Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hann var ekki velkominn.....

Það er greinilegt að aumingja ísbjörninn sem mætti í Skagafjörðinn til að undirbúa komu mína þangað var ekki velkominn þar. Verst fannst mér af öllu að hann var drepinn. Héraðsdýralæknirnn á Blönduósi var greinilega sammála mér, hann hefði vilja láta skjóta hann með deyfilyfjum eða setja deyfilyf í mat, þar sem að björninn var víst alveg örugglega svangur.

Annað... þetta kemur í fréttum að það sé ísbjörn á Þverárfjalli, aiðvitað fer fólk af stað til að reyna að koma uaga á skepnuna...... hvers vegna í ósköpunum var vegurinn ekki lokaður ?? Þetta er stórhættuelgt dýr.

polarbear

Jæja, vona að það verði betur tekið á móti mér þegar ég til ykkar á föstudaginn Crying

Over and out....síjú.


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjörn í Skagafirði, hann hefur vitað að ég væri á leið norður.

Þessi ísbjörn mætti aðeins of snemma á svæðið, ég er viss um að hann sé mættur til að taka á móti mér og mínum. En við erum einmitt að fara í Skagafjörðinn um helgina. Ég hefði sko alveg verið til í að sjá eins og eitt stykki ísbjörn.

En þarf að skjóta dýrið ?? Er ekki hægt að skjóta deyfingu í það, þarf endilega að vana það ?? Veit að þetta eru hættuleg dýr, en ég vil að það verði svæft frekar.

gw_polarbear

Þessi er nú bara að chilla á ströndinni......

Talandi um ísbjörn, mér verður kalt á tánum við það. Ætla að skríða undir feld í smástund.


mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matseðill dagsins : Padda í karrýsósu.

Fólki ráðlagt að borða meira af skordýrum...... kommon, ég borða ekki einu sinni eina tegund og ætla svo sannarlega ekki að fara að byrja á því. Þetta er  ljóta ógeðið. Ég veit ekki, kannksi myndi maður gera þetta í útlöndum ef að maður ætti heima þar og væri að drepast ú hungri og fátækt......eða... eni, held ekki. Vil frekar deyja.

Um 1.700 tegundir skordýra eru borðaðar í 113 löndum.

insects

Hver þeirra ætli bragðist best ??

Verði ykkur að góðu..... Sick


mbl.is Ráðlagt að borða skordýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá um jarðskjálfta.

Jarðskjálfti, sem varð á bilinu 4-4,5 stig á Richter, varð laust eftir klukkan 18:30 og átti upptök sín á Hellisheiði við Skálafell. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki segja mér að sprungan liggji til höfuðborgarinnar ??......

Datt í hug þegar að Suðurlandsskjálftinn reið yfir Hellu á 17 júní 2000, þá vildi þannig til að Kormákur var skírður þann dag. Að sjálfsögðu fór veislan í gólfið eins og allt annað á Hellu þennan dag. Nema... ég fékk að heyra það að barnið hefði fengið vitlaust nafn. Hann hefði ekki átt að fá nafnið Kormákur Atli, heldur Skjálfti Richter. En sorry.... það var búið að skíra hann þegar að skjálftarnir komu.

Elsku sunnlendingar sem lentu í skjálftanum í síðustu viku..... þið fáið alla mína samúð og ég finn mikið til með ykkur, ég man hvað hræðslan yfirtók alla árið 2000. Þetta er sko langt frá því að vera grín.


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv... skattaskýrslan.

HÆ HÆ HÆ HÆ HÆ !!!!!

loksins er ég komin heim. Það er ekki smá gott að komast heim í kisukotið. Það er reydnar soldið síðan ég kom heim, en ég varð bara að byrja á því að hvíla mig. Ég lét Kormák hafa pening og hann fór í King Kong og tók sér 2 dvd á leigu og ég skreið undir feld. Ég er ennþá drulluþreytt enda var ég að vinna tæpa 40 tíma um helgina. En helgin er búin og ég komin heim. Gleði gleði.

Ég kíkti á tölvupóstinn minn og hvað haldið þið...... póstur frá rsk..... SHIT.. nei ég meina hægðir. Það var verið að minna á skattaskýrsluna, ég er alltaf að gleyma henni. En loksins fór á inn á www.skattur.is og ég er búin að skila henni inn. Ég á skilið hrós fyrir það hehehehe

Gulla skutlaði mér á Selfoss í dag og við fórum á Menam og fengum okkur að borða og svo fór ég með Maríu í bæinn, en hún var einmitt að fara að hitta vinkonu sína frá Sauðárkróki sem kom í borgina.

Annars hef ég nú eitthvað lítið að skrifa núna, geri ekkert annað en að geispa.....

Ætla að halla mér aðeins meira.

Kv. Linda litla lúna.


Tvíburarnir.

Afmælisbörn dagsins eru !!!!

Guðjón Ólafur Einarsson frændi, en hann er 16 ára í dag. Þar sem að ég er ekki í minni tölvu þá get ég ekki sett inn mynd af honum. Til hamingju með daginn elsku Guðjón.

Guðný Einarsdóttir vinkona mín, en hún er einmitt 49 ára dag. Hún kemur heim í dag frá Slóveníu. Og ég er einmitt heima hjá henni núna og bíð eftir henni.

Til hamignju með daginn Guðjón og Gulla !!!!


Strembin helgi....

Ég kom austur í gær og byrjaði að vinna seinni partinn eða klukkan 6, ég var að koma heim úr vinnunni núna. Það sem ég er búin að vinna síðan kl. 6 í í gær eru 24 1/2 tími, ég er búin að vinna í rumarn sólarhring á þessum rúma sólarhring..... Það er nokkuð ljóst að ég á eftir að steinliggja eftir þessa helgi..... og það er allur sunnudagurinn eftir, mæti 11:45 á morgun, en verð samt örugglega bara að vinna til 22:00. Það er svo margt skrautlegt og skemmtilegt sem skeður á á pöbbnum að það er ótrúlegt, vesrt að ég get ekki sagt frá því. En mikið vildi ég að ég að ég gæti deilt því með ykkur.

Jæja, ég ætlaði nú eiginlega ekkert að skrifa, ætlaði aðallega að biðjast afsökunar á því að ég sé ekki búin að fara blogghring og fer hann ekki núna, ætla í bólið að hvíla mig er að fara að vinna eftir tæpa 9 tíma. En ég ætla að gefa mér tíma í það annað kvöld, þegar ég kem heim.

Þannig að þangað til hafið það gott snúllur og farið vel með ykkur.

Kv. Linda litla þreytta.


« Fyrri síða

Höfundur

Linda litla
Linda litla

Linda litla er ung kona fædd á því herrans ári 1971, en kann það að vera hið merkilegasta ár mannkynssögunnar hingað til. Hún er tveggja barna einstæð móðir og amma. Á dóttur heitir María Hödd og er fædd 1987 og er í sambúð með Rúnari 1978 og eiga þau tvo syni, annar fæddur í januar 2008 og heitir hann Hjörleifur Máni, og hinn fæddur í apríl 2010 og heitir Jón Oliver. Einnig á hún son sem heitir Kormákur Atli og er fæddur árið 2000.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband