Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
30.8.2008 | 19:05
Þau voru heppin. Til hamingju með þetta !!
Þau unnu Mersedes-Benz C200 að verðmæti 5,6 milljónir og þar sem að miðinn var tvöfaldur þá eru skottið fullt af peningum eða 5,6 miljónum. Þau voru ekkert smáheppin Bjarni Jón Bárðarson stýrimaður, og eiginkona hans, Jóhanna Soffía Hansen. Vonandi kemur vinningurinn þeim að góðum notun. Þau eru 7 í fjölskyldunni.
Frábært mál, til hamingju með þetta Bjarni og Jóhanna.
Unnu Benz hlaðinn milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2008 | 14:38
Pólverjar hópast heim til sín.
Þessi frétt gleður eflaust marga, þar sem mikið er af fólki á Íslandi sem að hreinlega hata þessa pólverja.
Ég flokkast ekki undir þann hóp. Mér er alveg sama hvort að þessir pólverjar séu hérna á Íslandi og eins með aðra útlendinga hérna á landinu. Það eina sem að ég vil, er að það verði sett stopp á þetta, ég vil ekki fleiri útlendinga inn í landið. Mér finnst komið nóg af útlendingum á Íslandi, en hef ekkert á móti þeim eru hérna.
Ég var að spá í varðandi þessa frétt........ Af hverju eru þeir að hópast heim núna ?? Þola pólverjarnir ekki kreppuna ?? Eða eru þeir farnir að missa vinnuna hérna á landi ??
Hver ætli sé ástæða þeirra ??
Í fréttinni stendur að þeir hafi ætlað að vera hérna tímabundið til að vinna, en það eru ekki allir. Margir þeirra voru búnir að festa sig hér og ætluðu að búa hér áfram, en eru samt að fara.
Hópast heim til Póllands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 19:18
Rokið hirðir bara allt.
Ég er ekki hissa á því að ekki sé flogið, veðrið er kolvitlaust búið að vera. Regína nágrannakona kom áðan til mín alveg miður sín, þá eru nýju svalirnar hennar hreinlega að fjúka í burtu. Annar svalarglugginn er nánast dottinn úr í rokinu. Við erum búnar að vera að reyna að finna einvher símanúmer hjá félagsbústöðum sem hægt er að ná í , en það lítur út fyrir það að þeir séu ekki með neitt neyðarnúmer. Ég er ekkert smá hissa á því. Þar sem ýmislegt getur nú komið upp á í þessum leiguíbúðum.
Það hefur nú eitthvað lægt, ég ætla að vona að þetta verði gengið yfir á morgun.
Undarlegt samt að ekki er hægt að fljúga innanlands vegna veðurs en það er hægt að fljúga til Færeyja og Grænlands ?????
Ekkert flogið innanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 13:14
Allt að verða vitlaust.
Ég er ekki hissa á því að það sé vitlaust veður undir Hafnarfjalli. Það er a.m.k. alveg klikkað hérna hjá mér í Unufellinu. Ég er með smá rifi á svalarglugganum og ég held hreinlega að hann sé að rifna út.
Ég hélt einmitt að það ætti að fara að lægja, en það er heldur betur að hvessa meira núna.
Ég vona bara að veðrið verði ekki svona um helgina, mig langaði svo að kíkja aðeins í bæinn.
Alla vega passið ykkur á því að festa allt lauslegt niður, því annars fer það. Ég er svo heppin að það er búið að byggja yfir mínar svalir, þá fýkur ekkert af þeim.´
Ég var í kaffi hjá Bínu áðan og Hjörtur var að koma heim úr skólanum og hann sagði okkur að það væri trambólín á flækingi á göngustígnum í fellunum. Í guðanna bænum bjargið öllu ykkar sem er laustef að það er ekki of seint.
Óveður undir Hafnarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 09:10
Stórafmæli, hann er fimmtugur í dag.
Já hann er orðinn 50 ára..... ég var einmitt að pæla í því, ef að maðurinn væri ekki búinn að fara í allar þessar lýtaaðgerðir, hvernig skildi hann þá líta út ?? Mér finnst hann ógeðslegur eins og hann er í dag.
En alla vega, fimmtugur í dag örugglega frægasti tónlistarmaður allra tíma er fimmtugur í dag. Michael Jackson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2008 | 20:14
Ég er EKKI hætt að blogga.
Jæja.... long time no see. Ekki hélduð þið að ég væri hætt að blogga ?? það getur ekki verið, hef bloggað í 5-6 ár og er sko ekki að fara að hætta því. Þið þurfið að borga mér mikið til þess það er nokkuð ljóst. Ég er bara ekki búin að vera í bloggstuði síðustu daga, hef hreinlega ekki nennt að setjast niður til að pikka niður einhverjar línur.
Mikið búið að ske hjá mér..... loksins byrjar heimilishjálpin hjá mér á miðvikudag næsta, enda ekki verið skúrað hér lengi. Hún kemur til með að þrífa og þurrka af allt sem er niðri og skúra. Gerir það sem að ég er ekki fær um. Þannig að þar sem að hún gerir ekki mikið hjá mér þá verður hún örugglega bara klukkutíma hjá mér í hvert skipti.
Svo var hringt í mig frá Bónus í dag og ég er búin að fá vinnu í Bónus aðra hverja helgi í Árbænum og fer ég á mánudaginn næsta þangað í aðlögun (það er eins og ég sé að fara á leikskóla). Ég er mjög spennt fyrir þessu, ég verð sett á kassa, ég sagði henni það að ég myndi einmitt vilja það, þar sem að ég gæti ekki verið að raða í hillur þar sem að ég á erfitt með að vinna bæði upp og niður fyrir mig. En það verður æðislegt að vera innan um fólk. Ég er einmitt búin að ákveða það að á meðan ekki snjóar þá ætla ég að hjóla í vinnunna, það er ekki langt á milli fellahverfis og Hraunbæjar.
Skólinn byrjaði á mánudaginn hjá Kormáki og er þessi vika alveg búin að vera yndisleg, það er allt frábært hjá honum, skólinn skemmtilegur og gaman að læra. Ég vona bara að það eigi eftir að vera svoleiðis áfram. Hann var ekkert smá glaður þegar ég fyllti út mötuneytisblaðið fyrir hann, hann var nefnilega ekki í mat í skólanum í fyrra þar sem að ég hafði ekki efni á því, en honum langaði svo til þess og var því ekkert smá glaður þegar ég rétti honum útfyllt blaðið.
Ég finn það að það verður mikill munur á þessum vetri heldur en hinum. Ég finn æþað á mér að skólinn á eftir að ganga betur, hann fær hádegismat, ég fer smá að vinna, ég er búin að vera mjög góð á andlega sviðinu í allt sumar og laus við bæði þunglyndislyfin. Ég finn bara á mér að þetta verður allt öðruvísi. Ég lít svo mikið mikið mikið bjartara á lífið núna heldur en ég gerði.
Jæja, segjum þetta ágætt í bili, þarf að rífa son minn upp úr baðinu áður en það vaxa á honum uggar og eiga smá tíma með krúttinu mínu fyrir svefninn.
Hafið það gott elskurnar mínar og takk fyrir að lesa ef að þið nenntuð því
Kv. Linda litla glaða og ánægða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.8.2008 | 10:54
Strákarnir okkar !!!!
Það hlýtur að vera mikill spenningur í íslendingum, ætli það verði ekki ómögulegt að fá afgreiðslu í verslunum í hádeginu í dag ? Allir verða svo uppteknir við að fylgjast með leik íslendinga og spánverja.
Ég hef ekki verið að fylgjast með handboltanum í Peking, en það hefði verið gaman að fylgjast með þessum leik sem fer fram í dag. En ég verð á leiðinni á Hellu á þessum tíma og missi því að öllu, kannski verður honum líst beint í útvarpinu.... veit ekki, það kemur í ljós.
Ég segi bara áfram Ísland.....
Óhræddir og fullir tilhlökkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2008 | 23:34
ARG !!!!!! og nokkar myndir.
Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið og ekki mikið um að ég sé í tölvunni. En ég hef ekki gleymt að taka myndir af prinsunum mínum.
Á morgun er skólasetning hjá Kormáki, setningin er klukkan 11 og svo byrjar skólinn á mánudaginn á fullu hjá honum.
Ég fer austur um hádegið á morgun og kem aftur heim á mánudaginn.
Ég skil ekki alveg hvað er að krauma í mér, en ég er búin að vera soldið pirruð í dag. Vonandi verð ég ekki svona á morgun. Ég sótti um vinnu á netinu í dag, fæ vonandi svar þaðan sem fyrst.
Jæja... þetta var stutt, leiðinlegt blogg. Hef bara nákvæmlega ekkert að segja, hafið það gott elskurnar og farið varlega inn í nóttina.
Kv. Linda litla pirraða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2008 | 09:35
Vinnur við góðgerðarstörf.
Hefðbundin þríþraut felur í sér að synda 1,5 km, þá hjóla 40 km og loks hlaupa 10 km og ætlar hún að leggja þetta allt á sig til að styrkja góðgerðarstarf.
Frábært hjá henni. Jennifer Lopez er flott, ég myndi fórna köttunum mínum ef að ég gæti fengið að lúkka eins og hún í vexti og útliti.
Annars hafa síðustu dagar bara verið fínir. Allir sáttir og glaðir og góðir við hvern annan. Við förum austur í dag og verðum að passa Hjörleif á meðan María er í sjúkraþjálfun og svo förum við með þeim öllum í ungbarnasund í kvöld og þar verð ég við myndavélina. Svo komum við heim aftur í kvöld.
Jæja, ætla að hendast í föt, við ætlum að fara á þvæling aður en við förum austur.
Hafið það gott í dag elskurnar.
Kv. Linda litla flækingur.
Jennifer skellir sér í þríþraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.8.2008 | 20:22
Missti sjónina fyrir hálfri öld....
Elsti maður heims látinn..... er þá enginn elsti maður heims lengur ?? he he he he habib Miyan lést 129 ára, vildi hann sjálfur samt meina að hann væri 138 ára. Þvílíkar tölur. Hafi hann dáið 129 ára, misst sjónina fyrir hálfri öld þá var hann 79 ára, hverjum hefði dottið það í hug 79 ára að hann ætti eftir hálfa öld ????
Elsti maður heims látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 232867
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3