Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 17:41
Gustavsberg kominn í lag.
Alveg er það ótrúlegt hvað sumarbústaðirnir í Árnessýslu eru alltaf vinsælir hjá þjófum, það er alltaf verið að brjóstast inn í bústaða þarna. Þetta er orðið spurning um að setja upp eitthvað securitas kerfi þarna eða eitthvað álíka.
Nóg um innbrot í Árnessýslu.
Ég er með gleðifréttir fyrir fólk sem kemur í heimsókn til mín.
Já þetta er klósettið mitt.
he he he eruð þið að fatta þetta ??
Það er búið að laga klósettið hjá mér !!!
Nú getið þið farið á klósettið án þess að detta af setunni he he he
Innbrotsþjófar á ferð í Árnessýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2008 | 11:44
Skál og syngja, færeyinga.....
Færeyingar voru að lána þjóðinni 300 milljónir danskra króna og hvað ?? Held að hann megi detta í það kallinn, ekki er verið að sjá eftir víninu í manninn eða hvað ?
Ég meina fyrirsögnin er " sakaður um að vera ölvaður i boði hjá Ingibjörgu", kræst öllu er hægt að væla yfir.
Gefið manninum breik.
Ég segi nú bara skál Jóannes Eidesgaard.
Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2008 | 07:42
Margfalt lífstíðarfangelsi !!
Alltaf er að koma meiri og meiri viðbjóður í ljós í þessum heimi okkar. Þessi maður í Sheffield í Englandi er eins og Joseph Fritzl, hver man ekki eftir þeim viðbjóði ?
Það eru fleiri mál en þetta sem komið hafa upp á yfirborðið eftir Fritzl málið.
Í þessu tilfelli er það maður á sextugsaldri sem fremur glæpinn ítrekað á tveimur dætrum sínum.
Ofbeldið hófst þegar stúlkurnar voru átta ára og urðu þær barnshafandi nítján sinnum eftir föður sinn. Tíu sinnum misstu stúlkurnar fóstur eða fóru í fóstureyðingu en níu börn fæddust. Tvö þeirra létust skömmu eftir fæðingu.
Maðurinn á yfir höfði sér margfalt lífstíðarfangelsi, af hverju er maðurinn ekki látin hverfa ? Myndi einhver sakna hans ? NEI alveg örugglega ekki.
Nauðgaði dætrum sínum um árabil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 00:42
Hvenær og hvar er okkur óhætt ??
Maður stunginn með hnífi við Hlemm um kvöldmataleytið...... ekki nóg með það að maður þorir ekki út á kvöldin eða á nóttinni. Þarf maður að vera kominn heim til sín og inn fyrir kvöldmat á kvöldin ??
Hvenær er manni óhætt að vera úti ??
Mér finnst líkamsárásum vera að aukast, manni stendur ekki á sama og þorir varla orðið út.
Sá í annarri frétt að það hefði kviknað í, í þvotthúsi í Möðrufellinu. Við Kormákur heyrðum einmitt svo mikið af sírenuhljóðum og vorum að velta því fyrir okkur hvort að það hefði orðið stórslys einhvers staðar nálægt.
Stutt núna, ætla að skríða undir feld, er mjöööög þreytt eftir daginn. Var mætt eldsnemma í baðhúsið í morgun.
Gúdd bæ og gúdd næt.
Kv. Linda litla í spriklinu.
Verður á gjörgæslu í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.11.2008 | 10:40
Lífið er yndislegt.
Ég var að skoða tvískiptan kuldagalla með Kormáki um daginn og vildi að hann mátaði. Hann leit á mig og sagði: "mamma, mig langar meira í samskipting". Auðvitað hreinlega dó ég úr hlátri, hann var að tala um samfesting.´
Í gærkvöldi þegar við vorum komin inn í rúm segir hann: "Mamma, hvað er "einstæð" ?" Ég segi honum að ég sé "einstæð" móðir af því að ég sé ein með hann og ef að það er einhver maður einn með barnið sitt þá er hann "einstæður" faðir. En ef að ég færi að búa með manni, þá yrði ég ekki "einstæð" lengur. Þá segir hann: Nú værir þú þá "tvístæð"....ó mæ god, ég sprakk úr hlátri og sagði honum að það væri ekki hægt að vera "tvístæður", en "margstæð" soyr hann þá.
Börn eru yndisleg, þau geta alltaf fengið mann til þess að brosa...... og líka til að "springa" úr hlátri.
Kormákur er heima í dag, það er samstarfsdagur kennara í skólanum. Fínt, helgin lengist um einn dag.
Ef að ég væri köttur.... þá væri ég amerískur köttur he he he
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.11.2008 | 10:29
Er lurkum lamin.....
Ég verð víst að viðurkenna að ég er ansi stirð í skrokknum eftir fyrsta tímann minn í ræktinni í gær. Held að ég sé með verki í öllum vöðvum, finn meira að segja að ég er með vöðva á stöðum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru vöðvar á.
En þetta eru góðir verkir. Ég var gjörsamlega búin á því í gær, ég lá eins og skata yfir sjónvarpinu, elduðum snemma og borðuðum rétt fyrir 6 svo var horft eitthvað á sjónvarp og snemma í rúmið.
Veit ekki hvernig verður með daginn í dag, er að spá í að taka ágætan labbitúr. Er reyndar soldið hrædd um að það sé hálka og þá get ég ekki farið út að labba. Ég fékk boðsmiða á einkasýningu á "madagascar 2" í vikunni og er sú sýning í dag klukkan 4, á von á því að Brynja fari með Kormáki á hana fyrir mig. Þau skemmta sér víst alveg örugglega vel, Brynju finnst svo gaman að fara með honum í bíó.
