Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
30.10.2008 | 09:30
Bros á fimmtudegi.... sjáið þetta.
Þetta er svo krúttlegt, þeir eru svo greinilega að tala saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
28.10.2008 | 17:05
Góðir grannar.
Já færeyingar eru lítl þjóð með stórt hjarta það er ekki hægt að segja annað.
Þeir vilja lána okkur 300 milljónir danskra króna eða jafnvirði 6.1 milljarðs íslenskra króna.
Mig hefur alltaf langað að fara til Færeyja, kannski verður það næsta utanlandsferðin mín. Fyndið ég hef ekki hugsað um annað en útlönd síðan ég kom heim frá Ungverjalandi, það er eins og útlönd verði fíkn. Langar strax aftur að fara héðan og skoða mig um annars staðar.
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.10.2008 | 13:19
Kynlíf á ströndinni (sex on the beach).
Það borgar sig greinilega ekki að stunda einnar nætur gaman í Dubai og heldur ekki að stunda kynlíf fyrir utan hjónaband.
Kynlíf á ströndinni vindur upp á sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2008 | 22:24
Komin heim í heiðar dalinn..... ;o)
Ok, þetta er skepnuskapur en þetta er ógeðslega fyndið.
Jæja, við erum komin heim, lentum heima í Unufelli klukkan hálf 6 í morgun, rúmið var sko langþráð. Það jafnast ekkert á við rúmið mitt, sængina og koddann minn ummmmm....
Ferðin var æðisleg og mikið gert.
Þarna eru börnin mín á Hetjutorginu.
Kormákur þvílík hetja með ógeðslegan stórann fugl sem minnti helst á hrægamm.
Borgin er alveg ofsalega falleg.
Nú við fórum í dýragarðinn, en þar eru 400 dýrategundir.
Þetta ungverska svín kom aðeins of nálægt myndavélinni hjá mér, en myndin varð bara krúttleg fyrir vikið he he he
Kormákur fékk að fara inn fyrir girðinguna hjá lamadýrunum og geitunum og gat þar klappað þeim eins og hann vildi.
Það sést greinilega á þessari mynd að við erum komin af öpum.
Það var gaman að fylgjast með þessum fíl á bak við Kormák af því að það var eins og hann væri dansandi hliðar saman hliðar.
Segi þetta ágætt í bili af myndum frá Ungverjalandi, hendi inn í eitt albúm við tækifæri.
Ferðin var skemmtileg og vel heppnuð og allir ánægðir held ég.
Nóg í bili, ætla að koma mér í bólið. Ég er ekki ennþá búin að jafna mig eftir ferðina, enda ekki skrítið þar sem við komum heim hálf 6 í morgun.
Hafið það gott elskurnar, það er gott að vera komin heim.
Kv. Linda litla útlandafari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.10.2008 | 10:12
Ég er farin úr landi.
Jæja, þá er stóri dagurinn runnin upp. Við erum að fara að leggja í hann til Budapest.
Við erum búin að pakka niður og núna er bara að tína töskurnar í bílinn og koma sér af stað.
Rétt að henda inn nokkrum kveðjulínum.
Eigið góða helgi..... ég ætla að njóta hennar með börnunum mínum í Ungverjalandi.
Bææææ..... Kv. Linda litla útlandafari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.10.2008 | 13:41
Brrrrr..... þoli ekki snjó.
Varð bara að henda inn smá færslu..... aðallega til að setja inn mynd af honum Kormáki mínum dúllurassi.
Hérna eru strákarnir mínir.
Annars var það sjokk að vakna í morgun og kíkja út af svölunum, var ekki snjór búinn að heltaka jörðina...... allt hvítt og ég sem HATA snjó.
Snjór og hálka er eitthvað sem að hefur slæm áhrif á mitt bak, ég er aldrei jafn slæm í baki og á veturnar þegar að snjórinn og hálkan koma. Ég verð svo stíf....... og þar af leiðandi slæm í bakinu.
Þetta blasti við þegar ég fór út á svalir í morgun.
Sem betur fer er búið að byggja yfir svalirnar hjá mér, þannig að ég fer víst ekki út að reykja lengur.
Nóg í bili..... meira í kvöld.
Farið varlega í snjónum.
Kv. Linda litla hálkuhatari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.10.2008 | 20:19
Vantar löggunni ekki hunda ??
Rakst á þessa frétt í gegnum Berglindi bloggvinkonu http://greenbrown.blog.is/blog/greenbrown/entry/679570/ Þetta var í hennar blokk, ekki öfunda ég hana.
Ég var að ræða ýmis mál lögreglunnar um helgina við kunningja minn. Það sem að lögreglan er að lenda í fer versnandi, ástandið á landinu hefur versnað skelfilega og lendir löggan held ég manna verst í því.
Kunningi minn talaði um að löggan þyrfti að vera með hund með sér, að þeir þyrftu að hafa þjálfaða Sheffer hunda hjá lögreglunni, er það virkilega málið ??
Er ástandið í þjóðfélaginu svo slæmt að íslenska lögreglan þurfi að vera með hund með sér til varnar ??
Ég er ekki hlynnt vopnaburði, en eitthvað verður til bragðs að taka. Mennirnir verða fyrir eilífðri árás, þetta er orðið miklu hættulegri vinna heldur en hún var.
Einhvers staðar las ég færslu um þetta blogg þar sem var sagt að reka ætti alla útlendingaa heim tafarlaust.... voru þetta útlendingar ??
Hunda fyrir lögguna...... þó að enginn útlendingur væri í landinu þá er löggan ekkert í betri málum, íslendingarnir eru engu betri.
Fólskuleg árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.10.2008 | 14:10
Hvað er að ?? Þoli ekki skattinn, hvernig stendur á þessu ??
Ömurlegt..... hvað er að í þessu ósanngjarna landi ??
Þegar ég var á vinnumarkaðinum fyrir einhverjum árum þá borgaði ég í frjálsa lífeyrissjóðinn í einhvern tíma, ekki lengi samt. Nema ég get fengið þennan pening greiddan þar sem að ég er öryrki og fer í bankann í morgun til að fylla út umsókn fyrir þessum aurum. Þetta er ekki mikill peningur en þetta er peningur og hann er vel þeginn þar sem að fjármálin eru svona upp og niður hjá mér.
Málið er........ ég fæ þennan pening greiddan um mánaðarmót og ég þarf að borga 100% skatt af honum.....
HALLÓ !!! Hvað er að ?? Ég er búin að borga skatt af þessum pening, af hverju í andskotanum þarf maður að gera það aftur ?? EIns og ég sagði þá er þetta smá upphæð og þegar búið er að taka fullan skatt af, þá er þetta svo lítið að í rauninni tekur það því ekki.
Arg hvað ég er pirruð út í allt núna. Mig langar hreinlega að öskra.
Jæja..... ætlaði reyndar bara að henda inn helgarkveðju til ykkar, ég er stödd á BSÍ umferðarmiðstöðinni og er á leiðinni austur með rútunni. Á Selfossi hitti ég svo hana Gullu mína og fer með henni á Hellu.
Eigið góða helgi elsku bloggvinir mínir.
Njótið helgarinnar.
Kv. Linda litla arga.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.10.2008 | 20:52
Mér tókst að kreista úr mér eina færslu..... LOXINS.....
Jebb og jæja..... I´m back !!!
Ég hef nú ekki verið beint í bloggstuði síðustu daga, og er reyndar ekki ennþá. En þegar fólk er farið að tala um bloggleysis bæði auglitis til auglitis og á blogginu og í tölvupósti, þá verður maður víst að bregðast eitthvað við.
Þessi mynd er teiknuð af syni mínum, þetta er ég.
Nú það hefur verið ýmislegt að ske hjá mér og mínum undanfarið. María og Hjörleifur hafa verið mikið hjá okkur. Þau komu á mánudagskvöldið og fóru í morgun austur fyrir fjall í sveitina.
Nú af mér að frétta er það að ég er búin að segja upp í Bónus, bakið á mér var ekki að þola að ég stæði á grjóthörðu gólfi allan daginn eða sitja á grjóthörðum stól.
Ég hlýt að geta fundið mér eitthvað annað sem að ég þoli. Ég nenni bara ekki að vera að pína mig þetta, ég er nóg og léleg fyrir.
Ætli ég fari ekki á röltið í næstu viku og finni mér eithvað að gera hérna í Breiðholti, þar sem é gæti bara labbað í vinnuna.
Nú ég fékk bréf frá Heimsferðum í vikunni þar sem verið var að tilkynna mér að ferðin sem að ég og börnin mín ætluðum í yrði ekki farin vegna ónógrar þáttöku. En við ákváðum þá bara að skella okkur til Budapest, sú ferð er ódýrari þannig að við borguðum fyrir okkur bæjarferð um Budapest og fengum svo restina endurgreidda.
Kraká ferðin átti að vera 3 nóvember, en við erum að fara til Budapest eftir viku. Við förum sem sagt næsta fimmtudag þann 23 október.
Það verður æðislegt hjá okkur. Sem betur fer er þetta ekki verslunarferð þar sem að það er glæpur að versla gjaldeyri núna, þetta verður skemmtiferð, ætlum að skoða mikið og fara út að borða góða mat. Ég hlakka ekkert smá mikið til , þetta verður alveg æðislegt.
Jæja, held að þetta sé bara orðið ágætt, sé að ég gat sko alveg skellt inn bloggi þó að ég héldi að ég hefði ekkert að skrifa um.
Takk fyrir ef að þú nenntir að lesa....
Kv. Linda litla blogglata.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.10.2008 | 16:42
Þreytt á fréttum.
Ég hef nú ekki verið sú duglegasta að blogga undanfarið, ég hef bara hreinlega ekki nennt því. Hef hent inn einhverju sem hefur komið á email-i til að henda einhverju inn.
Ég kíkti aðeins á mbl.is núna til að tékka á því hvort að það væri einhver frétt fyrir mig til að blogga um........ kræst..... það er jú nóg af fréttum, en ég bara verð að segja það að ég er búin að fá ógeð af fréttum í þjóðfélaginu í dag.
Ég nenni ekki að velta þjóðarástandinu fyrir mér, við getum ekkert gert, staðan er eins og hún er. Ég tek lífinu með æðruleysi og brosi framan í lífið, eða á meðan ég er ekki að draga mig niður með að fylgjast með fréttum.
Það er ekkert sem ég get gert, þetta er Ísland í dag.
Ég sit á Prikinu með tölvuna og er bara að chilla, ég fór í klippingu áðan og er bara ekkert að flýta mér heim, það er ekkert þar sem bíður mín.
Annars hef ég nákvæmlega ekkert að segja ykkur.
Ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að virkja ykkur bloggvinir og kíkja á bloggið ykkar, en það hlýtur að koma að því að ég gefi mér nægan tíma til þess.
Blogghringur hjá mér er lámark 2 tímar.
Segi þetta gott í bili elskurnar, farið varlega og hafið það gott.
Góða helgi.
Kv. Linda litla anti-fréttisti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Nýjustu færslur
- 16.11.2014 That´s life my friends....... sometimes it SUCKS !!!
- 25.10.2014 já fyrirsögn..... gleymdi henni, veit heldur ekkert hvernig h...
- 23.10.2014 Ég skeit í deigið.... þið vitið hvað það þýðir er það ekki ?
- 21.10.2014 Ágætis fræðsla
- 21.10.2014 http://sykur.is/2014/1037/hvada-stjornumerki-passa-best-og-ve...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 232883
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- bifrastarblondinan
- doramaggy
- halkatla
- annabjo
- diddan
- ragjo
- greenbrown
- ingunnjg
- katja
- gullaeinars
- siggathora
- loathor
- komaso
- addabaldurs
- raggafg
- ollana
- gelgjan
- kruttina
- arijosepsson
- asthildurcesil
- beggita
- biddam
- brandurj
- brybba
- skordalsbrynja
- tungirtankar
- jyderupdrottningin
- rannug
- topplistinn
- gydadrofn
- osland
- hronnsig
- hugarafl
- danjensen
- kliddi
- ijt
- keli
- jonaa
- ktomm
- markusth
- rebekkarut
- roslin
- sisvet
- bogatun8
- sikklida
- scorpio
- svala-svala
- svetlana
- taraji
- skog3