla broskallinum mínum í restina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3