Annars bar nóg í bili...... hafið það gott snúllurnar mínar.
Kv. Linda litla stirða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.11.2008 | 11:15
Var að uppgötva........
Hafið þið gert ykkur grein fyrir því að það eru BARA 33 dagar til jóla ??
33 dagar....... shit #/&#$# það er ekkert, 33 dagar. Úfff, ég verð nú að viðurkenna það að ég er aðeins farin að kvíða jólunum. Reyndar vita þeir sem að ég þekki að ég gef ekki jólagjafir nema ég hafi efni á því og það er nú einmitt spurning um það núna hvernig stadusinn er hjá mér.
Jólamaturinn...... ó mæ god, hvað verður í matinn hjá mér á jólunum ?? Auðvitað langar mig að hafa svínahrygg og gotterý með honum, en það kemur í ljós þegar nær dregur.
Vonandi koma þessir félagar til mín hlaðnir gjöfum og mat fyrir jólin. Það er alveg hægt að finna pláss fyrir þá, þeir mega sko allir búa hjá mér. En vil reyndar að þeir fari í einhver föt he he he he.
Annað mál......
Ég þarf nefnilega að fara að snáfast til að tína einhver teygjuföt í tösku, á að mæta í baðhúsið klukkan 12 og ég ætla sko að mæta á réttum tíma. Ég er svoooo spennt fyrir ræktinni.
Er farin að bursta tennurnar og tína í tösku..... sjáumst síðar í dag.
Bæjos....kv. Linda litla í átaki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2008 | 07:43
Eðlilegt að maður sé hræddur...... eða hvað ??
Hvað gengur að fólki ??
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, það er hættulegt að fara út eftir að það er komið myrkur. Maður veit aldrei nema það verði ráðist á mann.
Í þetta skiptið eru þetta allt íslendingar,málið er bara það að íslendingarnir eru engu betri en útlendingar. Það eru svo margir sem segja að það séu útlendingar sem sem eru valdir af öllum látum í borginni, en það er ekki málið.
Ég er einmitt líka hrædd um að fíkniefni eigi eftir að vera meira áberandi í kreppunni heldur en ekki. Það eiga eftir að vera mikið af innbrotum og líkamsárásum á næstunni, eins og það sé ekki nóg af því. En það kemur í ljós, vonum nú samt að það verði ekki.
Ég mæli með því að fólk haldi sig innan dyra í myrkri, verið a.m.k. ekki ein á ferð. Við vitum aldrei hvapð leynist á bak við næsta bíl, í næsta runni eða í næsta húasundi.
Farið varlega.
Réðust á menn með golfkylfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.11.2008 | 09:47
ÓTRÚLEGT !!!
Þetta er ótrúlegt, sorglegt að sjá litla greyjið. En honum líður vel, það er fyrir öllu. Af hverju ættu kettir ekki að fæðast vanskapaðir eins og mannfólkið ???
Hann er nú samt ekkert smá krútlegur, væri sko alveg til í að eiga hann.
Ég er viss um að hann sé fljótari að þvo sér en aðrir kettir. he he he he.
En matur..... ætli hann borði báðu megin ???
Knús inn í daginn.
Tvíhöfða kettlingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.11.2008 | 07:48
Vilja vera góðir eins og færeyingar.
Það er nú aldeilis að norðurlandaþjóðirnar tóku við sér. Þurftu samt að bíða eftir að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var búinn að veita okkur lán.
Það hlýtur að fara að veða komið nóg af peningum til okkur..... er það ekki annars ?? Ég hef ekkert vit á þessu, fylgist lítið með fréttum, bíð bara alltaf og hugsa og vona það besta í öllum okar vandamálum.
Jæja, annað mál..... miklu skemmtilegra heldur en þjóðarvandmál okkar. ÉG..... er að fara til einkaþjálfara á eftir og ég er mjög spennt. Núna hefst nýtt líf hjá og breyttur lífsmáti. Ég veit ekki hve oft í viku ég mæti í ræktina, ég ætla að biðja einkaþjálfann um að setja upp fyrir mig eitthvað prógramm til að byrja mér, er víst soldið hrædd um að ég verði svo spennt að fara að byrja, að ég byrji með látum ógesslea dugleg og gefist svo upp eftir viku..... en vil það auddað ekki.
Helgin framundan...... vá önnur frí helgin í röð, það er hálf asnalegt. Ég ætla bara að taka því rólega um helgina. Kannski bara elda góðan mat og hafa það notarlegt með Kormáki. Kannski flippa ég bara yfir og tek íbúðina endanlega í gegn..... og svalirnar, það væri nú alveg geggjað.
Sjáum hvað verður, segjum þetta gott í bili. Hafið það gott rúsínurnar mínar.
Kv. Linda litla líkamsræktarkona....... he he he
Lána Íslandi 350 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3
Af mbl.is
Erlent
- Ríkisstjórn Ísraels samþykkir vopnahlé
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
- Kennari stunginn í Svíþjóð
Fólk
- Þessi lög taka þátt í Söngvakeppninni
- Justin Bieber skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið
- Hávær orðrómur um framhjáhald og skilnað
- Þurfti ekki að nota kælihettu
- David Lynch vottuð virðing í erlendum fjölmiðlum
- Fylgjendur Katie Price með áhyggjur
- Adam Sandler kíkti til okkar með fjölskyldunni sinni
- Kona lagði út 121 milljón króna fyrir svindlara sem sagðist vera Brad Pitt
- Cardi B sakar Offset og móður hans um stuld
- Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé