29.11.2010 | 11:36
Vá.... hvað það tekur á að vera inni á geðdeild.
Verð að fá smá útrás þó að stefnan hafi verið sú að tjá mig bara fyrir nóttina. Er búin að vera í mikilli vanlíðan í dag og vera í endalausum grátköstum. Fór í læknaviðtal og ekki var neitt minnst á útskrift, þannig að ég vonaði að það myndi létta á mínu stressi, vanlíðan og gráti, en það gerði það ekki.
Ég er svo viðkvæm og tæp í dag að ég höndlaði ekki eina konu í morgunmatnum, sem neitaði að taka lyfin sín af því að hún væri ekki veik, hún væri alheilbrigð...... hótaði að drepa lækninn skömmu síðar og annað slíkt. Þegar ég var að sækja morgunmatinn minn þá hrundi ég niður og grét eins og Atlandshafið væri að tæmast og það væri í mínum verkahrring að fylla það aftur og það STRAX.
Mér finnst gott að vera hérna og ég trúi því að það sé verið að hjálpa mér og þó að einn sjúklingur hafi svona slæm áhrif á mig, verð ég að berjast á móti því, ég er á geðdeild og það er enginn heilbrigður þar.
Búin að fá smá útrás bæði hér og á því að grenja.
Þetta vanalega í lokin, ef að þú mátt sjá af fáeinum krónum, þá er ég í slæmum málum og myndi þiggja þær, margt smátt gerir eitt stórt, fyrir svona öryrkja-þunglyndis-púka eins og mig.
0303-26-6334
knt.251271-4539
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Athugasemdir
Enda Linda mín. Ég hef ekki haft geð í mér að leggjast inn á geðdeild síðan 2009 þegar að ég var lokaður inn á sjúkrastofu, með jafnvel ekkert yfir mér, á dýnu ræfli. Svo sprautaður marg sinnis niður í rassinn og svona fram eftir götunum. Það er bara þannig. Geðdeildir á Íslandi eru sjúkar og læknar á geðdeild eru margir hverjir sjúkir að mínu mati.
Það er nú bara þannig Linda mín. Ég er bara að reyna að vera hreinskilinn Linda mín.
Með bestu ósk um góðan bata.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.