Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
19.6.2008 | 17:39
Skál í sósu, og þar að auki í BBQ sósu.
Ég ætla einmitt að fara að grilla um helgina, það kannski borgar sig ekki fyrir mig að reyna að kaupa svona sósu...... fyrst að það er alkóhól í henni. Ætli hún fáist í Bónus eða ÁTVR ??
Það er kannski ekki svo galin hugmynd að selja Jack Daniel´s skot á pöbbnum......
Nei málið er það að hin 25 ára Claire Birchell ætlaði að kaupa sér BBQ sósu, en þar sem að sósan inniheldur einhver 2% af alkohóli fékk hún ekki afgreiðslu af því að hún var ekki með skilríki á sér...... hvað er mikið að ?? Átti afgreiðslumanneskjan von á því að hún færi á kojufillerý af BBQ sósunni ???
gúddbæ og skál í botn.
Of ung til að kaupa grillsósu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2008 | 10:30
Farnir að íhuga alvarlega......
Hér er Johnny Rotten/Lydon söngvari Sex Pistols. Þegar ég var krakki/unglingur þá var Sex Pistols í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég veit ekki hvort að ég myndi endast í að hlusta á þá í dag, enda komin á aldur.
En Sex Pistols verða aldreii eins og áður þar sem að Sid Vicious er ekki meðal vor lengur. Hann var einmitt í mesta uppáhaldinu...... og maðurinn drap sig af of mikilli neyslu, lélegt átrúnaðargoð það hehehehe
31 árs bið á enda? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 23:14
Eru feitir í minnihlutahóp ??
Sko ef að ég væri rekin úr vinnu fyrir að vera of feit, myndi ég ekki taka vinnu þar aftur ef að mér væri boðin hún. Halló !!! Kjóllinn var ekki nóg og stór, af hverju var ekki saumaður nýr kjóll á konuna þá ??? Þoli ekki svona fordóma gagnvart feitu fólki.
Ég er ekki í vinnu þannig að það er ekki hægt að reka mig, og svo hef ég verið það vel liðin í vinnum sem ég hef verið í, að ég hef ekki þurft að hafa áhyggjur af því. En þessi blessaða óperusöngkona Deborah Voigt er búin að fara í magaaðgerð og þegar búin að missa 40 kíló. Ég reyndi nú að hafa samband við Reykjalund fyrir helgi en þar fékk ég þau svör að ekkert yrði skorið upp í sumar. En ég er eimitt (fyrir þá sem ekki vita) að bíða eftir að komast í hjáveituaðgerð.
Þó að ég sé feit, þá get ég ekki sagt að ég hafi verið fyrir fordómum..... minnist þess ekki. Held reyndar að ef að einhver myndi segja eitthvað við mig, þá myndi ég bara berja viðkomandi hehehehe
Svona var hún, það er heldur betur munur á konunni. Hún er bæði unglegri núna og miklu myndarlegri. Pælið í því þegar ég er búin að fara í aðgerð..... vá ég hlýt að verða óstjórnlega falleg......
Þetta er Deborah Voigt í dag.
gúdd bæ... hef a næs næt.
Of feit óperusöngkona snýr aftur eftir megrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.6.2008 | 19:26
Kókaín.....
150 grömm reyndust vera inní einu ciabatta brauði sem að þýska lögreglan gerði upptækt um helgina. Eiithvað hefur nú þetta brauð kostað......
Brauðhleifur fullur af kókaíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.6.2008 | 13:05
Þórarinn flottur.
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi, var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Þórarinn fær styrk upp á eina og hálfa milljón. Hann segir útnefninguna hvetja sig til dáða og þakkar Reykvíkingum heiðurinn. Þórarinn er í miklu uppáhaldi hjá Kormáki og ef að hann sér bók eftir Þórarin þá langar honum í hana. Ég segi bara til hamingju með þetta Þórarinn Eldjárn. Jæja, dagurinn í gær var rosalega skemmtilegur og dýr...... hann kostaði mig rúm 15.000 og geri aðrir betur með eitt barn. Sé ekkert eftir því, það var allt í boði hjá mér af því að Korákur er að fara í sumarfrí frá mér og við vildum eiga einn geggjaðan dag áður en að hann færi.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2008 | 12:22
Brjóstahaldaraleysið gerði útslagið
Fyrirsögnin á færslunni er nú bara fyrirsögnin í fréttinni. Þetta þykir nú ekki merkilegt slúður frekar en vanalega, en það sem ég rak augun í er að hún er tekin saman við Tommy Lee aftur....
Jæja, nóg um þetta. Ætla að henda mér í föt og kíkja á bæjarlífið með syni mínum..... Hæ Hó Jibbí Jey Og Jibbí Jey... Það er kominn 17 júní..... blómin springa og út og tralla lalla ey... tralla lalllalalalla trallalaalllal lalalalllllaaa
Allir !!!!
Til hamingju með daginn !!!!
gúddbæ.
Brjóstahaldaraleysið gerði útslagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.6.2008 | 04:30
Hvað sagði Guðni okkar Ágústson.
Þar sem tveir dropar mætast, þar er rigning...... hvað með þessa hvítabirni ?? ætli þa- sé kannski baa ísbjarnarhreiður á Þverárfjallinu ?? Kannski..... innan um öll kolluhreiðrin.
Þegar ísbjörnin fannst á fjalinu fyrir norðan fyrir um hálfum mánuði, þá fannst mér alveg sorglegt að bangsi skuli hafa verið drepinn, af hverju var hann ekki svæfður/deyfður og bjargað. Mér fannst þetta hræðilega sorglegt. Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir því að þetta er stórhættulegt dýr, en kommon..... hvað skeður það oft að ísbjörn stigi hér land ??
Nú ég fór norður um síðustu helgi og var að kjafta við gamla vinnufélaga, þá fór ég að hugsa öðruvísi. Nú þá var ísbjörninn 10 km. frá króknum..... ok, ég vissi það ekki, en guð minn almáttugur ef að hann hefði rölt inn í bæinn með sinn tóma maga. Ég meina 10 km í bæinn.... það er langt fyrir dýr sem gæti hafa verið búinn að synda 200 km hingað á land.
Þegar ég var að tala um við þær af hverju í ósköpunum hafi ekki verið lokaður vegurinn og nærliggjandi bær varaður við..... svarið sem ég fékk, kom mér mjög á óvart. Þær sögðu að lögreglan hefðu fengið að vita síðast um ísbjörninn, þar sem fyrstu við brögð þess sem sá björnin, var ekki að hringja á lögregluna, heldur var hringt í fjölmiðla og búið. Svo frétti löggan þetta bara.
Núna er annar mættur á svæðið, það á að reyna að bjarga honum. Enda hlýtur að vera búið að gera einhverjar ráðstafanir ef að þeir stigi hér á land.
Jæja ég vona bara að þetta fari vel og allir komist óslasaðir út úr þessu.
bæ í bili..... Linda litla bangsakona
Ég er búin að fá mér sígó... er skriðin aftur undir feld......
Ísbjörninn rólegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2008 | 10:59
ísinn út..... sólina inn...
SKO !!!! Fyrst að það er verið að senda ís úr Vatnajökli til útlanda til kælingar, þá finnst mér að það ætti eitthvað land að senda hita og sól til okkar hérna á fróni til hitunar.
Ekkert smá hallærisleg uppstilling hér á ferð, 4 menn með glös, og þau eru alveg örugglega full af ís eingöngu fyrir fréttina.
jæja..... bla bla bla... er farin að vinna síjú leiter beibs.
Ís fluttur út til kælingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.6.2008 | 02:50
Veit ekki.... tuðfærlsa kanski ??? Hvað finnst þér ??
Það er gott að sjá að lögreglan á Hvolsvelli er eitthvað að vinna, hef ekki mikla trú á löggunni þar. Lenti í því um daginn í vinnunni að það slasaði sig maður og fékk skurð á höfuð, það var kallað í mig og ég spurð hvað mér þætti um þetta, hvort að ég héldi að það þyrfti að sauma.... ekki spurning, þetta eru einhver 3-4 spor segi ég. Enda ég er ég vön skurðum síðan í kjúklingasláturhúsinu í gamla daga, þá hittumst við Þórir læknir ansi oft og hann hafði orð á því að sumir hittast nú yfir kaffibolla, en við hittumst alltaf að skurðarborðinu. Jæja, nema ég hringi þarna í vakthafandi læknir sem var á Hvolsvelli, en þeir skipta eitthvað bakvöktunum læknarnir á Hellu og Hvolsvelli og það vildi til að þetta kvöld var það læknir á Hvolsvelli. Nú eins og þið vitið þá er ég að vinna á bar á kvöldin stundum um helgar. Það var enginn í ástandi til þess að keyra á Hvolsvöll svo að við læknirinn ákveðum það að það sé best að tala við lögguna og fá þá til að sækja manninn með skurðinn...... Ég hringi á lögguna og segi þeim að ég sé að hringja frá Kanslaranum og það sé hér maður með skurð á höfði og það þurfi að koma honum til læknis á Hvolsvelli og að læknirinn ætli að fara strax á heilsgæsluna. Nei.. þeir byrja. Eru margir þarna ?? Nei, kannski 15-20 manns. Hvað skeði ?? Ég veit það ekki, ég vinn fyrir innan barborðið en ekki inn um viðskiptavinina og maðurinn man það ekki. Getur þú ekki hringt í leigubíl ?? Eini leigubíllinn á svæðinu er í Keflavík með fólk segi ég. Hvað getur enginn keyrt hann ?? Nei, það er enginn í ástandi til þess hérna. Hver ert þú ?? Ég heiti Linda. Hvers dóttir ertu ?? Hvers dóttir er ég, ég heiti Linda Jónsdóttir en hvað kemur það málinu við, það er maður hérna með skurð á höfði og hann þarf að komast undir læknishendur. Sá slasaði ákvað að tala sjálfur við lögguna... það var sami spuringarlistinn og ég fékk, þá ákvað sá þriðji að taka símann..... hann var nýbyrjaður að tala við lögguna hvað þá ???? Löggan skellti á !!
Er löggan ekki eitthvað sem að við eigum að geta treyst á ?? Þeir vissu ekki hver skurðurinn var stór og spurðu ekki einnu sinni um það. En maðurinn komst a.m.k. til læknis fyrir rest (ekki með pólísman) og eins og ég sagði 3-4 spor... hann var saumaður 4 spor, þetta var djúpt og ljótt. æi... veit ekki, vil bara geta treyst löggunni... æo sorry, er örugglega bara að tuða, er orðin þreytt, verð að fara i bólið.
Gúdd næt end síjú leiter beibís. Nenni ekki blogghring þegar ég er á svona törnum, tek góðan hring á mánudaginn... hafið það gott elskurnar mínar..... love jú Er farin undir feld.
Enn keyra menn of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2008 | 11:24
Riddarinn á þessum hvíta mætti á svæðið...
Jæja... fór að sofa upp úr klukkan 6 eftir langa nótt, það tók slatta tíma að ná sér niður. En er komin á fætur aftur og er tilbúin í nýjan vinnudag, enda fer ég í vinnu eftir kortér. Þó að hvíldin hafi ekki verið nema rúmir 5 tímar þá er ég ótrúelga spræk.
Það var stuð í gær og hvað haldið þið !??!??!?!? Haldið þið ekki að fallegi hótelstjórinn hafi mætt á svæðið.... mikið gleður það mig mikið að geta horft á fallegt fólk þegar ég er að vinna. Í raunninni þá væri ég til í að vinna 24/7 ef að þetta væri alltaf í boði, hei og hvað !?!?!?
Fékk 2 x koss á kinn frá honum í nótt, þannig að núna Þarf ég ekki einu sinni að borða næstu vikurnar þar sem að þetta var alveg gott fyrir mig til að lifa á í einar 7-8 vikur. vá...... hvers á maður að gjalda í þessu lífi.... hvernig er hægt að heillast að krakkaormi sem er bara 25 ára, þegar maður er kominn á þennan aldur. Hann er yngri en tengdasonur minn. Og það er eins gott að hann er ekki tengdasonur minn, því að ég myndi sko ekki HÖNDLA það !!!
Jæja, þetta er orðið ágætt í bili. Ætla að hendast í föt og fá mér sígó út á svölum með stelpunum áður en ég hendi mér "to the work"
Gúdd bæ´n´have a nice day, tþeinkjú foir ðis prógramm.
Kv. Linda litla sadda í margar vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 232864
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3